Notaði ekki helminginn af fötunum og dró því úr innkaupum Sólveig Gísladóttir skrifar 12. júlí 2017 21:00 Sylvía Briem Friðjónsdóttir. Vísir/Eyþór Sylvía Briem Friðjónsdóttir ákvað að draga úr magninnkaupum á fötum og kaupir nú færri flíkur en veglegri.Þrjú af uppáhaldsúrum Sylvíu.Vísir/Eyþór„Ég spáði meira í tísku hér áður fyrr en er farin að gera það minna núna. Ég vil venja mig af því að fylgjast of vel með og skapa mig svolítið sjálf,“ segir Sylvía sem er Dale Carnegie- og heilsumarkþjálfi og starfar auk þess í Ölgerðinni. Hún segir stíl sinn eiga til að breytast dag frá degi, oft út frá skapi. „Ég er samt farin að finna mér flíkur sem eru þægilegar, fjölnota og veglegar. Ég var áður þessi „bulk“ neytandi. Gat keypt endalaust en notaði ekki helminginn. Ég er að reyna að draga úr því.“Sylvía segist vera veskjasjúk enda á hún ófá slík.Vísir/EyþórSylvía segist helst kaupa föt erlendis en eftirlætisbúðin hennar hér heima er Zara. „Finnst alltaf til mjög fallegar vörur þar.“ En á hún einhverja uppáhaldsflík? „Ég á það til að fá mjög leið á hlutum en sú flík sem ég fæ ekki leið á er svarti leðurjakkinn minn. Hann passar einhvern veginn alltaf.“Hvað með fylgihluti? „Ég er algerlega veskja-, hatta- og úrasjúk en er lítið með skart. Reyndar nánast aldrei.“ Sylvía segist sækja innblástur úr nærumhverfinu. „Mér finnst íslenskar konur almennt mjög fallega klæddar. Mér finnst eiginlega skemmtilegast að horfa í kringum mig hér heima og sækja mér innblástur þar.“Sylvía heldur mikið upp á hatta og hér má sjá smá brot úr safninu.Vísir/EyþórSylvía segir íslenskar konur fjölbreyttar í klæðavali. „Maður sér svo margar týpur sem mér þykir mjög áhugavert!“Sylvía í jakka frá Selected og skyrtu úr Urban Outfitters en buxurnar eru Oroblu gallaleggings.Vísir/Eyþór Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Tvíburabræður með myndlistarsýningu Menning Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Sylvía Briem Friðjónsdóttir ákvað að draga úr magninnkaupum á fötum og kaupir nú færri flíkur en veglegri.Þrjú af uppáhaldsúrum Sylvíu.Vísir/Eyþór„Ég spáði meira í tísku hér áður fyrr en er farin að gera það minna núna. Ég vil venja mig af því að fylgjast of vel með og skapa mig svolítið sjálf,“ segir Sylvía sem er Dale Carnegie- og heilsumarkþjálfi og starfar auk þess í Ölgerðinni. Hún segir stíl sinn eiga til að breytast dag frá degi, oft út frá skapi. „Ég er samt farin að finna mér flíkur sem eru þægilegar, fjölnota og veglegar. Ég var áður þessi „bulk“ neytandi. Gat keypt endalaust en notaði ekki helminginn. Ég er að reyna að draga úr því.“Sylvía segist vera veskjasjúk enda á hún ófá slík.Vísir/EyþórSylvía segist helst kaupa föt erlendis en eftirlætisbúðin hennar hér heima er Zara. „Finnst alltaf til mjög fallegar vörur þar.“ En á hún einhverja uppáhaldsflík? „Ég á það til að fá mjög leið á hlutum en sú flík sem ég fæ ekki leið á er svarti leðurjakkinn minn. Hann passar einhvern veginn alltaf.“Hvað með fylgihluti? „Ég er algerlega veskja-, hatta- og úrasjúk en er lítið með skart. Reyndar nánast aldrei.“ Sylvía segist sækja innblástur úr nærumhverfinu. „Mér finnst íslenskar konur almennt mjög fallega klæddar. Mér finnst eiginlega skemmtilegast að horfa í kringum mig hér heima og sækja mér innblástur þar.“Sylvía heldur mikið upp á hatta og hér má sjá smá brot úr safninu.Vísir/EyþórSylvía segir íslenskar konur fjölbreyttar í klæðavali. „Maður sér svo margar týpur sem mér þykir mjög áhugavert!“Sylvía í jakka frá Selected og skyrtu úr Urban Outfitters en buxurnar eru Oroblu gallaleggings.Vísir/Eyþór
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Tvíburabræður með myndlistarsýningu Menning Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira