Segir jafnrétti milli karla og kvenna í íslenska boltanum: „Það má læra margt af Íslandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2017 09:30 Gemma Fay er ánægð með dvölina á Íslandi. vísir/eyþór Skoski landsliðsmarkvörðurinn Gemma Fay, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, kveðst virkilega ánægð með íslenska boltann, jafnréttið sem í honum ríkir og ákvörðun sína að koma hingað og spila. Þessi 35 ára gamli reynslubolti segir frá þessu í ítarlegu viðtali við The Guardian þar sem hún ræðir íslenska boltann og EM í Hollandi sem hefst eftir nokkra daga. Fay meiddist illa í byrjun árs og missti þá byrjunarliðssæti sitt hjá Gasgow City. Hún óttaðist það versta sem var að missa einnig sæti sitt í skoska byrjunarliðinu rétt fyrir EM 2017. Hún ákvað þá að gera eitthvað öðruvísi til að koma sér aftur í gang. Fay pakkaði niður í tösku og hélt til Íslands. Sú skoska hefur vissulega ekki kveikt í Pepsi-deild kvenna og missti sæti sitt hjá Stjörnunni líka um tíma en mun samt sem áður leiða skoska landsliðið út á völlinn á EM. „Ég kom út úr þessum meiðslum sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég skipti um félag og hef öðlast meiri reynslu sem hefur verið jákvæð. Þessi skipti hafa hjálpað mér að þroskast sem persóna líka. Það kemur alltaf eitthvað gott úr því slæma,“ segir Fay. Markvörðurinn var búin að spila á Bretlandseyjum allan sinn feril áður en hún samdi við Stjörnuna en Fay var búin að vera í Skotlandi frá árinu 2007. Að spila í nýrri deild gaf henni tækifæri á að upplifa nýja hluti. „Þetta er búið að vera frábært fyrir mig því leikmenn í íslensku deildinni er mjög líkamlega sterkir. Leikstíllinn er öðruvísi og stuðningurinn frábær. Það má læra margt af Íslandi,“ segir Fay sem er ánægð með jafnréttið sem ríkir í íslenska fótboltanum. „Það er frábært hvernig Ísland sér um kvennafótboltann. Öll bæjarfélög eru með lið og allir krakkarnir í bænum spila fyrir það lið. Jafnrétti ríkir á milli karla og kvenna. Aðstæðurnar eru frábærar og stuðningurinn líka. Það má læra margt af því sem er gert hérna,“ segir Gemma Fay. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Skoski landsliðsmarkvörðurinn Gemma Fay, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, kveðst virkilega ánægð með íslenska boltann, jafnréttið sem í honum ríkir og ákvörðun sína að koma hingað og spila. Þessi 35 ára gamli reynslubolti segir frá þessu í ítarlegu viðtali við The Guardian þar sem hún ræðir íslenska boltann og EM í Hollandi sem hefst eftir nokkra daga. Fay meiddist illa í byrjun árs og missti þá byrjunarliðssæti sitt hjá Gasgow City. Hún óttaðist það versta sem var að missa einnig sæti sitt í skoska byrjunarliðinu rétt fyrir EM 2017. Hún ákvað þá að gera eitthvað öðruvísi til að koma sér aftur í gang. Fay pakkaði niður í tösku og hélt til Íslands. Sú skoska hefur vissulega ekki kveikt í Pepsi-deild kvenna og missti sæti sitt hjá Stjörnunni líka um tíma en mun samt sem áður leiða skoska landsliðið út á völlinn á EM. „Ég kom út úr þessum meiðslum sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég skipti um félag og hef öðlast meiri reynslu sem hefur verið jákvæð. Þessi skipti hafa hjálpað mér að þroskast sem persóna líka. Það kemur alltaf eitthvað gott úr því slæma,“ segir Fay. Markvörðurinn var búin að spila á Bretlandseyjum allan sinn feril áður en hún samdi við Stjörnuna en Fay var búin að vera í Skotlandi frá árinu 2007. Að spila í nýrri deild gaf henni tækifæri á að upplifa nýja hluti. „Þetta er búið að vera frábært fyrir mig því leikmenn í íslensku deildinni er mjög líkamlega sterkir. Leikstíllinn er öðruvísi og stuðningurinn frábær. Það má læra margt af Íslandi,“ segir Fay sem er ánægð með jafnréttið sem ríkir í íslenska fótboltanum. „Það er frábært hvernig Ísland sér um kvennafótboltann. Öll bæjarfélög eru með lið og allir krakkarnir í bænum spila fyrir það lið. Jafnrétti ríkir á milli karla og kvenna. Aðstæðurnar eru frábærar og stuðningurinn líka. Það má læra margt af því sem er gert hérna,“ segir Gemma Fay.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira