Sport

Chris Weidman náði loksins í sigur

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Chris Weidman fagnar sigri.
Chris Weidman fagnar sigri. Vísir/Getty
Chris Weidman komst loksins aftur á sigurbraut í nótt þegar hann kláraði Kelvin Gastelum með hengingu. Þetta var hans fyrsti sigur síðan í maí 2015.

Eftir þrjú töp í röð, allt eftir rothögg, var sigurinn á Kelvin Gastelum ansi kærkominn. Þeir Chris Weidman og Gastelum mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu á Long Island í New York.

Það fór heldur betur um heimamenn þegar New York strákurinn Weidman var sleginn niður í 1. lotu bardagans. Weidman tókst að standa það af sér og kom öflugur til leiks í 2. lotu.

Í 3. lotu náði Weidman að læsa „arm-triangle“ hengingu á Gastelum. Gastelum reyndi að verjast og gerði allt sem hann gat til að losa sig úr hengingunni en Weidman var ekkert að fara að sleppa takinu. Gastelum neyddist því til að gefast upp í 3. lotu.

Weidman fagnaði innilega þegar sigurinn var kominn í höfn en þetta var fyrsti sigur hans síðan hann varði millivigtartitil sinn gegn Vitor Belfort. Eftir bardagann kvaðst hann vera kominn aftur og er staðráðinn í að ná aftur beltinu sem hann tapaði.

Bardagakvöldið var fínasta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.

MMA

Tengdar fréttir

Að duga eða drepast fyrir Chris Weidman

Það er ekki langt síðan Chris Weidman var 13-0, millivigtarmeistari UFC og einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Síðan þá hefur margt breyst og berst hann gífurlega mikilvægan bardaga í kvöld gegn Kelvin Gastelum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×