Valdís Þóra í beinni frá velli umdeildasta manns Bandaríkjanna á morgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 15:00 Tómas Freyr Aðalsteinsson, Valdís Þóra Jónsdóttir og Hlynur Geir Hjartarson. mynd/golf.is Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, hefur leik á opna bandaríska meistaramótinu á morgun klukkan 18.20 að íslenskum tíma en útsending frá fyrsta degi hefst á Stöð 2 Sport 4 HD klukkan 18.00. Opna bandaríska er stærsta mót sem hægt er að spila á í kvennagolfinu en það er stærst risamótanna fimm. Verðlaunaféð er það mesta á mótaröðinni en heldarupphæðin er fimm milljónir dala. Sigurvegarinn fær 900.000 dali í sinn hlut. Mótið fer fram á Trump National-vellinum í New Jersey sem er í eigu Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna. Þessi umdeildasti maður Bandaríkjanna keypti völlinn árið 2009 þegar þáverandi eigendur gátu ekki staðið undir afborgunum. Fastlega er búist við því að Trump mæti sjálfur á svæðið á einhverjum tímapunkti og er öryggisgæslan því gríðarleg á vellinum. „Við förum inn í mótið með það að markmiði að slá eitt högg í einu og njóta þess að vera á einu stærsta golfmóti heims. Völlurinn ætti að henta Valdísi vel, hann er að sjálfsögðu mjög erfiður með háum karga og hraðinn á flötunum er gríðarlegur. Bara alveg eins og við mátti búast á US Open velli,“ segir Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari Valdísar og kylfuberi, í viðtali við Golf.is. Auk hans er Tómas Freyr Aðalsteinsson, íþróttasálfræðingur, í þjálfarateymi Valdísar og er hann mættur til New Jersey til aðstoðar. Valdís á teig klukkan 12.35 að íslenskum tíma á föstudaginn en með henni í ráshóp á morgun verður Yan Liu frá Kína og áhugakylfingnum Dylan Kim frá Bandaríkjunum. Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, hefur leik á opna bandaríska meistaramótinu á morgun klukkan 18.20 að íslenskum tíma en útsending frá fyrsta degi hefst á Stöð 2 Sport 4 HD klukkan 18.00. Opna bandaríska er stærsta mót sem hægt er að spila á í kvennagolfinu en það er stærst risamótanna fimm. Verðlaunaféð er það mesta á mótaröðinni en heldarupphæðin er fimm milljónir dala. Sigurvegarinn fær 900.000 dali í sinn hlut. Mótið fer fram á Trump National-vellinum í New Jersey sem er í eigu Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna. Þessi umdeildasti maður Bandaríkjanna keypti völlinn árið 2009 þegar þáverandi eigendur gátu ekki staðið undir afborgunum. Fastlega er búist við því að Trump mæti sjálfur á svæðið á einhverjum tímapunkti og er öryggisgæslan því gríðarleg á vellinum. „Við förum inn í mótið með það að markmiði að slá eitt högg í einu og njóta þess að vera á einu stærsta golfmóti heims. Völlurinn ætti að henta Valdísi vel, hann er að sjálfsögðu mjög erfiður með háum karga og hraðinn á flötunum er gríðarlegur. Bara alveg eins og við mátti búast á US Open velli,“ segir Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari Valdísar og kylfuberi, í viðtali við Golf.is. Auk hans er Tómas Freyr Aðalsteinsson, íþróttasálfræðingur, í þjálfarateymi Valdísar og er hann mættur til New Jersey til aðstoðar. Valdís á teig klukkan 12.35 að íslenskum tíma á föstudaginn en með henni í ráshóp á morgun verður Yan Liu frá Kína og áhugakylfingnum Dylan Kim frá Bandaríkjunum.
Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira