Laxá í Kjós og Grímsá skila góðri veiði Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2017 10:01 Laxá í Kjós er að eiga gott sumar þetta árið. Mynd : Hreggnasi FB Laxveiðiárnar á vesturlandi virðast flestar vera í góðum málum í sumar og það er mun meiri ganga í þær en á sama tíma í fyrra. Sumarið 2016 var slakt smálaxaár á vesturlandi en alls ekki þannig að það væri um einhvert neyðarástand að ræða, göngurnar voru bara minni en vonir stóðu til. Laxinn kom mjög snemma og allar göngur voru yfirstaðnar fyrstu vikuna í júlí. Þessu er öðruvísi farið í ár og þrátt fyrir að það líði að lokum júlímánaðar er ennþá að ganga lax í árnar og veiðin virðist stefna í að vera um eða nokkuð yfir meðallagi í flestum ánum í Borgarfirði. Það hefur verið mjög blautt framan af sumri sem hefur gert ánum gott með undantekningum þegar þær stökkva upp í kakó en flestir veiðimenn vilja líklega frekar hafa þetta svona en stanslausa þurrkinn og sólina em seinkenndi veiðisumarið 2016. Laxá í Kjós og Grímsá áttu erfitt sumar 2016 en það er ohætt að segja að báðar árnar eru í toppmálum þetta sumarið. "Síðasta holl í Laxá í Kjós fékk 77 laxa á þremur dögum. Gott vatn hefur verið í Kjósinni í allt sumar, en nú horfir til verri vegar með veðurspá. Enn er þó gullvatn í Laxá og talsverður lax að ganga. Einnig er farið að bera á stórum sjóbirtingum að venju, allt að 12-14 punda drekum" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa þegar við spurðum hann um gang mála í Laxá í Kjós. "Góð veiði hefur líka verið í Grímsá. Sem dæmi fékk hollið 17-20 júlí 88 laxa á þremur dögum, en veitt er á 8 stangir líkt og í Kjósinni. Enn er talsverður lax að ganga, enda Grímsáin öllu seinni til en aðrar ár í Borgarfirði" bætir Haraldur við. Nýjar heildartölur úr laxveiðiánum verða birtar annað kvöld og það verður gaman að sjá hversu mikið Kjósin og Grímsá lyfta sér á listanum en þær eiga báðar nóg inni á þessu sumri. Mest lesið Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Fínasta veiði í Apavatni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Óvænt truflun á veiðistað Veiði Styttist í opnun Setbergsár Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði
Laxveiðiárnar á vesturlandi virðast flestar vera í góðum málum í sumar og það er mun meiri ganga í þær en á sama tíma í fyrra. Sumarið 2016 var slakt smálaxaár á vesturlandi en alls ekki þannig að það væri um einhvert neyðarástand að ræða, göngurnar voru bara minni en vonir stóðu til. Laxinn kom mjög snemma og allar göngur voru yfirstaðnar fyrstu vikuna í júlí. Þessu er öðruvísi farið í ár og þrátt fyrir að það líði að lokum júlímánaðar er ennþá að ganga lax í árnar og veiðin virðist stefna í að vera um eða nokkuð yfir meðallagi í flestum ánum í Borgarfirði. Það hefur verið mjög blautt framan af sumri sem hefur gert ánum gott með undantekningum þegar þær stökkva upp í kakó en flestir veiðimenn vilja líklega frekar hafa þetta svona en stanslausa þurrkinn og sólina em seinkenndi veiðisumarið 2016. Laxá í Kjós og Grímsá áttu erfitt sumar 2016 en það er ohætt að segja að báðar árnar eru í toppmálum þetta sumarið. "Síðasta holl í Laxá í Kjós fékk 77 laxa á þremur dögum. Gott vatn hefur verið í Kjósinni í allt sumar, en nú horfir til verri vegar með veðurspá. Enn er þó gullvatn í Laxá og talsverður lax að ganga. Einnig er farið að bera á stórum sjóbirtingum að venju, allt að 12-14 punda drekum" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa þegar við spurðum hann um gang mála í Laxá í Kjós. "Góð veiði hefur líka verið í Grímsá. Sem dæmi fékk hollið 17-20 júlí 88 laxa á þremur dögum, en veitt er á 8 stangir líkt og í Kjósinni. Enn er talsverður lax að ganga, enda Grímsáin öllu seinni til en aðrar ár í Borgarfirði" bætir Haraldur við. Nýjar heildartölur úr laxveiðiánum verða birtar annað kvöld og það verður gaman að sjá hversu mikið Kjósin og Grímsá lyfta sér á listanum en þær eiga báðar nóg inni á þessu sumri.
Mest lesið Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Fínasta veiði í Apavatni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Óvænt truflun á veiðistað Veiði Styttist í opnun Setbergsár Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði