Þrefaldur skolli skemmdi fyrir annars góðum hring Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2017 12:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. visir/getty Þrefaldur skolli á þrettándu holu setti strik í reikninginn hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á fyrsta keppnisdegi opna skoska meistaramótsins. Ólafía Þórunn spilaði á einu höggi yfir pari alls og spilaði heilt yfir mjög vel. Hún fékk fjóra fugla, tvo skolla en það skemmdi fyrir að hún spilaði þrettándu holu vallarins á þremur höggum yfir pari. Fyrir það hafði hún verið á meðal tíu efstu en var í 37.-56. sæti á einu höggum yfir pari þegar hún lauk keppni. Margir keppendur eiga þó enn eftir að klára sína hringi í dag. Ólafía lét þó sprengjuna á þrettándu holu ekki á sig fá og svaraði fyrir sig með því að fá fugl á fjórtándu. Hún paraði svo næstu þrjár holur en fékk fugl á átjándu og síðustu holur vallarins. Ólafía á rástíma klukkan 13.15 á morgun og verður fylst með gangi mála í beinni textalýsingu á Vísi. Bein útsending hefst frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 13.00.
Þrefaldur skolli á þrettándu holu setti strik í reikninginn hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á fyrsta keppnisdegi opna skoska meistaramótsins. Ólafía Þórunn spilaði á einu höggi yfir pari alls og spilaði heilt yfir mjög vel. Hún fékk fjóra fugla, tvo skolla en það skemmdi fyrir að hún spilaði þrettándu holu vallarins á þremur höggum yfir pari. Fyrir það hafði hún verið á meðal tíu efstu en var í 37.-56. sæti á einu höggum yfir pari þegar hún lauk keppni. Margir keppendur eiga þó enn eftir að klára sína hringi í dag. Ólafía lét þó sprengjuna á þrettándu holu ekki á sig fá og svaraði fyrir sig með því að fá fugl á fjórtándu. Hún paraði svo næstu þrjár holur en fékk fugl á átjándu og síðustu holur vallarins. Ólafía á rástíma klukkan 13.15 á morgun og verður fylst með gangi mála í beinni textalýsingu á Vísi. Bein útsending hefst frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 13.00.
Golf Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira