Gústi Gylfa: Fúlt að fá ekki víti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júlí 2017 22:41 Ágúst Gylfason var þungur á brún í kvöld. vísir/ernir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var að vonum ekki sáttur með 2-0 tap sinna manna gegn KR í Pepsi deildinni í kvöld. Liðin áttust við á Alvogenvellinum í Vesturbænum, en leikurinn var hluti af 10. umferð deildarinnar og átti hann upphaflega að fara fram í byrjun mánaðarins. „Það er súrt að tapa, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga fyrstu færin, og hugsanlega átt að fá víti, fúlt að vera ekki búnir að skora. Eftir það þá gengu KR-ingar á lagið og voru betri það sem eftir lifir leiks í rauninni.“ „Ég sá það ekki nógu vel, en það voru fullt af augum sem sáu það og vildu fá víti. Frekar fúlt að hafa ekki fengið það, en það er erfitt að biðja um eitthvað,“ sagði Ágúst, aðspurður um atvik sem átti sér stað á 12. mínútu leiksins þegar Gunnar Þór Gunnarsson virðist brjóta á Marcus Solberg Mathiasen inni í eigin vítateig. Heilt yfir vildi Ágúst þó ekki meina að frammistaða sinna manna hafi verið alslæm, „Það var mikil barátta og við hlupum mikið, sérstaklega í 35 mínútur. Þá var rosalega mikill kraftur í okkur og KR-ingar lentu í töluverðum vandræðum. Eftir það, þegar KR náðu sínu spili, þá opnaðist þetta. Mörkin sem þeir skora eru fyrir utan teig og kannski smá heppnisstimpill yfir þeim. Þeir fengu eitthvað af færum en við fengum líka fullt af færum. “ Serbinn Igor Taskovic kom til Fjölnis í janúar, en hefur nú yfirgefið herbúðir félagsins. „Já, hann er farinn frá okkur allavega og er að leita sér, eða hugsanlega að fara heim. No comment með það,“ sagði Ágúst aðspurður hver staðan væri á málum Taskovic. Fjölnir mætir í Kópavoginn í heimsókn til Blika í næstu umferð. Sá leikur fer fram á mánudagskvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, en þau eru jöfn að stigum ásamt Víkingi Reykjavík og KA í 6.-9. sæti. „Við þurfum að hugsa aðeins út í þennan, hvað fór úrskeiðis í dag. Það er stutt í næsta leik. Þetta var frestaður leikur sem við hefðum viljað fá meira úr, en það er bara næsti leikur.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Fjölnir 2-0 | KR-ingar upp í 5. sætið | Sjáðu mörkin KR vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði Fjölni að velli í Vesturbænum í kvöld. 27. júlí 2017 22:30 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var að vonum ekki sáttur með 2-0 tap sinna manna gegn KR í Pepsi deildinni í kvöld. Liðin áttust við á Alvogenvellinum í Vesturbænum, en leikurinn var hluti af 10. umferð deildarinnar og átti hann upphaflega að fara fram í byrjun mánaðarins. „Það er súrt að tapa, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga fyrstu færin, og hugsanlega átt að fá víti, fúlt að vera ekki búnir að skora. Eftir það þá gengu KR-ingar á lagið og voru betri það sem eftir lifir leiks í rauninni.“ „Ég sá það ekki nógu vel, en það voru fullt af augum sem sáu það og vildu fá víti. Frekar fúlt að hafa ekki fengið það, en það er erfitt að biðja um eitthvað,“ sagði Ágúst, aðspurður um atvik sem átti sér stað á 12. mínútu leiksins þegar Gunnar Þór Gunnarsson virðist brjóta á Marcus Solberg Mathiasen inni í eigin vítateig. Heilt yfir vildi Ágúst þó ekki meina að frammistaða sinna manna hafi verið alslæm, „Það var mikil barátta og við hlupum mikið, sérstaklega í 35 mínútur. Þá var rosalega mikill kraftur í okkur og KR-ingar lentu í töluverðum vandræðum. Eftir það, þegar KR náðu sínu spili, þá opnaðist þetta. Mörkin sem þeir skora eru fyrir utan teig og kannski smá heppnisstimpill yfir þeim. Þeir fengu eitthvað af færum en við fengum líka fullt af færum. “ Serbinn Igor Taskovic kom til Fjölnis í janúar, en hefur nú yfirgefið herbúðir félagsins. „Já, hann er farinn frá okkur allavega og er að leita sér, eða hugsanlega að fara heim. No comment með það,“ sagði Ágúst aðspurður hver staðan væri á málum Taskovic. Fjölnir mætir í Kópavoginn í heimsókn til Blika í næstu umferð. Sá leikur fer fram á mánudagskvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, en þau eru jöfn að stigum ásamt Víkingi Reykjavík og KA í 6.-9. sæti. „Við þurfum að hugsa aðeins út í þennan, hvað fór úrskeiðis í dag. Það er stutt í næsta leik. Þetta var frestaður leikur sem við hefðum viljað fá meira úr, en það er bara næsti leikur.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Fjölnir 2-0 | KR-ingar upp í 5. sætið | Sjáðu mörkin KR vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði Fjölni að velli í Vesturbænum í kvöld. 27. júlí 2017 22:30 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fjölnir 2-0 | KR-ingar upp í 5. sætið | Sjáðu mörkin KR vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði Fjölni að velli í Vesturbænum í kvöld. 27. júlí 2017 22:30