883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Karl Lúðvíksson skrifar 24. júlí 2017 13:00 11.5 punda urriði úr Grænavatni. Stærsti fiskurinn úr Veiðivötnum í sumar. Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Veiði stendur nú sem hæst í Veiðivötnum og sem fyrr er mikil ásókn á þetta vinsæla vatnasvæði en það er heldur ekkert skrítið. Þegar nátturufegurð, góð veiði og félagsskapur fer vel saman er fátt sem toppar það. Veiðin í sumar á vatnasvæði Veiðivatna hefur verið góð og í síðustu viku voru hátt í 13.000 fiskar komnir á land. Veiðin er auðvitað upp og ofan en það koma kippir í þau öll og í síðustu viku var greinilega komað að Litla Sjó því í vikunni veiddust samtals 883 urriðar sem er lang besta vikan í vatninu í sumar. Litli Sjór er eða í það minnsta hefur verið eitt af þremur mest stunduðu vötnunum á svæðinu en Snjóölduvatn og Hraunsvötnin njóta líka mikilla vinsælda. Mesta veiðin í úr Snjóölduvatni í sumar og virðist fátt geta komið i veg fyrir að það verði á toppnum yfir veiði á vatnasvæðinu en úr því eru komnir 5147 silungar samkvæmt síðustu tölum úr vötnunum. Nýjar veiðitölur koma líklegast í dag og við komum til með að greina frá þeim um leið og þær berast. Það sígur aðeins á seinni helminginn í Veiðivötnum en veiðin getur yfirleitt haldist ansi góð út tímabilið sérstaklega á bleikjunni en hún virðist bara taka betur þegar líður á sumarið. Stærsti fiskurinn er 11.5 punda urriði úr Grænavatni en hann sést ásamt veiðimanninum Axel á meðfylgjandi mynd. Mest lesið 100 laxa dagur í Ytri Rangá í gær Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Framlengt í Grímsá og Hafralónsá Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Af Hítará á Mýrum Veiði
Veiði stendur nú sem hæst í Veiðivötnum og sem fyrr er mikil ásókn á þetta vinsæla vatnasvæði en það er heldur ekkert skrítið. Þegar nátturufegurð, góð veiði og félagsskapur fer vel saman er fátt sem toppar það. Veiðin í sumar á vatnasvæði Veiðivatna hefur verið góð og í síðustu viku voru hátt í 13.000 fiskar komnir á land. Veiðin er auðvitað upp og ofan en það koma kippir í þau öll og í síðustu viku var greinilega komað að Litla Sjó því í vikunni veiddust samtals 883 urriðar sem er lang besta vikan í vatninu í sumar. Litli Sjór er eða í það minnsta hefur verið eitt af þremur mest stunduðu vötnunum á svæðinu en Snjóölduvatn og Hraunsvötnin njóta líka mikilla vinsælda. Mesta veiðin í úr Snjóölduvatni í sumar og virðist fátt geta komið i veg fyrir að það verði á toppnum yfir veiði á vatnasvæðinu en úr því eru komnir 5147 silungar samkvæmt síðustu tölum úr vötnunum. Nýjar veiðitölur koma líklegast í dag og við komum til með að greina frá þeim um leið og þær berast. Það sígur aðeins á seinni helminginn í Veiðivötnum en veiðin getur yfirleitt haldist ansi góð út tímabilið sérstaklega á bleikjunni en hún virðist bara taka betur þegar líður á sumarið. Stærsti fiskurinn er 11.5 punda urriði úr Grænavatni en hann sést ásamt veiðimanninum Axel á meðfylgjandi mynd.
Mest lesið 100 laxa dagur í Ytri Rangá í gær Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Framlengt í Grímsá og Hafralónsá Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Af Hítará á Mýrum Veiði