Guðjón Baldvins: Skoðaði það í vetur hvað hann væri að gera vitlaust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2017 19:15 Stjarnan og ÍBV mætast á morgun í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta en hlutskipti liðanna hefur verið ólíkt í sumar í Pepsi-deildinni. Stjörnumenn unnu stórsigur á ÍBV í annarri umferð en nú fá Eyjamenn tækifæri til að hefna. Hörður Magnússon hitti Stjörnumanninn Guðjón Baldvinsson og ræddi við hann um þennan bikarleik á morgun í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Guðjón verður eflaust í stóru hlutverki hjá Garðbæingum. „Ég held að það hafi sýnt sig í fortíðinni að fyrri úrslit skipti engu máli því það getur allt gerst í deildinni og þá bikarnum sérstaklega.Við verðum bara að mæta ákveðnir til leiks. Þetta er nýr leikur og ný tækifæri fyrir alla,“ sagði Guðjón Baldvinsson. Guðjón skoraði sigurmark Stjörnunnar á móti KR í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins og tryggði sínu liði þar sem sæti í undanúrslitaleiknum. Hann hefur skorað átta mörk í níu leikjum í Pepsi-deildinni. „Þegar ég var kannski gagnrýndur í fyrrasumar þá var enginn að gagnrýna mig jafnmikið og ég sjálfur. Mig langar alltaf að skora mörk og til þess er ég í þessu. Ég elska að skora mörk,“ sagði Guðjón en hann skoraði aðeins 6 mörk í 21 deildar- og bikarleik síðasta sumar. Nú eru mörkin hans orðin 9 í 12 leikjum „Ég fór aðeins að skoða hvað ég væri að gera vitlaust sem orsakaði það að ég skoraði ekki mörk. Var ég að vinna of mikið eða hlaupa vitlaust? Þegar ég mat þetta hjá mér í vetur þá finnst mér að mér hafi tekist að stilla mig inná línu sem er milli þess að hjálpa liðinu með baráttu en um leið að ná líka að skapa færi og skora mörk,“ sagði Guðjón. „Flestir leikmenn og þá senterar sérstaklega vilja fá traustið þannig að þeir geti bara spilað án þess að vera hugsa um hvort þeir séu í liðinu eða ekki. Maður verður bara að fá að spila sinn leik og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Guðjón, Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Stjarnan og ÍBV mætast á morgun í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta en hlutskipti liðanna hefur verið ólíkt í sumar í Pepsi-deildinni. Stjörnumenn unnu stórsigur á ÍBV í annarri umferð en nú fá Eyjamenn tækifæri til að hefna. Hörður Magnússon hitti Stjörnumanninn Guðjón Baldvinsson og ræddi við hann um þennan bikarleik á morgun í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Guðjón verður eflaust í stóru hlutverki hjá Garðbæingum. „Ég held að það hafi sýnt sig í fortíðinni að fyrri úrslit skipti engu máli því það getur allt gerst í deildinni og þá bikarnum sérstaklega.Við verðum bara að mæta ákveðnir til leiks. Þetta er nýr leikur og ný tækifæri fyrir alla,“ sagði Guðjón Baldvinsson. Guðjón skoraði sigurmark Stjörnunnar á móti KR í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins og tryggði sínu liði þar sem sæti í undanúrslitaleiknum. Hann hefur skorað átta mörk í níu leikjum í Pepsi-deildinni. „Þegar ég var kannski gagnrýndur í fyrrasumar þá var enginn að gagnrýna mig jafnmikið og ég sjálfur. Mig langar alltaf að skora mörk og til þess er ég í þessu. Ég elska að skora mörk,“ sagði Guðjón en hann skoraði aðeins 6 mörk í 21 deildar- og bikarleik síðasta sumar. Nú eru mörkin hans orðin 9 í 12 leikjum „Ég fór aðeins að skoða hvað ég væri að gera vitlaust sem orsakaði það að ég skoraði ekki mörk. Var ég að vinna of mikið eða hlaupa vitlaust? Þegar ég mat þetta hjá mér í vetur þá finnst mér að mér hafi tekist að stilla mig inná línu sem er milli þess að hjálpa liðinu með baráttu en um leið að ná líka að skapa færi og skora mörk,“ sagði Guðjón. „Flestir leikmenn og þá senterar sérstaklega vilja fá traustið þannig að þeir geti bara spilað án þess að vera hugsa um hvort þeir séu í liðinu eða ekki. Maður verður bara að fá að spila sinn leik og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Guðjón, Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira