Kominn tími til að stilla saman strengi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2017 10:15 Gyða og Kristín Anna. Einhvern veginn tókst þeim að vera hvor í sinni heimsálfu í áratug og skrifa hvor annarri bara bréf í pósti en nú eru þær að treysta böndin og þreifa eftir rótunum á Íslandi. Mynd/Laufey Elíasdóttir Við höfum aldrei haldið tónleika saman, bara tvær. Erum greinilega ekki með bisnissvitið í botni. En Gyðu bauðst að spila á Gljúfrasteini og hún spurði hvort ég vildi ekki vera með henni. Þá var kannski kominn tími til að stilla saman strengi – á hljóðfærum. Það þurfti tilefni til,“ segir Kristín Anna Valtýsdóttir sem ætlar að spila og syngja á tónleikum í húsi skáldsins á morgun klukkan 16 með tvíburasystur sinni Gyðu. „Dagskráin okkar fer út um víðan völl því við verðum bæði með okkar eigin tónsmíðar og annarra og spilum á selló, píanó og gítar og syngjum,“ upplýsir Gyða. Kristín Anna bætir um betur: „Við ætlum að spila klassísk verk sem okkur eru hugleikin, útsetningu Gyðu á þýskum ljóðasöng og nokkur þjóðlög, frá Írlandi og Katalóníu. Eitt gamalt íslenskt dægurlag sem ég pikkaði upp af plötu hjá ömmu minni flýtur með. Það er lag sem fáir þekkja en er eftir Hörð Torfa við ljóð eftir Stein Steinarr og heitir Sláðu hægt mitt hjarta. Ég tók það einhvern tíma upp á kasettu fyrir löngu og gaf út á fágætri sjötommu.“ Þriðja systirin, Ásthildur, kemur líka fram á Gljúfrasteini að sögn Gyðu. Skyldi hún vera farin að keppa við þær? „Nei, nei, Hún er miklu betri en við í öllu, enda eldri. Þess vegna verðum við tvíburarnir að leggja okkar krafta saman. Hún syngur smá með okkur. Annars er hún að klára lögfræði.“Þær systur vöktu upphaflega athygli um síðustu aldamót sem hluti poppsveitarinnar Múm en Gyða sagði skilið við þá sveit árið 2002 og Kristín Anna 2006. Báðar héldu þær samt áfram í tónlistarsköpun, hvor á sínum forsendum. Kristín fór að koma ein fram með tónlist sína eftir að hún fluttist til New York 2006 og kallaði sig þá Kríu Brekkan, gaf út nokkrar dularfullar upptökur á 7" og geisladiski. Kveðst líka á tímabili hafa leiðst algjörlega út í gjörningalistform. „Leiðir skildi dálítið mikið þegar Gyða hætti í Múm og fór í sellónámið sitt. Ég flutti til Berlínar, svo fór hún til Rússlands og ég til Ameríku og hún til Þýskalands meðan ég var í Ameríku. Einhvern veginn tókst okkur að vera hvor í sinni heimsálfu í áratug,“ lýsir Kristín Anna. „Og ekkert í miklu sambandi,“ segir Gyða. „Við vorum svolítið lengi að stökkva á þessa samskiptamiðla, Skype og svoleiðis. Skrifuðum frekar bara bréf í pósti.Í gjörningi Ragnars Kjartanssonar Forever Love.Reyndar höfum við unnið talsvert með Ragnari Kjartans. Hann leiddi okkur dálítið saman,“ heldur Gyða áfram og nefnir meðal annars verkin The Visitors og Forever Love. „Já,“ segir Kristín Anna. „Ragnar fékk okkur og tvíburabræðurna úr rokksveitinni The National til að semja tónlistina og fremja gjörninginn Forever Love. Lékum í upphafi par sem gengur um sviðsmyndarlandslag og syngjur. Það verk byggði algjörlega á tvíbura-sviðstrikkum og því vorum við eins klædd og klippt. Það var innblásandi fyrir okkur systur að kynnast þeim tvíburabræðrum Aaron og Bryce og sjá styrkinn sem það gaf þeim að vera eins nánir og þeir eru. Ragnar tók tvíburaímyndina sem við Gyða vorum kannski ómeðvitað að reyna að brjótast undan og fékk okkur til að...“ „umfaðma hana og sjá fegurðina og húmorinn,“ botnar Gyða. Á Gljúfrasteini segir Gyða þær ætla að flytja eitt lag sem þau sömdu öll fimm saman, þær, strákarnir og Ragnar, við ljóð eftir Shelley og heitir Music. „Við höfum flutt það lag bæði í brúðkaupi og jarðarför, það er tær klassík.“Gyða og Kristín Anna í Elliðaárdalnum þar sem þær léku sér sem börn.Mynd/Laufey ElíasdóttirNú eru systurnar einmitt að æfa fyrir Gljúfrasteinstónleikana, staddar á æskuheimilinu í Elliðaárdalnum. Segjast hafa alist þar upp við spilamennsku og söng en þó hafi aldrei hvarflað að þeim í uppvextinum að tónlistin gæti orðið atvinna þeirra. „En við fórum báðar í klassískt nám þegar við vorum börn, ég á píanó og Gyða á selló,“ segir Kristín Anna. „Ég hætti á píanói fyrir tvítugt og leit ekki við því í nokkur ár en Gyða fór alla leið, tók alveg tvöfalda mastersgráðu, eina fyrir mig líka.“ Tónlistarverkefnin hafa leitt þessar systur út um allan heim og þær vilja ekki lesa á prenti að þær séu „komnar til að vera“ á Íslandi. Gyða segist þó farin að vera meira á Íslandi en úti. „En er með svona þrjár tær í New York,“ segir hún. „Ég er líka búin að fatta að ég bara breyti til eftir því sem ég hef þörf fyrir. Núna þarf ég að vera meira hér heima en áður.“ Kristín Anna kveðst líka hafa verið á flakki út um allar trissur í áratug. „Ég hélt ég hefði enga sérstaka tengingu við Ísland en svo bara þurfti ég að koma heim og þreifa eftir rótunum. Það vildi svo til að það var á sama tíma og Gyða fann fyrir álíka þörf. Kannski er það partur af leitinni okkar að bindast aftur sterkari böndum.“ Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Við höfum aldrei haldið tónleika saman, bara tvær. Erum greinilega ekki með bisnissvitið í botni. En Gyðu bauðst að spila á Gljúfrasteini og hún spurði hvort ég vildi ekki vera með henni. Þá var kannski kominn tími til að stilla saman strengi – á hljóðfærum. Það þurfti tilefni til,“ segir Kristín Anna Valtýsdóttir sem ætlar að spila og syngja á tónleikum í húsi skáldsins á morgun klukkan 16 með tvíburasystur sinni Gyðu. „Dagskráin okkar fer út um víðan völl því við verðum bæði með okkar eigin tónsmíðar og annarra og spilum á selló, píanó og gítar og syngjum,“ upplýsir Gyða. Kristín Anna bætir um betur: „Við ætlum að spila klassísk verk sem okkur eru hugleikin, útsetningu Gyðu á þýskum ljóðasöng og nokkur þjóðlög, frá Írlandi og Katalóníu. Eitt gamalt íslenskt dægurlag sem ég pikkaði upp af plötu hjá ömmu minni flýtur með. Það er lag sem fáir þekkja en er eftir Hörð Torfa við ljóð eftir Stein Steinarr og heitir Sláðu hægt mitt hjarta. Ég tók það einhvern tíma upp á kasettu fyrir löngu og gaf út á fágætri sjötommu.“ Þriðja systirin, Ásthildur, kemur líka fram á Gljúfrasteini að sögn Gyðu. Skyldi hún vera farin að keppa við þær? „Nei, nei, Hún er miklu betri en við í öllu, enda eldri. Þess vegna verðum við tvíburarnir að leggja okkar krafta saman. Hún syngur smá með okkur. Annars er hún að klára lögfræði.“Þær systur vöktu upphaflega athygli um síðustu aldamót sem hluti poppsveitarinnar Múm en Gyða sagði skilið við þá sveit árið 2002 og Kristín Anna 2006. Báðar héldu þær samt áfram í tónlistarsköpun, hvor á sínum forsendum. Kristín fór að koma ein fram með tónlist sína eftir að hún fluttist til New York 2006 og kallaði sig þá Kríu Brekkan, gaf út nokkrar dularfullar upptökur á 7" og geisladiski. Kveðst líka á tímabili hafa leiðst algjörlega út í gjörningalistform. „Leiðir skildi dálítið mikið þegar Gyða hætti í Múm og fór í sellónámið sitt. Ég flutti til Berlínar, svo fór hún til Rússlands og ég til Ameríku og hún til Þýskalands meðan ég var í Ameríku. Einhvern veginn tókst okkur að vera hvor í sinni heimsálfu í áratug,“ lýsir Kristín Anna. „Og ekkert í miklu sambandi,“ segir Gyða. „Við vorum svolítið lengi að stökkva á þessa samskiptamiðla, Skype og svoleiðis. Skrifuðum frekar bara bréf í pósti.Í gjörningi Ragnars Kjartanssonar Forever Love.Reyndar höfum við unnið talsvert með Ragnari Kjartans. Hann leiddi okkur dálítið saman,“ heldur Gyða áfram og nefnir meðal annars verkin The Visitors og Forever Love. „Já,“ segir Kristín Anna. „Ragnar fékk okkur og tvíburabræðurna úr rokksveitinni The National til að semja tónlistina og fremja gjörninginn Forever Love. Lékum í upphafi par sem gengur um sviðsmyndarlandslag og syngjur. Það verk byggði algjörlega á tvíbura-sviðstrikkum og því vorum við eins klædd og klippt. Það var innblásandi fyrir okkur systur að kynnast þeim tvíburabræðrum Aaron og Bryce og sjá styrkinn sem það gaf þeim að vera eins nánir og þeir eru. Ragnar tók tvíburaímyndina sem við Gyða vorum kannski ómeðvitað að reyna að brjótast undan og fékk okkur til að...“ „umfaðma hana og sjá fegurðina og húmorinn,“ botnar Gyða. Á Gljúfrasteini segir Gyða þær ætla að flytja eitt lag sem þau sömdu öll fimm saman, þær, strákarnir og Ragnar, við ljóð eftir Shelley og heitir Music. „Við höfum flutt það lag bæði í brúðkaupi og jarðarför, það er tær klassík.“Gyða og Kristín Anna í Elliðaárdalnum þar sem þær léku sér sem börn.Mynd/Laufey ElíasdóttirNú eru systurnar einmitt að æfa fyrir Gljúfrasteinstónleikana, staddar á æskuheimilinu í Elliðaárdalnum. Segjast hafa alist þar upp við spilamennsku og söng en þó hafi aldrei hvarflað að þeim í uppvextinum að tónlistin gæti orðið atvinna þeirra. „En við fórum báðar í klassískt nám þegar við vorum börn, ég á píanó og Gyða á selló,“ segir Kristín Anna. „Ég hætti á píanói fyrir tvítugt og leit ekki við því í nokkur ár en Gyða fór alla leið, tók alveg tvöfalda mastersgráðu, eina fyrir mig líka.“ Tónlistarverkefnin hafa leitt þessar systur út um allan heim og þær vilja ekki lesa á prenti að þær séu „komnar til að vera“ á Íslandi. Gyða segist þó farin að vera meira á Íslandi en úti. „En er með svona þrjár tær í New York,“ segir hún. „Ég er líka búin að fatta að ég bara breyti til eftir því sem ég hef þörf fyrir. Núna þarf ég að vera meira hér heima en áður.“ Kristín Anna kveðst líka hafa verið á flakki út um allar trissur í áratug. „Ég hélt ég hefði enga sérstaka tengingu við Ísland en svo bara þurfti ég að koma heim og þreifa eftir rótunum. Það vildi svo til að það var á sama tíma og Gyða fann fyrir álíka þörf. Kannski er það partur af leitinni okkar að bindast aftur sterkari böndum.“
Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira