Brotist inn hjá meistaranum á meðan hann var að spila á opna breska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2017 16:30 Henrik Stenson. Vísir/Getty Svíinn Henrik Stenson vann opna breska meistaramótið í golfi í fyrra og hann er nú í miðri titilvörn sinni á Konunglega Birkdale golfvellinum í Southport. Opna breska meistaramótið hófst í gæt og kylfingarnir eru nú að spila annan hringinn á þessu árlega risamóti. Svíinn hefur hinsvegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að hann var fórnarlamb innbrotsþjófa sem brutust inn í húsið þar sem hann býr í Liverpool á meðan mótinu stendur. „Þegar ég kláraði hringinn minn á fimmtudaginn þá fékk að vita að innbrotsþjófar hefðu komist inn í húsið. Það er mjög sérstakt fyrir mig að fá að spila hér sem ríkjandi meistari fyrir fram þessa frábæra áhorfendur á Birkdale og ég ætla því ekki að láta þetta spilla fyrir mér,“ sagði í yfirlýsingu Henrik Stenson. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að fjölskyldan mín var ekki í húsinu þegar innbrotið fór fram,“ skrifaði Henrik Stenson og hélt svo áfram: „Eins og margir vita þá skilaði ég Claret Jug bikarnum á mánudaginn og hann slapp því en innbrotsþjófarnir náðu hinsvegar fullt af verðmætum og öllum fötunum sem ég ætlaði að nota í vikunni,“ skrifaði Stenson. Henrik Stenson spilaði fyrstu átján holurnar á einu höggi undir pari en er nú á fyrri níu á öðrum hringnum. Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Svíinn Henrik Stenson vann opna breska meistaramótið í golfi í fyrra og hann er nú í miðri titilvörn sinni á Konunglega Birkdale golfvellinum í Southport. Opna breska meistaramótið hófst í gæt og kylfingarnir eru nú að spila annan hringinn á þessu árlega risamóti. Svíinn hefur hinsvegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að hann var fórnarlamb innbrotsþjófa sem brutust inn í húsið þar sem hann býr í Liverpool á meðan mótinu stendur. „Þegar ég kláraði hringinn minn á fimmtudaginn þá fékk að vita að innbrotsþjófar hefðu komist inn í húsið. Það er mjög sérstakt fyrir mig að fá að spila hér sem ríkjandi meistari fyrir fram þessa frábæra áhorfendur á Birkdale og ég ætla því ekki að láta þetta spilla fyrir mér,“ sagði í yfirlýsingu Henrik Stenson. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að fjölskyldan mín var ekki í húsinu þegar innbrotið fór fram,“ skrifaði Henrik Stenson og hélt svo áfram: „Eins og margir vita þá skilaði ég Claret Jug bikarnum á mánudaginn og hann slapp því en innbrotsþjófarnir náðu hinsvegar fullt af verðmætum og öllum fötunum sem ég ætlaði að nota í vikunni,“ skrifaði Stenson. Henrik Stenson spilaði fyrstu átján holurnar á einu höggi undir pari en er nú á fyrri níu á öðrum hringnum.
Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira