Vonbrigði Magnús Guðmundsson skrifar 10. júlí 2017 07:30 Við lifum á tímum afþreyingar við hvert fótmál. Tæknibylting síðustu ára hefur margfaldað aðgengi okkar að leiknu sjónvarpsefni og af því leiðir að í framleiðslu á slíku efni er fólgið gríðarlegt sóknarfæri. Sóknarfæri sem getur nýst íslensku menningar- og atvinnulífi en þá þurfa þeir sem fara með þessi málefni á vegum hins opinbera að átta sig á möguleikunum og haga fjárfestingum í samræmi við þessa þróun. Kvikmyndasjóður, sem er á forræði Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, hefur það hlutverk að fjárfesta í þessum iðnaði en virðist engan veginn hafa náð að fylgja þessari þróun. Sjóðnum hefur hvorki tekist að vaxa í samræmi við sóknarfærin í greininni, né í samræmi við sambærilega sjóði sem hafa á sama tíma meira en tvöfaldað sitt ráðstöfunarfé. Þá er hlutfall úthlutana úr sjóðnum til leikins sjónvarpsefnis furðu lágt, eða aðeins 18 prósent, sem er í engu samræmi við þróunina innan þessa geira. Í Fréttablaðinu á fimmtudag var greint frá því að sjónvarpsþættirnir Ófærð 2 hefðu fengið vilyrði frá Kvikmyndasjóði fyrir 60 milljóna króna styrk þrátt fyrir að aðeins fjórum af tíu handritum væri lokið sem brýtur augljóslega gegn úthlutunarreglum sjóðsins. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, segir engu að síður m.a. um þetta: „Ég held ekki að reglur hafi verið brotnar. Við erum alltaf að meta verkefni sem er talið hæfast hverju sinni. Það eru vonsviknir aðilar sem fengu ekki styrki í ár sem hafa væntanlega komið að þessum ábendingum.“ Þessir aðilar sem Laufey gefur sér að séu vonsviknir eiga samkvæmt þessu að sætta sig við að reglurnar séu sveigðar og beygðar eftir hentugleika. Slíkt gengur auðvitað ekki við úthlutanir úr opinberum sjóði þar sem lögum samkvæmt allir eiga að sitja við sama borð. Og aðdróttanir um að gagnrýni á þessi vinnubrögð snúist um persónuleg vonbrigði eru auðvitað ekki í lagi. Framleiðsla á leiknu íslensku sjónvarpsefni er að miklu leyti kostuð með erlendum fjárfestingum, t.d. frá efnisveitum og sjónvarpsstöðvum sem vilja tryggja sér sýningarréttinn. Til þess að sækja þetta fé er grundvallaratriði fyrir viðkomandi framleiðanda að hafa vilyrði fyrir stuðningi Kvikmyndasjóðs, þó svo að það sé langt frá því að vera meirihluti framleiðslukostnaðar, auk þess að geta staðið við skiladagsetningar á viðkomandi efni. Ítrekaðar frestanir á vilyrðum af hálfu sjóðsins geta því haft verulega skaðleg áhrif fyrir viðkomandi framleiðanda og þar með einnig íslenska kvikmyndagerð. Það eru mikil vonbrigði. Ef íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð á að halda áfram að dafna þurfa stjórnvöld að taka starfshætti Kvikmyndasjóðs til róttækrar endurskoðunar. Framleiðendur verða að geta treyst því að þar sitji allir við sama borð og sjóðurinn þarf að marka sér skýra stefnu í samræmi við þróun á mörkuðum. Síðast en ekki síst þarf sjóðurinn að vaxa í samræmi við sóknarfærin, því hver króna sem frá honum fer hefur skilað sér tvöfalt til baka. Kvikmyndasjóður er fjárfestingarsjóður sem þarf að stjórna af fagmennsku og sanngirni.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Við lifum á tímum afþreyingar við hvert fótmál. Tæknibylting síðustu ára hefur margfaldað aðgengi okkar að leiknu sjónvarpsefni og af því leiðir að í framleiðslu á slíku efni er fólgið gríðarlegt sóknarfæri. Sóknarfæri sem getur nýst íslensku menningar- og atvinnulífi en þá þurfa þeir sem fara með þessi málefni á vegum hins opinbera að átta sig á möguleikunum og haga fjárfestingum í samræmi við þessa þróun. Kvikmyndasjóður, sem er á forræði Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, hefur það hlutverk að fjárfesta í þessum iðnaði en virðist engan veginn hafa náð að fylgja þessari þróun. Sjóðnum hefur hvorki tekist að vaxa í samræmi við sóknarfærin í greininni, né í samræmi við sambærilega sjóði sem hafa á sama tíma meira en tvöfaldað sitt ráðstöfunarfé. Þá er hlutfall úthlutana úr sjóðnum til leikins sjónvarpsefnis furðu lágt, eða aðeins 18 prósent, sem er í engu samræmi við þróunina innan þessa geira. Í Fréttablaðinu á fimmtudag var greint frá því að sjónvarpsþættirnir Ófærð 2 hefðu fengið vilyrði frá Kvikmyndasjóði fyrir 60 milljóna króna styrk þrátt fyrir að aðeins fjórum af tíu handritum væri lokið sem brýtur augljóslega gegn úthlutunarreglum sjóðsins. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, segir engu að síður m.a. um þetta: „Ég held ekki að reglur hafi verið brotnar. Við erum alltaf að meta verkefni sem er talið hæfast hverju sinni. Það eru vonsviknir aðilar sem fengu ekki styrki í ár sem hafa væntanlega komið að þessum ábendingum.“ Þessir aðilar sem Laufey gefur sér að séu vonsviknir eiga samkvæmt þessu að sætta sig við að reglurnar séu sveigðar og beygðar eftir hentugleika. Slíkt gengur auðvitað ekki við úthlutanir úr opinberum sjóði þar sem lögum samkvæmt allir eiga að sitja við sama borð. Og aðdróttanir um að gagnrýni á þessi vinnubrögð snúist um persónuleg vonbrigði eru auðvitað ekki í lagi. Framleiðsla á leiknu íslensku sjónvarpsefni er að miklu leyti kostuð með erlendum fjárfestingum, t.d. frá efnisveitum og sjónvarpsstöðvum sem vilja tryggja sér sýningarréttinn. Til þess að sækja þetta fé er grundvallaratriði fyrir viðkomandi framleiðanda að hafa vilyrði fyrir stuðningi Kvikmyndasjóðs, þó svo að það sé langt frá því að vera meirihluti framleiðslukostnaðar, auk þess að geta staðið við skiladagsetningar á viðkomandi efni. Ítrekaðar frestanir á vilyrðum af hálfu sjóðsins geta því haft verulega skaðleg áhrif fyrir viðkomandi framleiðanda og þar með einnig íslenska kvikmyndagerð. Það eru mikil vonbrigði. Ef íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð á að halda áfram að dafna þurfa stjórnvöld að taka starfshætti Kvikmyndasjóðs til róttækrar endurskoðunar. Framleiðendur verða að geta treyst því að þar sitji allir við sama borð og sjóðurinn þarf að marka sér skýra stefnu í samræmi við þróun á mörkuðum. Síðast en ekki síst þarf sjóðurinn að vaxa í samræmi við sóknarfærin, því hver króna sem frá honum fer hefur skilað sér tvöfalt til baka. Kvikmyndasjóður er fjárfestingarsjóður sem þarf að stjórna af fagmennsku og sanngirni.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júlí.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun