NBA-stjarna Grikkja ætlar að spila á móti Íslandi á EM og bróðir hans líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2017 11:00 Giannis Antetokounmpo. Vísir/Getty NBA stórstjarnan Giannis Antetokounmpo verður með gríska landsliðinu á Evrópumótinu í körfubolta í haust en Grikkland er með Íslandi í riðli sem verður allur spilaður í Helsinki. Antetokounmpo er í sextán manna hópi Grikkja sem var tilkynntur í gær. Kostas Missas er nýtekinn við sem þjálfari liðsins og hann sannfærði gríska undrið um að spila fyrir sig á Evrópumótinu sem hefst í lok ágúst. Giannis Antetokounmpo hefur bætt sig mikið á hverju ári síðan að hann kom til Milwaukee Bucks og var í vetur valinn sá leikmaður í NBA-deildinni sem bætti sinn leik mest milli tímabila. Antetokounmpo er ekki bara besti leikmaður Milwaukee Bucks heldur er hann kominn í hóp með bestu leikmönnum NBA-deildarinnar. Giannis var með 22,9 stig, 8,7 fráköst, 5,4 stoðsendingar, 1,9 varið skot og 1,6 stolinn bolta að meðaltali í leik með Buck 2016-17. Giannis verður ekki sá eini í fjölskyldu sinni sem spilar með Grikkjum á EM því eldri bróðir hans, Thanasis Antetokounmpo, er einnig í EM-hópnum. Thanasis er tveimur árum eldri og spilar með Panathinaikos á næstu leiktíð en hann var valinn af New York Knicks í nýliðavalinu 2014. Ísland mætir einmitt Grikklandi í fyrsta leik og verkefnið varð nú ekkert auðveldara þegar ljóst var að Giannis Antetokounmpo yrði með gríska liðinu. Eina stóra nafnið sem vantar í gríska liðið á EM í ár er Kostas Koufos, miðherji Sacramento Kings, sem er að reyna að ná sér góðum af meiðslum á hendi.Hér má sjá lista yfir allan hópinn og umfjöllum um valið. EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
NBA stórstjarnan Giannis Antetokounmpo verður með gríska landsliðinu á Evrópumótinu í körfubolta í haust en Grikkland er með Íslandi í riðli sem verður allur spilaður í Helsinki. Antetokounmpo er í sextán manna hópi Grikkja sem var tilkynntur í gær. Kostas Missas er nýtekinn við sem þjálfari liðsins og hann sannfærði gríska undrið um að spila fyrir sig á Evrópumótinu sem hefst í lok ágúst. Giannis Antetokounmpo hefur bætt sig mikið á hverju ári síðan að hann kom til Milwaukee Bucks og var í vetur valinn sá leikmaður í NBA-deildinni sem bætti sinn leik mest milli tímabila. Antetokounmpo er ekki bara besti leikmaður Milwaukee Bucks heldur er hann kominn í hóp með bestu leikmönnum NBA-deildarinnar. Giannis var með 22,9 stig, 8,7 fráköst, 5,4 stoðsendingar, 1,9 varið skot og 1,6 stolinn bolta að meðaltali í leik með Buck 2016-17. Giannis verður ekki sá eini í fjölskyldu sinni sem spilar með Grikkjum á EM því eldri bróðir hans, Thanasis Antetokounmpo, er einnig í EM-hópnum. Thanasis er tveimur árum eldri og spilar með Panathinaikos á næstu leiktíð en hann var valinn af New York Knicks í nýliðavalinu 2014. Ísland mætir einmitt Grikklandi í fyrsta leik og verkefnið varð nú ekkert auðveldara þegar ljóst var að Giannis Antetokounmpo yrði með gríska liðinu. Eina stóra nafnið sem vantar í gríska liðið á EM í ár er Kostas Koufos, miðherji Sacramento Kings, sem er að reyna að ná sér góðum af meiðslum á hendi.Hér má sjá lista yfir allan hópinn og umfjöllum um valið.
EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira