Valdís Þóra í beinni frá velli umdeildasta manns Bandaríkjanna á morgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 15:00 Tómas Freyr Aðalsteinsson, Valdís Þóra Jónsdóttir og Hlynur Geir Hjartarson. mynd/golf.is Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, hefur leik á opna bandaríska meistaramótinu á morgun klukkan 18.20 að íslenskum tíma en útsending frá fyrsta degi hefst á Stöð 2 Sport 4 HD klukkan 18.00. Opna bandaríska er stærsta mót sem hægt er að spila á í kvennagolfinu en það er stærst risamótanna fimm. Verðlaunaféð er það mesta á mótaröðinni en heldarupphæðin er fimm milljónir dala. Sigurvegarinn fær 900.000 dali í sinn hlut. Mótið fer fram á Trump National-vellinum í New Jersey sem er í eigu Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna. Þessi umdeildasti maður Bandaríkjanna keypti völlinn árið 2009 þegar þáverandi eigendur gátu ekki staðið undir afborgunum. Fastlega er búist við því að Trump mæti sjálfur á svæðið á einhverjum tímapunkti og er öryggisgæslan því gríðarleg á vellinum. „Við förum inn í mótið með það að markmiði að slá eitt högg í einu og njóta þess að vera á einu stærsta golfmóti heims. Völlurinn ætti að henta Valdísi vel, hann er að sjálfsögðu mjög erfiður með háum karga og hraðinn á flötunum er gríðarlegur. Bara alveg eins og við mátti búast á US Open velli,“ segir Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari Valdísar og kylfuberi, í viðtali við Golf.is. Auk hans er Tómas Freyr Aðalsteinsson, íþróttasálfræðingur, í þjálfarateymi Valdísar og er hann mættur til New Jersey til aðstoðar. Valdís á teig klukkan 12.35 að íslenskum tíma á föstudaginn en með henni í ráshóp á morgun verður Yan Liu frá Kína og áhugakylfingnum Dylan Kim frá Bandaríkjunum. Golf Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, hefur leik á opna bandaríska meistaramótinu á morgun klukkan 18.20 að íslenskum tíma en útsending frá fyrsta degi hefst á Stöð 2 Sport 4 HD klukkan 18.00. Opna bandaríska er stærsta mót sem hægt er að spila á í kvennagolfinu en það er stærst risamótanna fimm. Verðlaunaféð er það mesta á mótaröðinni en heldarupphæðin er fimm milljónir dala. Sigurvegarinn fær 900.000 dali í sinn hlut. Mótið fer fram á Trump National-vellinum í New Jersey sem er í eigu Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna. Þessi umdeildasti maður Bandaríkjanna keypti völlinn árið 2009 þegar þáverandi eigendur gátu ekki staðið undir afborgunum. Fastlega er búist við því að Trump mæti sjálfur á svæðið á einhverjum tímapunkti og er öryggisgæslan því gríðarleg á vellinum. „Við förum inn í mótið með það að markmiði að slá eitt högg í einu og njóta þess að vera á einu stærsta golfmóti heims. Völlurinn ætti að henta Valdísi vel, hann er að sjálfsögðu mjög erfiður með háum karga og hraðinn á flötunum er gríðarlegur. Bara alveg eins og við mátti búast á US Open velli,“ segir Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari Valdísar og kylfuberi, í viðtali við Golf.is. Auk hans er Tómas Freyr Aðalsteinsson, íþróttasálfræðingur, í þjálfarateymi Valdísar og er hann mættur til New Jersey til aðstoðar. Valdís á teig klukkan 12.35 að íslenskum tíma á föstudaginn en með henni í ráshóp á morgun verður Yan Liu frá Kína og áhugakylfingnum Dylan Kim frá Bandaríkjunum.
Golf Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira