Frakkland fer áfram eftir jafntefli gegn Sviss Elías Orri Njarðarson skrifar 26. júlí 2017 20:45 Frakkar að fagna jöfnunarmarkinu. vísir/getty Í hinum leik kvöldsins í C-riðli, á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Hollandi, skildu Sviss og Frakkland jöfn 1-1. Sviss stillti upp frekar varnarsinnuðu byrjunarliði og lágu töluvert til baka á upphafsmínútum leiksins en Frakkar voru meira með boltann og sóttu á vörn Sviss. Það dró svo til tíðinda eftir 17 mínútna leik þegar Eva Perisset, leikmaður Frakklands, að líta rauða spjaldið eftir að hafa brotið á Ramonu Bachmann er hún var við það að sleppa í gegn um vörn Sviss. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Ana Crnogorčević Sviss yfir í leiknum eftir að hafa skallað boltann í markið eftir sendingu frá Martinu Moser. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleiknum og Sviss fór því með gott forskot inn í þann síðari. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, Frakkar meira með boltann og Sviss að verjast. Bæði lið fengu nokkur færi en hvorugu liðanna náði að koma boltanum í netið. Það var svo ekki fyrr en á 76. mínútu þegar Frakkar fengu aukaspyrnu sem að Camille Abily tók. Hún spyrnti á markið og Gaelle Thalmann, markvörður Sviss, gerði sig seka um slæm mistök þegar að hún missti boltann í gegnum sig og inn í markið. Frakkar búnir að jafna. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og 1-1 jafntefli niðurstaðan, sem þýðir að Frakkland tekur annað sæti í riðlinum og fer áfram í 8-liða úrslitin. EM 2017 í Hollandi
Í hinum leik kvöldsins í C-riðli, á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Hollandi, skildu Sviss og Frakkland jöfn 1-1. Sviss stillti upp frekar varnarsinnuðu byrjunarliði og lágu töluvert til baka á upphafsmínútum leiksins en Frakkar voru meira með boltann og sóttu á vörn Sviss. Það dró svo til tíðinda eftir 17 mínútna leik þegar Eva Perisset, leikmaður Frakklands, að líta rauða spjaldið eftir að hafa brotið á Ramonu Bachmann er hún var við það að sleppa í gegn um vörn Sviss. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Ana Crnogorčević Sviss yfir í leiknum eftir að hafa skallað boltann í markið eftir sendingu frá Martinu Moser. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleiknum og Sviss fór því með gott forskot inn í þann síðari. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, Frakkar meira með boltann og Sviss að verjast. Bæði lið fengu nokkur færi en hvorugu liðanna náði að koma boltanum í netið. Það var svo ekki fyrr en á 76. mínútu þegar Frakkar fengu aukaspyrnu sem að Camille Abily tók. Hún spyrnti á markið og Gaelle Thalmann, markvörður Sviss, gerði sig seka um slæm mistök þegar að hún missti boltann í gegnum sig og inn í markið. Frakkar búnir að jafna. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og 1-1 jafntefli niðurstaðan, sem þýðir að Frakkland tekur annað sæti í riðlinum og fer áfram í 8-liða úrslitin.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti