Viktor kom Þrótturum til bjargar í blálokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2017 21:12 Vísir/Andri Marinó Viktor Jónsson var maðurinn á bak við 2-1 sigur Þróttar á ÍR í 13. umferð Inkasso deild karla í fótbolta í Laugardalnum í kvöld. Það stefndi allt í ÍR-sigur þegar Viktor skoraði tvö mörk á lokamínútunum og tryggði Þróttaraliðinu dýrmætan sigur í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni. Þróttar minnkuð forskot Fylkis á toppnum í tvö stig með þessum sigri. Fyrra markið skoraði Viktor á 90. mínútu en það síðara á annarri mínútu í uppbótartíma. Þróttarar vöknuðu upp af værum draumi í lokin og mikil pressa liðsins á lokamínútum skilaði tveimur mörkum og þremur stigum í hús. ÍR-ingar voru samt betri stærsta hluta leiksins og það leit út fyrir að þeir hefðu náð að skora sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Markið skoraði varamaðurinn Andri Jónasson sem kom inná sem varamaður á 63. mínútu og skoraði markið sextán mínútum síðar. ÍR-ingar áttu tvo stangarskot í fyrri hálfleiknum og voru mun hættulegri allan leikinn. Markið þeirra kom eftir frábæra spilamennsku liðsins sem endaði með því að Stefán Þór Pálsson fann Andra Jónasson sem skoraði með skoti í stöngina og inn. Viktor jafnaði með skallamarki og áður en ÍR-ingar voru búnir að ná áttum eftir það þá skoraði hann aftur og tryggði Þrótti sigurinn. Þróttarar hafa ekki tapað í Inkasso-deildinni í síðustu fimm leikjum sínum. Upplýsingar um mörk og gang leiksins eru fengnar frá vefsíðunni fótbolti.net. Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyri neðan.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira
Viktor Jónsson var maðurinn á bak við 2-1 sigur Þróttar á ÍR í 13. umferð Inkasso deild karla í fótbolta í Laugardalnum í kvöld. Það stefndi allt í ÍR-sigur þegar Viktor skoraði tvö mörk á lokamínútunum og tryggði Þróttaraliðinu dýrmætan sigur í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni. Þróttar minnkuð forskot Fylkis á toppnum í tvö stig með þessum sigri. Fyrra markið skoraði Viktor á 90. mínútu en það síðara á annarri mínútu í uppbótartíma. Þróttarar vöknuðu upp af værum draumi í lokin og mikil pressa liðsins á lokamínútum skilaði tveimur mörkum og þremur stigum í hús. ÍR-ingar voru samt betri stærsta hluta leiksins og það leit út fyrir að þeir hefðu náð að skora sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Markið skoraði varamaðurinn Andri Jónasson sem kom inná sem varamaður á 63. mínútu og skoraði markið sextán mínútum síðar. ÍR-ingar áttu tvo stangarskot í fyrri hálfleiknum og voru mun hættulegri allan leikinn. Markið þeirra kom eftir frábæra spilamennsku liðsins sem endaði með því að Stefán Þór Pálsson fann Andra Jónasson sem skoraði með skoti í stöngina og inn. Viktor jafnaði með skallamarki og áður en ÍR-ingar voru búnir að ná áttum eftir það þá skoraði hann aftur og tryggði Þrótti sigurinn. Þróttarar hafa ekki tapað í Inkasso-deildinni í síðustu fimm leikjum sínum. Upplýsingar um mörk og gang leiksins eru fengnar frá vefsíðunni fótbolti.net. Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyri neðan.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira