Austurríki í undanúrslit á sínu fyrsta stórmóti 30. júlí 2017 18:30 Verena Aschauer í leiknum í dag. Vísir/Getty Austurríki er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í knattspyrnu kvenna eftir að hafa slegið út Spánverja í vítaspyrnukeppni í Willem í dag. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma, en Spánn var mun sterkari aðilinn. Þær voru meira með boltann og áttu fleiri skot, en náðu ekki að skora. Í framlengingunni leit heldur ekkert mark dagsins ljós og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem úrslitin réðust. Austurríki skoraði úr öllum sínum spyrnum á meðan Silvia Meseguer klúðraði víti fyrir Spán og Austurríki þar með komið í undanúrslit þar sem liðið mætir Danmörku. Þetta er fyrsta stórmót Austurríkis og árangurinn glæsilegur. EM 2017 í Hollandi
Austurríki er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í knattspyrnu kvenna eftir að hafa slegið út Spánverja í vítaspyrnukeppni í Willem í dag. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma, en Spánn var mun sterkari aðilinn. Þær voru meira með boltann og áttu fleiri skot, en náðu ekki að skora. Í framlengingunni leit heldur ekkert mark dagsins ljós og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem úrslitin réðust. Austurríki skoraði úr öllum sínum spyrnum á meðan Silvia Meseguer klúðraði víti fyrir Spán og Austurríki þar með komið í undanúrslit þar sem liðið mætir Danmörku. Þetta er fyrsta stórmót Austurríkis og árangurinn glæsilegur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti