Hannes Frímann tekur við eignastýringu Kviku banka Hörður Ægisson skrifar 26. júlí 2017 10:02 Hannes Frímann Hrólfsson. Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, verður næsti framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka. Tekur hann við starfinu af Sigurði Hannessyni, sem hætti störfum hja Kviku í síðasta mánuði, þegar sameining Virðingar og Kviku gengur í gegn síðar á árinu, samkvæmt heimildum Vísis. Sigurður lét af störfum í bankanum í lok síðasta mánaðar samhliða því að hann var ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hannes hefur verið forstjóri Virðingar (áður Auður Capital) frá 2013. Þá var Hannes meðal annars áður aðstoðarframkvæmdastjóri markaðsviðskipta Kaupþings banka. Talsvert hefur verið um breytingar á meðal helstu stjórnenda Kviku banka að undanförnu. Þann 27. apríl síðastliðinn var greint frá því að Sigurður Atli Jónsson hefði ákveðið að láta af störfum hjá bankanum. Síðar sama dag upplýsti Vísir að Ármann Þorvaldsson, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Virðingar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi, myndi taka við af Sigurði Atla. Það var síðan staðfest með tilkynningu Kviku viku síðar en Ármann tók formlega við störfum sem forstjóri bankans 15 .júní. Samhliða því að gengið var frá ráðningu Ármanns var Marinó Örn Tryggvason, sem hafði starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka frá árinu 2014, einnig ráðinn til Kviku, sem aðstoðarforstjóri bankans. Marinó mun taka til starfa hjá fjárfestingabankanum 1. ágúst næstkomandi. Hluthafar Virðingar samþykktu í lok síðasta mánaðar með miklum meirihluta tilboð Kviku í allt hlutafé félagsins fyrir 2.560 milljónir. Verður hlutafé Kviku aukið um allt að 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu. Á hluthafafundi bankans 14. júlí síðastliðinn samþykktu hluthafar Kviku tillögu stjórnar um að núverandi heimild til hækkunar hlutafjár félagsins yrði aukin um 200 milljónir að nafnvirði, eða úr 200 milljónum í 400 milljónir hluta. Hannes Frímann er á meðal hluthafa Virðingar en hann á rúmlega 1,8 prósent í gegnum eignarhaldsfélagið Tindar sem er auk þess í eigu Frosta Reyrs Rúnarssonar, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Virðingar, og fleiri. Tengdar fréttir Hlutafé Kviku verður aukið um allt að tvo milljarða Hlutafé Kviku verður aukið um 1.500 til 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu kauptilboð bankans með miklum meirihluta í lok síðasta mánaðar. 12. júlí 2017 08:00 Kvika kaupir Virðingu Kaupverð er 2.560 milljónir króna og verður greitt með reiðufé. 30. júní 2017 17:35 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, verður næsti framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka. Tekur hann við starfinu af Sigurði Hannessyni, sem hætti störfum hja Kviku í síðasta mánuði, þegar sameining Virðingar og Kviku gengur í gegn síðar á árinu, samkvæmt heimildum Vísis. Sigurður lét af störfum í bankanum í lok síðasta mánaðar samhliða því að hann var ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hannes hefur verið forstjóri Virðingar (áður Auður Capital) frá 2013. Þá var Hannes meðal annars áður aðstoðarframkvæmdastjóri markaðsviðskipta Kaupþings banka. Talsvert hefur verið um breytingar á meðal helstu stjórnenda Kviku banka að undanförnu. Þann 27. apríl síðastliðinn var greint frá því að Sigurður Atli Jónsson hefði ákveðið að láta af störfum hjá bankanum. Síðar sama dag upplýsti Vísir að Ármann Þorvaldsson, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Virðingar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi, myndi taka við af Sigurði Atla. Það var síðan staðfest með tilkynningu Kviku viku síðar en Ármann tók formlega við störfum sem forstjóri bankans 15 .júní. Samhliða því að gengið var frá ráðningu Ármanns var Marinó Örn Tryggvason, sem hafði starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka frá árinu 2014, einnig ráðinn til Kviku, sem aðstoðarforstjóri bankans. Marinó mun taka til starfa hjá fjárfestingabankanum 1. ágúst næstkomandi. Hluthafar Virðingar samþykktu í lok síðasta mánaðar með miklum meirihluta tilboð Kviku í allt hlutafé félagsins fyrir 2.560 milljónir. Verður hlutafé Kviku aukið um allt að 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu. Á hluthafafundi bankans 14. júlí síðastliðinn samþykktu hluthafar Kviku tillögu stjórnar um að núverandi heimild til hækkunar hlutafjár félagsins yrði aukin um 200 milljónir að nafnvirði, eða úr 200 milljónum í 400 milljónir hluta. Hannes Frímann er á meðal hluthafa Virðingar en hann á rúmlega 1,8 prósent í gegnum eignarhaldsfélagið Tindar sem er auk þess í eigu Frosta Reyrs Rúnarssonar, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Virðingar, og fleiri.
Tengdar fréttir Hlutafé Kviku verður aukið um allt að tvo milljarða Hlutafé Kviku verður aukið um 1.500 til 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu kauptilboð bankans með miklum meirihluta í lok síðasta mánaðar. 12. júlí 2017 08:00 Kvika kaupir Virðingu Kaupverð er 2.560 milljónir króna og verður greitt með reiðufé. 30. júní 2017 17:35 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Hlutafé Kviku verður aukið um allt að tvo milljarða Hlutafé Kviku verður aukið um 1.500 til 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu kauptilboð bankans með miklum meirihluta í lok síðasta mánaðar. 12. júlí 2017 08:00
Kvika kaupir Virðingu Kaupverð er 2.560 milljónir króna og verður greitt með reiðufé. 30. júní 2017 17:35
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent