Gamla markið er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla.
Sigurbjörn Hreiðarsson var gestur Guðmundar Benediktssonar og Reynis Leóssonar í þætti gærkvöldsins og hann skoraði einmitt gamla markið.
Markið kom í 0-3 sigri Vals á Þrótti fyrir nákvæmlega 19 árum síðar. Þetta var eitt af 34 mörkum Sigurbjörns fyrir Val í efstu deild. Hann er leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild með 240 leiki.
Sigurbjörn hefur verið aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar hjá Val undanfarin þrjú ár.
Gamla markið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Teigurinn: Sigurbjörn skoraði Gamla markið
Tengdar fréttir

Teigurinn: Þvílíka gullið sem fer í Hafnarfjörðinn ef FH kemst áfram
Á miðvikudaginn mæta Íslandsmeistarar FH Maribor frá Slóveníu í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Teigurinn: Fylkir og Keflavík verða að fara upp
Það er mikil spenna í Inkasso-deildinni í fótbolta.