Körfuboltastrákarnir mæta vel klæddir á EM í haust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2017 11:00 Hermann Hauksson hjá Föt & Skóm, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson verslunarstjóri Herragarðsins, Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Alvaro Calvi yfirmaður sérsaums í Herragarðinum. Mynd/KKÍ Það er komin hefð fyrir því að íslensku landsliðin mæti vel klædd til leiks á stórmót og körfuboltalandslið karla ætlar ekki að vera nein undantekning. KKÍ og Herragarðurinn hafa gert með sér samkomulag þess efnis að leikmenn karlalandsliðs Íslands í körfubolta klæðist sérsaumuðum jakkafötum frá Herragarðinum í tilefni þess að liðið er á leið á Eurobasket. Strákarnir unnu það glæsta afreka að komast á lokamót annað mótið í röð. Samkvæmt samkomulaginu mun Herragarðurinn útvega leikmönnum og þjálfurum jakkaföt sem þeir munu klæðast fyrir leiki og við sérstök tilefni á leiðinni og m.a. þegar haldið verður til Finnlands í lok ágúst. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ: „Það er margt sem þarf að hugsa um þegar farið er á stórmót sem þetta og við erum gríðarlega ánægðir með að fá strákana í Herragarðinum til að liðsinna okkur við þetta verkefni, enda ekki hlaupið að því að fá jakkaföt á marga af okkar landsliðsmönnum. Við lögðum því verkefnið til fagmanna og Herragarðsmenn auðvitað þeir fyrstu sem koma í huga og komu þeir sterkir inn með hönnun og útlit á fötum sem okkur leist mjög vel á,“ sagði Hannes í fréttatilkynningu frá KKÍ. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, verslunarstjóri Herragarðsins: „Við erum afar stoltir af því að KKÍ hafi falið okkur þetta verkefni að klæða þessa stóru og stæðilegu stráka í föt frá okkur. Við vitum af fenginni reynslu af landsliðinu í knattspyrnu að flott umgjörð í kringum liðið skiptir miklu máli og því var tilvalið að leggja hönd á plóg þegar sambandið leitaði til okkar,“ sagði Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. „Það er ekki hlaupið að því fyrir marga í liðinu að fá á sig föt sem passa og við leysum það verkefni með ánægju. Það sem um er að ræða eru sérsaumuð jakkaföt frá línu okkar Herragarðurinn - sérsaumur sem hefur verið þjónusta sem hefur notið gríðarlegra vinsælda. Auk þess fá leikmenn skyrtur og bindi sem passa við. Það verður gaman að sjá strákana mæta á mótið vel klæddir, enda stórkostlegur árangur að Ísland sé að mæta á stórmót af þessum toga. Það má því segja að Herragarðurinn klæði landsliðið vel,“ sagði Vilhjálmur. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Það er komin hefð fyrir því að íslensku landsliðin mæti vel klædd til leiks á stórmót og körfuboltalandslið karla ætlar ekki að vera nein undantekning. KKÍ og Herragarðurinn hafa gert með sér samkomulag þess efnis að leikmenn karlalandsliðs Íslands í körfubolta klæðist sérsaumuðum jakkafötum frá Herragarðinum í tilefni þess að liðið er á leið á Eurobasket. Strákarnir unnu það glæsta afreka að komast á lokamót annað mótið í röð. Samkvæmt samkomulaginu mun Herragarðurinn útvega leikmönnum og þjálfurum jakkaföt sem þeir munu klæðast fyrir leiki og við sérstök tilefni á leiðinni og m.a. þegar haldið verður til Finnlands í lok ágúst. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ: „Það er margt sem þarf að hugsa um þegar farið er á stórmót sem þetta og við erum gríðarlega ánægðir með að fá strákana í Herragarðinum til að liðsinna okkur við þetta verkefni, enda ekki hlaupið að því að fá jakkaföt á marga af okkar landsliðsmönnum. Við lögðum því verkefnið til fagmanna og Herragarðsmenn auðvitað þeir fyrstu sem koma í huga og komu þeir sterkir inn með hönnun og útlit á fötum sem okkur leist mjög vel á,“ sagði Hannes í fréttatilkynningu frá KKÍ. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, verslunarstjóri Herragarðsins: „Við erum afar stoltir af því að KKÍ hafi falið okkur þetta verkefni að klæða þessa stóru og stæðilegu stráka í föt frá okkur. Við vitum af fenginni reynslu af landsliðinu í knattspyrnu að flott umgjörð í kringum liðið skiptir miklu máli og því var tilvalið að leggja hönd á plóg þegar sambandið leitaði til okkar,“ sagði Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. „Það er ekki hlaupið að því fyrir marga í liðinu að fá á sig föt sem passa og við leysum það verkefni með ánægju. Það sem um er að ræða eru sérsaumuð jakkaföt frá línu okkar Herragarðurinn - sérsaumur sem hefur verið þjónusta sem hefur notið gríðarlegra vinsælda. Auk þess fá leikmenn skyrtur og bindi sem passa við. Það verður gaman að sjá strákana mæta á mótið vel klæddir, enda stórkostlegur árangur að Ísland sé að mæta á stórmót af þessum toga. Það má því segja að Herragarðurinn klæði landsliðið vel,“ sagði Vilhjálmur.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira