Chelsea getur fengið Aubameyang fyrir 70 milljónir punda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2017 12:30 Pierre-Emerick Aubameyang hjálpaði Dortmund að vinna þýska bikarinn í vor. Vísir/Getty Englandsmeistararnir í Chelsea eru að leita sér að nýjum framherja og ef þeir eru tilbúnir að borga vel þá er möguleiki að einn heitasti framherji Evrópu spili á Stamford Bridge í vetur. Chelsea er mögulega að fara að missa Diego Costa og félagið missti ennfremur af Romelu Lukaku til Manchester United í vikunni. Það er því ljóst að Englendingsmeistararnir þurfa því að fjárfesta í framherja. Hjá Borussia Dortmund spilar eftirsóttur framherji en Pierre-Emerick Aubameyang hefur raðað inn mörkum með þýska liðinu á síðustu árum. Dortmund hefur nú boðið Chelsea Pierre-Emerick Aubameyang fyrir 70 milljónir punda samkvæmt heimildum Sky Sports. Chelsea hefur einnig sýnt Alvaro Morata, framherja Real Madrid, áhuga en knattspyrnustjórinn Antonio Conte vill fá einhvern annan í framlínu liðsins heldur en Diego Costa. Það sauð upp úr hjá Conte og Costa í vetur þrátt fyrir flotta frammistöðu Costa og fullt af mörkum á meistaratímabili. Eftir tímabilið sendi Conte síðan Diego Costa skilaboð þar sem kom fram að Costa væri ekki inn í framtíðarplönum ítalska stjórans. Diego Costa er reyndar ekki farin frá félaginu ennþá og svo gæti farið að þeir sættist fyrir tímabilið. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði 40 mörk í 46 leikjum í öllum keppnum með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð og var þá að hækka markaskor sitt á þriðja tímabilinu í röð. Aubameyang er orðinn 28 ára gamall en hann spilar með landsliði Gabon þrátt fyrir að vera fæddur í Frakklandi. Leikmaður á eftir þrjú ár af samningi sínum við Dortmund en nú gæti verið hans tími til að komast að hjá stærra félagi. Það er vitað af áhuga ítalska liðsins AC Milan og franska liðsins Paris Saint Germain en nú er bara að sjá hvort Chelsea sé tilbúið að eyða 70 milljónum punda eða 9,7 milljörðum íslenskra króna í leikmanninn. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Körfubolti Fleiri fréttir Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjá meira
Englandsmeistararnir í Chelsea eru að leita sér að nýjum framherja og ef þeir eru tilbúnir að borga vel þá er möguleiki að einn heitasti framherji Evrópu spili á Stamford Bridge í vetur. Chelsea er mögulega að fara að missa Diego Costa og félagið missti ennfremur af Romelu Lukaku til Manchester United í vikunni. Það er því ljóst að Englendingsmeistararnir þurfa því að fjárfesta í framherja. Hjá Borussia Dortmund spilar eftirsóttur framherji en Pierre-Emerick Aubameyang hefur raðað inn mörkum með þýska liðinu á síðustu árum. Dortmund hefur nú boðið Chelsea Pierre-Emerick Aubameyang fyrir 70 milljónir punda samkvæmt heimildum Sky Sports. Chelsea hefur einnig sýnt Alvaro Morata, framherja Real Madrid, áhuga en knattspyrnustjórinn Antonio Conte vill fá einhvern annan í framlínu liðsins heldur en Diego Costa. Það sauð upp úr hjá Conte og Costa í vetur þrátt fyrir flotta frammistöðu Costa og fullt af mörkum á meistaratímabili. Eftir tímabilið sendi Conte síðan Diego Costa skilaboð þar sem kom fram að Costa væri ekki inn í framtíðarplönum ítalska stjórans. Diego Costa er reyndar ekki farin frá félaginu ennþá og svo gæti farið að þeir sættist fyrir tímabilið. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði 40 mörk í 46 leikjum í öllum keppnum með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð og var þá að hækka markaskor sitt á þriðja tímabilinu í röð. Aubameyang er orðinn 28 ára gamall en hann spilar með landsliði Gabon þrátt fyrir að vera fæddur í Frakklandi. Leikmaður á eftir þrjú ár af samningi sínum við Dortmund en nú gæti verið hans tími til að komast að hjá stærra félagi. Það er vitað af áhuga ítalska liðsins AC Milan og franska liðsins Paris Saint Germain en nú er bara að sjá hvort Chelsea sé tilbúið að eyða 70 milljónum punda eða 9,7 milljörðum íslenskra króna í leikmanninn.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Körfubolti Fleiri fréttir Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjá meira