KR er búið að bæta við sig dönskum sóknarmanni að nafni André Bjerregaard sem kemur til liðsins frá AC Horsens í Danmörku. Danska félagið tilkynnir á vef sínum að það er búið að selja framherjann til Íslands.
Bjerregaard hefur leikið með Horsens undanfarin sjö ár en á síðustu leiktíð spilaði hann 36 leiki, skoraði fimm mörk og átti átta stoðsendingar er liðið hélt sér uppi í gegnum fallumspil.
Hann er 25 ára gamall og hefur verið samherji Kjartans Henry Finnbogasonar hjá Horsens síðan íslenski landsliðsmaðurinn gekk í raðir danska félagið.
„Við höfum verið mjög ánægðir með að hafa André í okkar röðum en erum ánægðir einnig að hann fái tækifæri til að hefja nýjan kafla á Íslandi,“ segir Bo Henriksen, þjálfari Horsens, sem spilaði hér á landi með Fram, Val og ÍBV.
KR er í áttunda sæti Pepsi-deildarinnar með ellefu stig en á tvo leiki eftir í fyrri umferðinni. Liðið er aðeins búið að skora þrettán mörk en vonandi fyrir það getur André hjálpað til við það.
KR ferðast til Ísrael í dag þar sem það mætir Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni á fimmtudaginn en næst mætir það Stjörnunni á útivelli í Pepsi-deildinni á sunnudaginn þar sem André Bjerregaard verður löglegur.
KR fær danskan framherja

Mest lesið



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Svona var þing KKÍ
Körfubolti

Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


„Þetta var góður gluggi fyrir marga“
Handbolti
