Langá að detta í 500 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 11. júlí 2017 14:53 Veitt í Strengjunum í Langá Mynd: SVFR Veiðin í Langá á Mýrum er búin að vera góð frá opnun og síðustu tvo holl sem voru þar við veiðar gerðu það gott enda nóg af laxi í ánni. Fyrsta hollið til að fara yfir 100 laxa fékk einum betur og endaði í 101 laxi. Hollið þar á eftir var með 92 laxa og hollið sem er að klára veiðar á hádegi á morgun gæti teygt sig í 100 laxa ef morgunvaktin á morgun verður jafn góð og undanfarna morgna. Það var þó heldur róleg taka í morgun í blíðviðrinu sem er þessa stundina á Mýrunum en engu að síður komu 17 laxar á land. Önnur stöngin sem átti Strengina og Breiðuna í morgun setti í og spilaði 10 laxa en landaði ekki nema einum sem segir okkur það sem við höfum heyrt víða að takan sé grönn í þessum skilyrðum. Laxinn er hægt og rólega að koma sér fyrir ofar í ánni en Fjallið eins og svæðið er nefnt fyrir ofan Sveðjufoss er þó ekki komið inní skiptingar ennþá nema Bjargstrengur en annað er frísvæði. Það hafa þó veiðst laxar á Fjallinu og í gegnum teljarann við Sveðjufoss eru gengnir hátt í 200 laxar sem er nokkuð gott fyrir árstíma. Langmest veiðist á smáflugur í stæðrum 16-18# og hitch. Það á að þykkna upp á morgun m eð vætu í nokkra daga en það er mikið beðið eftir því að dragi fyrir sólu og þá má reikna með að takan fari heldur betur í gang. Mest lesið Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 60 laxar síðustu 12 tímana í Stóru Laxá Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði
Veiðin í Langá á Mýrum er búin að vera góð frá opnun og síðustu tvo holl sem voru þar við veiðar gerðu það gott enda nóg af laxi í ánni. Fyrsta hollið til að fara yfir 100 laxa fékk einum betur og endaði í 101 laxi. Hollið þar á eftir var með 92 laxa og hollið sem er að klára veiðar á hádegi á morgun gæti teygt sig í 100 laxa ef morgunvaktin á morgun verður jafn góð og undanfarna morgna. Það var þó heldur róleg taka í morgun í blíðviðrinu sem er þessa stundina á Mýrunum en engu að síður komu 17 laxar á land. Önnur stöngin sem átti Strengina og Breiðuna í morgun setti í og spilaði 10 laxa en landaði ekki nema einum sem segir okkur það sem við höfum heyrt víða að takan sé grönn í þessum skilyrðum. Laxinn er hægt og rólega að koma sér fyrir ofar í ánni en Fjallið eins og svæðið er nefnt fyrir ofan Sveðjufoss er þó ekki komið inní skiptingar ennþá nema Bjargstrengur en annað er frísvæði. Það hafa þó veiðst laxar á Fjallinu og í gegnum teljarann við Sveðjufoss eru gengnir hátt í 200 laxar sem er nokkuð gott fyrir árstíma. Langmest veiðist á smáflugur í stæðrum 16-18# og hitch. Það á að þykkna upp á morgun m eð vætu í nokkra daga en það er mikið beðið eftir því að dragi fyrir sólu og þá má reikna með að takan fari heldur betur í gang.
Mest lesið Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 60 laxar síðustu 12 tímana í Stóru Laxá Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði