Sport

Forseti Invicta: Sunna getur farið á toppinn

Sunna Rannveig Davíðsdóttir er á uppleið í MMA-heiminum.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir er á uppleið í MMA-heiminum.
Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir hefur slegið í gegn hjá Invicta FC bardagasambandinu eftir að hafa unnið fyrstu þrjá bardaga sína sem atvinnumaður í MMA.

Invicta er næststærsta kvennabardagasamband í Bandaríkjunum en aðeins UFC er stærra.

Sjá einnig: Haraldur: UFC veit af Sunnu

Sunna hafði síðast betur gegn Kelly D'Angelo fyrir tæpum tveimur vikum. Sigur hennar var afar sannfærandi þrátt fyrir að dómaraúrskurð hafði þurft til en D'Angelo var ósigruð á ferlinum þar til að hún mætti Sunnu.

Fjallað er um Sunnu á vef Invicta og rifjað upp að árið 2015 varð hún Evrópumeistari áhugamanna.

„Sunna heldur áfram að gefa góða mynd af sér með frammistöðu sinni hjá Invicta,“ sagði Shannon Knapp, forseti Invicta.

„Ég held að keppendur í strávigtinni þurfi að gefa henni sérstakan gaum. Hún hefur hæfileikana og viljann til að komast á toppinn. Ég hlakka til að halda áfram að fylgjast með ferli hennar vaxa og dafna.“

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×