Breiðablik er í sjöunda sæti Pepsi-deildar karla og hefur ekki unnið deildarleik í meira en mánuð. Staðan væri hinsvegar allt önnur ef leikirnir hefðu klárast í hálfleik.
Blikar voru enn á ný yfir í hálfleik á móti ÍBV um helgina en misstu leikinn niður í jafntefli í seinni hálfleik.
Breiðabliksliðið hefur sex sinnum verið yfir í hálfleik í fyrstu ellefu leikjum sínum og aðeins tvisvar sinnum hafa Blikarnir gengið til hálfleiks þar sem þeir hafa verið undir eftir fyrstu 45 mínúturnar.
Síðan að Milos Milojevic tók við Blikaliðinu er markatala Blikaliðsins +6 (7-1) á fyrsta hálftíma leikjanna en aftur á móti -6 (2-8) síðasta klukkutímann. Hér er gríðarlegur munur.
Það er spurning hvort að Blikar séu ekki í nógu góðri æfingu til að halda út leikina eða hvort að skýringarnar liggi annarsstaðar.
Allt aðra sögu er hinsvegar að segja af gömlu lærisveinum Milos Milojevic í Víkinni. Reykjavíkur-Víkingar væri nefnilega neðstir í deildinni ef leikirnir hefðu verið flautaðir af í hálfleik.
Grindvíkingar, sem eru við hlið Vals á toppi deildarinnar, hafa einnig náð að hækka sig talsvert í töflunni með góðum leik í seinni hálfleik.
Fjölnismenn, sem eru á botni Pepsi-deildarinnar, væri um miðja deild ef leikirnir hefðu verið flautaðir af í hálfleik, og það þrátt fyrir að Fjölnismenn hafa spilað leik færri en flest lið og tveimur leikjum færra en Breiðablik og FH.
Hér fyrir neðan má sjá tölfræði um frammistöðu liðanna tólf í fyrri hálfleik.
Stig liða í Pepsi-deild karla ef leikirnir hefði klárast við hálfleiksflautið:
1. Breiðablik 21 stig (Eru í 7. sæti)
2. FH 17 stig (3. sæti)
3. KA 16 stig (6. sæti)
4. Valur 15 stig (1. sæti)
5. Stjarnan 13 stig (4. sæti)
6. Fjölnir 13 stig (12. sæti)
7. ÍBV 12 stig (9. sæti)
8. Grindavík 12 stig (2. sæti)
9. KR 11 stig (8. sæti)
10. ÍA 11 stig (11. sæti)
11. Víkingur Ó. 9 stig (10. sæti)
12. Víkingur R. 6 stig (5. sæti)
Mörk liða í Pepsi-deild karla í fyrri hálfleik:
1. Stjarnan 9 mörk
2. ÍA 8 mörk
2. Breiðablik 8 mörk (11 leikir)
2. KA 8 mörk
5. FH 7 mörk (11 leikir)
5. Valur 7 mörk
7. Grindavík 6 mörk
8. Fjölnir 5 mörk (9 leikir)
8.ÍBv 5 mörk
8.KR 5 mörk (9 leikir)
11. Víkingur Ó. 3 mörk
12. Víkingur R. 2 mörk
Markatala liða í Pepsi-deild karla í fyrri hálfleik:
1. Breiðablik +4
2. KA +3
3. FH +2
3. Valur +2
3. Stjarnan +2
3. Grindavík +2
7. Fjölnir +1
8. KR -1
9. ÍA -2
10. Víkingur Ó. -3
11. ÍBV -5
11. Víkingur R. -5
Blikar væru á toppnum ef það væri flautað af í hálfleik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
