Valdís Þóra í beinni frá velli umdeildasta manns Bandaríkjanna á morgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 15:00 Tómas Freyr Aðalsteinsson, Valdís Þóra Jónsdóttir og Hlynur Geir Hjartarson. mynd/golf.is Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, hefur leik á opna bandaríska meistaramótinu á morgun klukkan 18.20 að íslenskum tíma en útsending frá fyrsta degi hefst á Stöð 2 Sport 4 HD klukkan 18.00. Opna bandaríska er stærsta mót sem hægt er að spila á í kvennagolfinu en það er stærst risamótanna fimm. Verðlaunaféð er það mesta á mótaröðinni en heldarupphæðin er fimm milljónir dala. Sigurvegarinn fær 900.000 dali í sinn hlut. Mótið fer fram á Trump National-vellinum í New Jersey sem er í eigu Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna. Þessi umdeildasti maður Bandaríkjanna keypti völlinn árið 2009 þegar þáverandi eigendur gátu ekki staðið undir afborgunum. Fastlega er búist við því að Trump mæti sjálfur á svæðið á einhverjum tímapunkti og er öryggisgæslan því gríðarleg á vellinum. „Við förum inn í mótið með það að markmiði að slá eitt högg í einu og njóta þess að vera á einu stærsta golfmóti heims. Völlurinn ætti að henta Valdísi vel, hann er að sjálfsögðu mjög erfiður með háum karga og hraðinn á flötunum er gríðarlegur. Bara alveg eins og við mátti búast á US Open velli,“ segir Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari Valdísar og kylfuberi, í viðtali við Golf.is. Auk hans er Tómas Freyr Aðalsteinsson, íþróttasálfræðingur, í þjálfarateymi Valdísar og er hann mættur til New Jersey til aðstoðar. Valdís á teig klukkan 12.35 að íslenskum tíma á föstudaginn en með henni í ráshóp á morgun verður Yan Liu frá Kína og áhugakylfingnum Dylan Kim frá Bandaríkjunum. Golf Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, hefur leik á opna bandaríska meistaramótinu á morgun klukkan 18.20 að íslenskum tíma en útsending frá fyrsta degi hefst á Stöð 2 Sport 4 HD klukkan 18.00. Opna bandaríska er stærsta mót sem hægt er að spila á í kvennagolfinu en það er stærst risamótanna fimm. Verðlaunaféð er það mesta á mótaröðinni en heldarupphæðin er fimm milljónir dala. Sigurvegarinn fær 900.000 dali í sinn hlut. Mótið fer fram á Trump National-vellinum í New Jersey sem er í eigu Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna. Þessi umdeildasti maður Bandaríkjanna keypti völlinn árið 2009 þegar þáverandi eigendur gátu ekki staðið undir afborgunum. Fastlega er búist við því að Trump mæti sjálfur á svæðið á einhverjum tímapunkti og er öryggisgæslan því gríðarleg á vellinum. „Við förum inn í mótið með það að markmiði að slá eitt högg í einu og njóta þess að vera á einu stærsta golfmóti heims. Völlurinn ætti að henta Valdísi vel, hann er að sjálfsögðu mjög erfiður með háum karga og hraðinn á flötunum er gríðarlegur. Bara alveg eins og við mátti búast á US Open velli,“ segir Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari Valdísar og kylfuberi, í viðtali við Golf.is. Auk hans er Tómas Freyr Aðalsteinsson, íþróttasálfræðingur, í þjálfarateymi Valdísar og er hann mættur til New Jersey til aðstoðar. Valdís á teig klukkan 12.35 að íslenskum tíma á föstudaginn en með henni í ráshóp á morgun verður Yan Liu frá Kína og áhugakylfingnum Dylan Kim frá Bandaríkjunum.
Golf Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira