Leitar að náttúrulegum rannsóknarstöðvum við strendur Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 11:04 Súrnun sjávar er hraðari á norðurslóðum því kaldari sjór drekkur í sig meiri koltvísýring en hlýrri. Áhrifin á lífverur eru enn lítt þekkt. Vísir/Valli Vísindamenn reyna nú að finna uppsprettur koltvísýrings á hafsbotni við strendur á Íslandi. Þær geta verið náttúrulegar rannsóknarstöðvar til að kanna áhrif súrnunar sjávar á lífríki, að sögn Hrannar Egilsdóttur, sjávarlíffræðings. Súrnun sjávar er fylgifiskur gríðarlegrar losunar manna á koltvísýringi sem veldur einnig hnattrænni hlýnun. Hafið hefur tekið upp um þriðjung koltvísýringsins sem menn hafa losað og hefur það valdið súrnun þess. Um leið og hafið súrnar lækkar kalkmettun þess en það getur haft áhrif á kalkmyndandi lífverur eins og kórala og skeldýr sem oft eru undirstöður vistkerfa.Heimamenn segja frá gasuppsprettum í BreiðafirðiÍ Bítinu í morgun lýsti Hrönn því hversu lítið væri í raun vitað um áhrif súrnunar sjávar. Það sé erfitt rannsóknarefni því margir umhverfisþættir séu að verki í hafinu og þeir séu einnig að breytast á hlýnandi jörðu. „Þar í ofanálag vitum við bara svo ofboðslega lítið um vistfræði sjávar. Grunnsævi á Íslandi hafa til dæmis ekki verið mikið rannsökuð. Hafró hefur náttúrulega lagt mesta áherslu á djúpsævi þar sem fiskurinn er,“ sagði Hrönn. Vettvangsvinna er nú að hefjast við Breiðafjörð þar sem Hrönn og fleiri vísindamenn leita að náttúrulegum uppsprettum koltvísýrings á hafsbotninum og kanna lífríkið í kringum þær. Slíkar uppsprettur eru algengar á jarðhitasvæðum eins og ísland er.Hrönn Egilsdóttir hefur verið leiðandi í rannsóknum á súrnun sjávar á Íslandi. Hún er nýdoktor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands.Vísir„Þetta verkefni felst í að finna og athuga hvort að það séu til svona náttúrulegar rannsóknarstöðvar í hafinu við Ísland þar sem CO2-gas kemur af hafsbotni. Til samanburðar þá eru ölkeldur á landi álíka svæði. Spurningin er: er þetta til einhvers staðar í sjónum?“ segir Hrönn. Upplýsingasöfnunin fyrir verkefnið hefur að miklu leyti falist í að ræða við heimafólk við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Þar segir Hrönn að fólk kannist við uppstreymi gass í norðanverðum Breiðafirði. Hún vonast til að kafa eftir tveimur slíkum stöðum á næstunni.Mikilvægt að kortleggja búsvæði og umhverfisþættiHrönn telur að súrnun sjávar geti aðallega haft áhrif á íslenska fiskistofna í gegnum fæðukeðjuna. Hins vegar þurfi að kortleggja búsvæði og hvaða umhverfisþættir séu mikilvægir fyrir tilteknar lífverur. „Ef við áttum okkur á hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða lífverur þá fyrst gætum við mögulega farið að sjá hvernig umhverfisbreytingar til framtíðar gætu haft áhrif á vistkerfin við Ísland,“ segir hún.Sjá einnig:Súrnun sjávar: Ísland á versta mögulega stað Hyggst Hrönn hefja kortlagningu á búsvæðum við Reykjaneshrygg og skoða hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða samfélög lífvera þegar hún hefur störf hjá Hafró í haust. Leggur hún mikla áherslu á að eina leiðin til að vinna gegn súrnun sjávar sé að menn dragi úr losun sinni á koltvísýringi sem veldur einnig breytingum á loftslagi jarðar.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Hrönn Egilsdóttur, sjávarlíffræðing, í Bítinu í heild sinni. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Vísindamenn reyna nú að finna uppsprettur koltvísýrings á hafsbotni við strendur á Íslandi. Þær geta verið náttúrulegar rannsóknarstöðvar til að kanna áhrif súrnunar sjávar á lífríki, að sögn Hrannar Egilsdóttur, sjávarlíffræðings. Súrnun sjávar er fylgifiskur gríðarlegrar losunar manna á koltvísýringi sem veldur einnig hnattrænni hlýnun. Hafið hefur tekið upp um þriðjung koltvísýringsins sem menn hafa losað og hefur það valdið súrnun þess. Um leið og hafið súrnar lækkar kalkmettun þess en það getur haft áhrif á kalkmyndandi lífverur eins og kórala og skeldýr sem oft eru undirstöður vistkerfa.Heimamenn segja frá gasuppsprettum í BreiðafirðiÍ Bítinu í morgun lýsti Hrönn því hversu lítið væri í raun vitað um áhrif súrnunar sjávar. Það sé erfitt rannsóknarefni því margir umhverfisþættir séu að verki í hafinu og þeir séu einnig að breytast á hlýnandi jörðu. „Þar í ofanálag vitum við bara svo ofboðslega lítið um vistfræði sjávar. Grunnsævi á Íslandi hafa til dæmis ekki verið mikið rannsökuð. Hafró hefur náttúrulega lagt mesta áherslu á djúpsævi þar sem fiskurinn er,“ sagði Hrönn. Vettvangsvinna er nú að hefjast við Breiðafjörð þar sem Hrönn og fleiri vísindamenn leita að náttúrulegum uppsprettum koltvísýrings á hafsbotninum og kanna lífríkið í kringum þær. Slíkar uppsprettur eru algengar á jarðhitasvæðum eins og ísland er.Hrönn Egilsdóttir hefur verið leiðandi í rannsóknum á súrnun sjávar á Íslandi. Hún er nýdoktor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands.Vísir„Þetta verkefni felst í að finna og athuga hvort að það séu til svona náttúrulegar rannsóknarstöðvar í hafinu við Ísland þar sem CO2-gas kemur af hafsbotni. Til samanburðar þá eru ölkeldur á landi álíka svæði. Spurningin er: er þetta til einhvers staðar í sjónum?“ segir Hrönn. Upplýsingasöfnunin fyrir verkefnið hefur að miklu leyti falist í að ræða við heimafólk við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Þar segir Hrönn að fólk kannist við uppstreymi gass í norðanverðum Breiðafirði. Hún vonast til að kafa eftir tveimur slíkum stöðum á næstunni.Mikilvægt að kortleggja búsvæði og umhverfisþættiHrönn telur að súrnun sjávar geti aðallega haft áhrif á íslenska fiskistofna í gegnum fæðukeðjuna. Hins vegar þurfi að kortleggja búsvæði og hvaða umhverfisþættir séu mikilvægir fyrir tilteknar lífverur. „Ef við áttum okkur á hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða lífverur þá fyrst gætum við mögulega farið að sjá hvernig umhverfisbreytingar til framtíðar gætu haft áhrif á vistkerfin við Ísland,“ segir hún.Sjá einnig:Súrnun sjávar: Ísland á versta mögulega stað Hyggst Hrönn hefja kortlagningu á búsvæðum við Reykjaneshrygg og skoða hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða samfélög lífvera þegar hún hefur störf hjá Hafró í haust. Leggur hún mikla áherslu á að eina leiðin til að vinna gegn súrnun sjávar sé að menn dragi úr losun sinni á koltvísýringi sem veldur einnig breytingum á loftslagi jarðar.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Hrönn Egilsdóttur, sjávarlíffræðing, í Bítinu í heild sinni.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira