Pokémon Go-spilarar brjálaðir vegna sambandsleysis Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2017 15:35 Aðdáendur Pokémon Go önnum kafnir við að leita að nýjum fígúrum. Vísir/EPA Hugbúnaðarfyrirtækið Niantic hefur beðið aðdáendur snjallsímaleiksins vinsæla Pokémon Go afsökunar eftir að fyrsta hátíðin tileinkuð leiknum leystist upp þegar sambandsleysi gerði leikmönnum ókleift að spila hann. Pokémon Go Fest fór fram í Chicago á laugardag og höfðu æstir aðdáendur leiksins beðið í röð í margar klukkunstundir, að sögn The Guardian. Vonuðust þeir til að koma böndum á pokémoninn sjaldgæfa Lugia. Ekki fór þó betur en svo að farsímakerfið og vefþjónn leiksins hrundu vegna álagsins. Því gátu aðdáendurnir ekki spilað leikinn á hátíðinni. Niantic hefur boðist til að endurgreiða þeim sem höfðu borgað sig inn aðgangseyrinn og gefa þeim Pokécoins, gjaldmiðil leiksins, að andvirði hundrað dollara. Þá ætlar fyrirtækið að gefa öllum þeim sem voru skráðir Lugia. Ár er liðið frá því að Pokémon Go kom fyrst út en leikurinn hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim.Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá gesti á Pokémon Go Fest baula á framkvæmdastjóra Niantic.the CEO of niantic getting booed on stage at pokemon go fest brings me nothing but joy pic.twitter.com/6WxTAvv76Q— Z E F (@therealzef) July 22, 2017 Pokemon Go Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið
Hugbúnaðarfyrirtækið Niantic hefur beðið aðdáendur snjallsímaleiksins vinsæla Pokémon Go afsökunar eftir að fyrsta hátíðin tileinkuð leiknum leystist upp þegar sambandsleysi gerði leikmönnum ókleift að spila hann. Pokémon Go Fest fór fram í Chicago á laugardag og höfðu æstir aðdáendur leiksins beðið í röð í margar klukkunstundir, að sögn The Guardian. Vonuðust þeir til að koma böndum á pokémoninn sjaldgæfa Lugia. Ekki fór þó betur en svo að farsímakerfið og vefþjónn leiksins hrundu vegna álagsins. Því gátu aðdáendurnir ekki spilað leikinn á hátíðinni. Niantic hefur boðist til að endurgreiða þeim sem höfðu borgað sig inn aðgangseyrinn og gefa þeim Pokécoins, gjaldmiðil leiksins, að andvirði hundrað dollara. Þá ætlar fyrirtækið að gefa öllum þeim sem voru skráðir Lugia. Ár er liðið frá því að Pokémon Go kom fyrst út en leikurinn hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim.Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá gesti á Pokémon Go Fest baula á framkvæmdastjóra Niantic.the CEO of niantic getting booed on stage at pokemon go fest brings me nothing but joy pic.twitter.com/6WxTAvv76Q— Z E F (@therealzef) July 22, 2017
Pokemon Go Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið