Hollensku stelpurnar með fullt hús í A-riðli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2017 20:30 Hollensku stelpurnar fagna marki í kvöld. Vísir/Getty Heimastúlkur í Hollandi héldu sigurgöngu sinni áfram á EM kvenna í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Belgíu. Sigurinn tryggði hollenska liðinu sigur í riðlinum og sendi belgísku stelpurnar um leið heim af EM. Holland vann A-riðil með fullu húsi stiga en Danir fylgja síðan heimastúlkum eftir inn í átta liða úrslitin. Sherida Spitse kom Hollandi í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 27. mínútu en hún skoraði einmitt sigurmarkið á móti Dönum af vítapunktinum í leiknum á undan. Þannig var staðan þar til á 59. mínútu þegar Tessa Wullaert jafnaði metin þegar fyrirgjöf hennar datt í fjærhornið. Þetta var fyrsta markið sem Holland fær á sig í keppninni. Hollensku stelpurnar voru komnar aftur yfir eftir fimmtán mínútur þegar Lieke Martens skoraði en skot hennar fór af varnarmanni og sveif yfir Justien Odeurs í marki Belga. Þetta mark Lieke Martens reyndist vera sigurmarkið í leiknum. Belgísku stelpurnar reyndu sitt í lokin og fengu sín færi en þeim tókst ekki að jafna metin. Eitt mesta áhyggjuefnið fyrir hollenska liðið eftir þennan leik eru þó meiðsli markadrottningarinnar Vivianne Miedema. Það skiptir hollenska liðið miklu máli að þau meiðsli séu ekki alvarleg. EM 2017 í Hollandi
Heimastúlkur í Hollandi héldu sigurgöngu sinni áfram á EM kvenna í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Belgíu. Sigurinn tryggði hollenska liðinu sigur í riðlinum og sendi belgísku stelpurnar um leið heim af EM. Holland vann A-riðil með fullu húsi stiga en Danir fylgja síðan heimastúlkum eftir inn í átta liða úrslitin. Sherida Spitse kom Hollandi í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 27. mínútu en hún skoraði einmitt sigurmarkið á móti Dönum af vítapunktinum í leiknum á undan. Þannig var staðan þar til á 59. mínútu þegar Tessa Wullaert jafnaði metin þegar fyrirgjöf hennar datt í fjærhornið. Þetta var fyrsta markið sem Holland fær á sig í keppninni. Hollensku stelpurnar voru komnar aftur yfir eftir fimmtán mínútur þegar Lieke Martens skoraði en skot hennar fór af varnarmanni og sveif yfir Justien Odeurs í marki Belga. Þetta mark Lieke Martens reyndist vera sigurmarkið í leiknum. Belgísku stelpurnar reyndu sitt í lokin og fengu sín færi en þeim tókst ekki að jafna metin. Eitt mesta áhyggjuefnið fyrir hollenska liðið eftir þennan leik eru þó meiðsli markadrottningarinnar Vivianne Miedema. Það skiptir hollenska liðið miklu máli að þau meiðsli séu ekki alvarleg.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti