Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2017 15:01 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Valli 38 ára karlmaður, sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi, hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. Hann var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur en hún var 16 ára þegar brotin voru framin. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok apríl en manninum var gefið að sök að hafa á tímabilinu maí 2015 til september 2015, þegar stúlkan var 16 til 17 ára, haft samræði við hana í allt að 20 skipti og notfært sér yfirburðarstöðu sem hann hafði gagnvart henni. 21 árs aldursmunur er á ákærða og brotaþola.Leit á ákærða sem föðurímyndÍ dómnum, sem gefinn var út 7. júlí síðastliðinn, kemur fram að stúlkan hafi tekið þátt í kristilegu unglingastarfi, sem ákærði og unnusta hans stýrðu. Stúlkan trúði ákærða fyrir miklum erfiðleikum í sínu einkalífi en ákærði tók stúlkuna undir sinn verndarvæng og aðstoðaði á ýmsan hátt, meðal annars með því að afhenda henni lykil að heimili sínu. Með háttsemi sinni er ákærði talinn hafa brotið gegn trúnaðarskyldu sinni við stúlkuna. Brotaþoli kvaðst enn fremur hafa litið á ákærða sem trúnaðarvin og föðurímynd og að þau hefðu stundað kynlíf í um það bil 20 skipti eftir að hún hafi vanið komur sínar heim til ákærða. Þá segir jafnframt að ákærði hafi ekki skeytt um hvaða afleiðingar háttsemi hans kynni að hafa fyrir brotaþola. Hann hafi lagt alla ábyrgð á brotaþola, sem hafði ekki þroska til þess að gera greinarmun á góðvild eða kynferðislegri misneytingu.Gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur Í niðurstöðu dómsins segir að ákærða og brotaþola beri í öllum aðalatriðum saman um málsatvik, þ.e. um aðdraganda hinna kynferðislegu samskipta, samskiptin sjálf og hvernig þeim lauk. Þannig er ákærði sakfelldur fyrir ítrekuð og alvarleg brot gegn brotaþola Þá var sérstaklega tekið tillit til háttsemi ákærða eftir að brotin voru framin, svo sem skilaboð hans á Facebook þar sem hann leitaðist við að koma ábyrgð á brotum sínum yfir á brotaþola og hafa áhrif á ákvörðun hennar um að kæra háttsemi hans. Með hliðsjón af því þykir hæfileg refsins ákærða vera óskilorðsbundið fangelsi í eitt og hálft ár. Þá hefur honum einnig verið gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur auk annars málskostnaðar. Tengdar fréttir Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi ákærður fyrir kynferðisbrot Karlmaður sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. 27. apríl 2017 23:16 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
38 ára karlmaður, sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi, hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. Hann var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur en hún var 16 ára þegar brotin voru framin. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok apríl en manninum var gefið að sök að hafa á tímabilinu maí 2015 til september 2015, þegar stúlkan var 16 til 17 ára, haft samræði við hana í allt að 20 skipti og notfært sér yfirburðarstöðu sem hann hafði gagnvart henni. 21 árs aldursmunur er á ákærða og brotaþola.Leit á ákærða sem föðurímyndÍ dómnum, sem gefinn var út 7. júlí síðastliðinn, kemur fram að stúlkan hafi tekið þátt í kristilegu unglingastarfi, sem ákærði og unnusta hans stýrðu. Stúlkan trúði ákærða fyrir miklum erfiðleikum í sínu einkalífi en ákærði tók stúlkuna undir sinn verndarvæng og aðstoðaði á ýmsan hátt, meðal annars með því að afhenda henni lykil að heimili sínu. Með háttsemi sinni er ákærði talinn hafa brotið gegn trúnaðarskyldu sinni við stúlkuna. Brotaþoli kvaðst enn fremur hafa litið á ákærða sem trúnaðarvin og föðurímynd og að þau hefðu stundað kynlíf í um það bil 20 skipti eftir að hún hafi vanið komur sínar heim til ákærða. Þá segir jafnframt að ákærði hafi ekki skeytt um hvaða afleiðingar háttsemi hans kynni að hafa fyrir brotaþola. Hann hafi lagt alla ábyrgð á brotaþola, sem hafði ekki þroska til þess að gera greinarmun á góðvild eða kynferðislegri misneytingu.Gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur Í niðurstöðu dómsins segir að ákærða og brotaþola beri í öllum aðalatriðum saman um málsatvik, þ.e. um aðdraganda hinna kynferðislegu samskipta, samskiptin sjálf og hvernig þeim lauk. Þannig er ákærði sakfelldur fyrir ítrekuð og alvarleg brot gegn brotaþola Þá var sérstaklega tekið tillit til háttsemi ákærða eftir að brotin voru framin, svo sem skilaboð hans á Facebook þar sem hann leitaðist við að koma ábyrgð á brotum sínum yfir á brotaþola og hafa áhrif á ákvörðun hennar um að kæra háttsemi hans. Með hliðsjón af því þykir hæfileg refsins ákærða vera óskilorðsbundið fangelsi í eitt og hálft ár. Þá hefur honum einnig verið gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur auk annars málskostnaðar.
Tengdar fréttir Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi ákærður fyrir kynferðisbrot Karlmaður sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. 27. apríl 2017 23:16 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi ákærður fyrir kynferðisbrot Karlmaður sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. 27. apríl 2017 23:16