Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Tár á hvarmi eftir svekkjandi tap Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar 22. júlí 2017 18:00 Ramona Bachmann fagnar sigurmarkinu snemma í síðari hálfleik. Sú kann að gera Íslendingum lífið leitt en hún lagði líka upp fyrra markið. vísir/getty Staða stelpnanna okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu er slæm í C-riðli Evrópumótsins í Hollandi eftir 2-1 tap gegn Sviss. Ísland komst yfir í leiknum eftir hálftímaleik en tvær fallegar svissneskar sóknir á tíu mínútna kafla, hvort sínum megin við hálfleikinn, skildi að þegar uppi var staðið. Þar svaf íslenska vörnin illa á verðinum og var refsað af gæðaleikmönnum í liði Sviss. Von Íslands um sæti í átta liða úrslitum er veik. Til þess þarf að treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum og um leið þarf Ísland að vinna sigur, líklega tveggja marka, í lokaleiknum gegn Austurríki í Rotterdam. Uppfært: Ísland er úr leik á EM eftir jafntefli Frakka og Austurríkis. Lara Dickenmann slapp við rauða spjaldið þrátt fyrir gróf brot.vísir/gettySóðaleg tækling eftir sex mínútur Frá fyrstu mínútu var ljóst hversu mikið var undir í Tjarnarhreiðrinu í Doetinchem. Svissnesku stelpurnar töluðu um það fyrir leikinn að leikmenn hefðu verið afar stressaðir fyrir tapleikinn gegn Austurríki í 1. umferð. Íslensku stelpurnar voru í sárum eftir grátlegt 1-0 tap gegn Frökkum. Tap í dag þýddi fyrir bæði lið að líkurnar á því að komast upp úr riðlinum væru svo gott sem úr sögunni. Ramona Bachmann, stjörnuleikmaður Sviss, kom við boltann eftir þrjár mínútur og skapaði strax hættu. Þeir sem muna eftir sýningu hennar á Laugardalsvellinum fyrir fjórum árum urðu stressaðir. Íslensku stelpurnar vita vel hvers hún er megnug og gekk vel að stöðva hana í hálfleiknum. „Íslendingar eru frægir fyrir grófar tæklingar,“ sagði Voss-Tecklenburg, þjálfari Sviss, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Ísland hefði átt eitt eða tvö rauð spjöld skilið í Frakkaleiknum. Það var hins vegar fyrirliði Sviss, Lara Dickenmann, sem átti að fjúka útaf eftir aðeins sex mínútur. Þá fór hún með sólann í kviðinn á Dagnýju Brynjarsdóttur, svo vel sá á. Spark sem á ekki að sjást í fótbolta. Rússneski dómarinn var Dickenmann gult spjald og hún andaði léttar. En tónninn var settur. Aukaspyrnurnar urðu sextán í fyrri hálfleiknum og hefðu getað verið fleiri.Fanndís fagnar hér marki sínu.Vísir/GettyGullfallegt mark Íslands Svisslendingar voru mun meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Ísland varðist sem ein heild, með geggjaðan stuðning um þrjú þúsund íslenskra áhorfenda í veganesti, og gaf fá færi á sér. Illa gekk þó að halda boltanum innan liðsins sem fyrr. Dagný átti skalla yfir eftir ellefu mínútur og svissneski bakvörðurinn Noelle Martiz, sem henti sér í jörðina við hvert tækifæri í fyrri hálfleiknum, átti skot framhjá úr þröngu færi. Mörk koma eftir gæði og oftast einhver mistök. Þannig var það sem Ísland komst yfir. Sviss tapaði boltanum á versta stað og boltinn hrökk til Dagnýjar Brynjarsdóttur rétt fyrir framan miðju. Hetjan frá Hellu sendi blinda sendingu í svæðið þar sem Fanndís Friðriksdóttir, sem lítið hafði sést til í leiknum, kom á harðaspretti. Fanndís kom sér framhjá varnarmanni Sviss og í skotfæri innan teigs. Vinstri fótur, hægra horn. Boltinn söng í fjærhorninu og Ísland komið yfir eftir 36 mínútur. Marksins hafði þó verið beðið mun lengur enda Ísland ekki skoraði í leikjunum fjórum á undan. Allt ætlaði um koll að keyra í Tjarnarhreiðrinu og vafalítið margir sem hugsuðu um leið að þeir þyrftu að fara að huga að því að fresta heimför. Ísland væri á leiðinni upp úr riðlinum.Svisslendingar fagna jöfnunarmarkinu.vísir/gettySváfu á verðinumNæstu mínútur voru yndislegar. Meiri ró færðist yfir íslenska liðið sem náði sínum bestu spilköflum í leiknum og leikmenn Sviss greinilega í áfalli. Gunnhildur Yrsa átti skalla rétt yfir markið úr þokkalegu færi, þar sem líklega hefði verið betra að skalla fyrir markið, og allt stefndi í 1-0 forystu í leikhléi. Dickenmann fyrirliði þeirra rauðu og hvítu var á öðru máli. Sem og Ramona Bachmann. Þær svissnesku nýddu sér sofandi hátt í varnarleik Íslands eftir innkast. Talningin hjá íslensku stelpunum klikkaði, einhver gleymdi sér og allt í einu spólaði Bachmann framhjá Sif og lagði boltann snyrtilega fyrir fyrir Dickenmann í teignum. Fast skot hennar af stuttu færi fór af Guðbjörgu og söng í netinu. Staðan orðin jöfn og allt á byrjunarreit á ný þegar flautað var til hálfleiks.Ramona Bachmann skorar sigurmarkið.vísir/gettyÓ Ramona Bachmann 5647 áhorfendur á Tjarnarhæðinni sáu Dagnýju skalla framhjá eftir gullfallega uppbyggingu Katrínar Ásbjörnsdóttur og Gunnhilda Yrsu Jónsdóttur sem sendi fyrir. Katrín kom inn í byrjunarliðið fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur og átti fínan leik, barðist af krafti og ætlaði greinilega að selja sig dýrt og gerði þær rúmu sextíu mínútur sem hún spilaði. Allt í járnum, en aðeins í stutta stund. Svisslendingar eru leiknir í fótbolta og þær sýndu það svo sannarlega á 52. mínútu. Þá spiluðu þær miðju- og varnarmenn Íslands sundur og saman. Maritz sendi frá vinstri á teiginn þar sem Ramona Bachmann, hver önnur, skallaði í netið af markteig. „Við komum hingað með nokkur markmið sem voru einföld og skýr. Eitt af því var að vera með besta varnarliðið í mótinu,“ sagði Freyr á blaðamannafundi fyrir leikinn. Varnarleikurinn hafði verið aðalsmerki stelpnanna okkar en nú hafði liðið fengið á sig tvö mörk á tíu mínútum. Þegar þitt sterkasta vopn er ekki að virka þá er útlitið svart.Gert að sárum markvarðar Sviss.vísir/gettyHarkalegt höfuðhögg Um tíu mínútna hlé þurfti að gera á leiknum eftir árekstur Gunnhildar Yrsu og Thalmann, markvarðar Sviss. Báðar lágu eftir um tíma en sú svissneska lengur enda fossblæddi úr höfði hennar og þurfti að vefja um höfuð hennar. Sem betur fer stóð hún á fætur og leikurinn gat haldið áfram. Allt ætlaði um koll að keyra á 70 mínútu þegar Dagný vann skallaeinvígi í teignum. Boltinn fór í upprétta hönd svissnesks varnarmanns. Dómarinn lét leikinn halda áfram við lítinn fögnuð bláklæddra en rauðar og hvítar gátu andað léttar. Það sem Ísland hefði þegið vítið sem liðið telur sig eiga inni, og á inni. „Áfram Ísland“ hljómaði stúkanna á milli. Áhorfendur voru ekki búnir að gefast upp og gáfu í ef eitthvað var. Sara Björk meiddist á hné en beit á jaxlinn. Fanndís Friðriksdóttir var komin með blóð á tennurnar eftir markið í fyrri hálfleik og lét vaða utan teigs eftir flottan einleik þegar fimmtán mínútur voru eftir. Þreytumerki voru á skotinu sem fór rétt framhjá. Gáfust stelpurnar okkar upp? Nei, svo sannarlega ekki. Reynsluboltinn Hólmfríður Magnúsdóttir var send inn á þegar tíu mínútur lifðu leiks og Dickenmann braut gróflega á henni um leið. Íslenskir stuðningsmenn vildu seinna gult á fyrirliðann og markaskorarann, sem fór með sólann í kvið Dagnýjar eftir sex mínútur, en fengu ekki.Íslensku stuðningsmennirnir taka víkingaklappið.vísir/gettyBjargað á marklínu Þær ellefu mínútur sem rússneski dómarinn bætti við dugðu ekki baráttuglöðum íslenskum stelpum til að jafna metin. Sviss átti skot í slána áður en Ísland fékk sitt seinasta færi á sjöundu mínútu viðbótartíma. Hornspyrna Fanndísar féll fyrir fætur Hallberu á teignum. Skagamærin náði ekki að leggja boltann vel fyrir sig og átti lélegt skot í varnarmann. Boltinn hrökk til Öglu Maríu sem hitti boltann sömuleiðis illa. Minnstu munaði þó að Sara Björk næði að stýra boltanum í netið en Sviss bjargaði á línu.Hólmfríður Magnúsdóttir sár og svekkt í leikslok.vísir/gettyÍslensk tár í leikslok Vonbrigðin voru mikil þegar sú rússneska flautaði til leiksloka. Freyr leit í grasið og leikmenn Íslands gátu ekki leynt vonbrigðum sínum. Sif Atladóttir hneig í jörðina og ljóst að tár voru í augum margra íslenskra leikmann. Ekki vantaði baráttugleðina og viljann frekar en í leiknum gegn Frökkum. Uppskeran var hins vegar sú sama, engin. Núll stig og staðan afar slæm fyrir lokaleikinn í riðlinum. Framundan er viðureign Austurríkis og Frakklands sem má alls ekki enda með jafntefli. Þá eru okkar stelpur úr leik. Franskur sigur á Austurríki í kvöld og svo Sviss er eina líflína Íslands sem verður þá að leggja Austurríki að velli í lokaleiknum, líklega með tveggja marka mun. Ekki er hægt að ljúka umfjöllun um leikinn á Tjarnarhæðinni án þess að minnast á stuðninginn sem stelpurnar fengu úr stúkunni. Hann byrjaði vel fyrir leik og eftir leik stóð hver einasti Íslendingur úr sæti sínu og klappaði stelpunum lof í lofa. Áður en kom að víkingaklappinu. Allar saman, í blíðu og stríðu. Svisslendingar eru betri en Ísland í fótbolta, Frakkar sömuleiðis. Samt munaði grátlega litlu að Ísland fengi stig út úr leikjunum tveimur og væri fyrir vikið í góðri stöðu fyrir lokaleik gegn Austurríki. En svo er alls ekki.Uppfært:Jafntefli í viðureign Austurríkis og Frakklands þýðir að Ísland á ekki lengur möguleika að komast upp úr riðli sínum. EM 2017 í Hollandi
Staða stelpnanna okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu er slæm í C-riðli Evrópumótsins í Hollandi eftir 2-1 tap gegn Sviss. Ísland komst yfir í leiknum eftir hálftímaleik en tvær fallegar svissneskar sóknir á tíu mínútna kafla, hvort sínum megin við hálfleikinn, skildi að þegar uppi var staðið. Þar svaf íslenska vörnin illa á verðinum og var refsað af gæðaleikmönnum í liði Sviss. Von Íslands um sæti í átta liða úrslitum er veik. Til þess þarf að treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum og um leið þarf Ísland að vinna sigur, líklega tveggja marka, í lokaleiknum gegn Austurríki í Rotterdam. Uppfært: Ísland er úr leik á EM eftir jafntefli Frakka og Austurríkis. Lara Dickenmann slapp við rauða spjaldið þrátt fyrir gróf brot.vísir/gettySóðaleg tækling eftir sex mínútur Frá fyrstu mínútu var ljóst hversu mikið var undir í Tjarnarhreiðrinu í Doetinchem. Svissnesku stelpurnar töluðu um það fyrir leikinn að leikmenn hefðu verið afar stressaðir fyrir tapleikinn gegn Austurríki í 1. umferð. Íslensku stelpurnar voru í sárum eftir grátlegt 1-0 tap gegn Frökkum. Tap í dag þýddi fyrir bæði lið að líkurnar á því að komast upp úr riðlinum væru svo gott sem úr sögunni. Ramona Bachmann, stjörnuleikmaður Sviss, kom við boltann eftir þrjár mínútur og skapaði strax hættu. Þeir sem muna eftir sýningu hennar á Laugardalsvellinum fyrir fjórum árum urðu stressaðir. Íslensku stelpurnar vita vel hvers hún er megnug og gekk vel að stöðva hana í hálfleiknum. „Íslendingar eru frægir fyrir grófar tæklingar,“ sagði Voss-Tecklenburg, þjálfari Sviss, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Ísland hefði átt eitt eða tvö rauð spjöld skilið í Frakkaleiknum. Það var hins vegar fyrirliði Sviss, Lara Dickenmann, sem átti að fjúka útaf eftir aðeins sex mínútur. Þá fór hún með sólann í kviðinn á Dagnýju Brynjarsdóttur, svo vel sá á. Spark sem á ekki að sjást í fótbolta. Rússneski dómarinn var Dickenmann gult spjald og hún andaði léttar. En tónninn var settur. Aukaspyrnurnar urðu sextán í fyrri hálfleiknum og hefðu getað verið fleiri.Fanndís fagnar hér marki sínu.Vísir/GettyGullfallegt mark Íslands Svisslendingar voru mun meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Ísland varðist sem ein heild, með geggjaðan stuðning um þrjú þúsund íslenskra áhorfenda í veganesti, og gaf fá færi á sér. Illa gekk þó að halda boltanum innan liðsins sem fyrr. Dagný átti skalla yfir eftir ellefu mínútur og svissneski bakvörðurinn Noelle Martiz, sem henti sér í jörðina við hvert tækifæri í fyrri hálfleiknum, átti skot framhjá úr þröngu færi. Mörk koma eftir gæði og oftast einhver mistök. Þannig var það sem Ísland komst yfir. Sviss tapaði boltanum á versta stað og boltinn hrökk til Dagnýjar Brynjarsdóttur rétt fyrir framan miðju. Hetjan frá Hellu sendi blinda sendingu í svæðið þar sem Fanndís Friðriksdóttir, sem lítið hafði sést til í leiknum, kom á harðaspretti. Fanndís kom sér framhjá varnarmanni Sviss og í skotfæri innan teigs. Vinstri fótur, hægra horn. Boltinn söng í fjærhorninu og Ísland komið yfir eftir 36 mínútur. Marksins hafði þó verið beðið mun lengur enda Ísland ekki skoraði í leikjunum fjórum á undan. Allt ætlaði um koll að keyra í Tjarnarhreiðrinu og vafalítið margir sem hugsuðu um leið að þeir þyrftu að fara að huga að því að fresta heimför. Ísland væri á leiðinni upp úr riðlinum.Svisslendingar fagna jöfnunarmarkinu.vísir/gettySváfu á verðinumNæstu mínútur voru yndislegar. Meiri ró færðist yfir íslenska liðið sem náði sínum bestu spilköflum í leiknum og leikmenn Sviss greinilega í áfalli. Gunnhildur Yrsa átti skalla rétt yfir markið úr þokkalegu færi, þar sem líklega hefði verið betra að skalla fyrir markið, og allt stefndi í 1-0 forystu í leikhléi. Dickenmann fyrirliði þeirra rauðu og hvítu var á öðru máli. Sem og Ramona Bachmann. Þær svissnesku nýddu sér sofandi hátt í varnarleik Íslands eftir innkast. Talningin hjá íslensku stelpunum klikkaði, einhver gleymdi sér og allt í einu spólaði Bachmann framhjá Sif og lagði boltann snyrtilega fyrir fyrir Dickenmann í teignum. Fast skot hennar af stuttu færi fór af Guðbjörgu og söng í netinu. Staðan orðin jöfn og allt á byrjunarreit á ný þegar flautað var til hálfleiks.Ramona Bachmann skorar sigurmarkið.vísir/gettyÓ Ramona Bachmann 5647 áhorfendur á Tjarnarhæðinni sáu Dagnýju skalla framhjá eftir gullfallega uppbyggingu Katrínar Ásbjörnsdóttur og Gunnhilda Yrsu Jónsdóttur sem sendi fyrir. Katrín kom inn í byrjunarliðið fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur og átti fínan leik, barðist af krafti og ætlaði greinilega að selja sig dýrt og gerði þær rúmu sextíu mínútur sem hún spilaði. Allt í járnum, en aðeins í stutta stund. Svisslendingar eru leiknir í fótbolta og þær sýndu það svo sannarlega á 52. mínútu. Þá spiluðu þær miðju- og varnarmenn Íslands sundur og saman. Maritz sendi frá vinstri á teiginn þar sem Ramona Bachmann, hver önnur, skallaði í netið af markteig. „Við komum hingað með nokkur markmið sem voru einföld og skýr. Eitt af því var að vera með besta varnarliðið í mótinu,“ sagði Freyr á blaðamannafundi fyrir leikinn. Varnarleikurinn hafði verið aðalsmerki stelpnanna okkar en nú hafði liðið fengið á sig tvö mörk á tíu mínútum. Þegar þitt sterkasta vopn er ekki að virka þá er útlitið svart.Gert að sárum markvarðar Sviss.vísir/gettyHarkalegt höfuðhögg Um tíu mínútna hlé þurfti að gera á leiknum eftir árekstur Gunnhildar Yrsu og Thalmann, markvarðar Sviss. Báðar lágu eftir um tíma en sú svissneska lengur enda fossblæddi úr höfði hennar og þurfti að vefja um höfuð hennar. Sem betur fer stóð hún á fætur og leikurinn gat haldið áfram. Allt ætlaði um koll að keyra á 70 mínútu þegar Dagný vann skallaeinvígi í teignum. Boltinn fór í upprétta hönd svissnesks varnarmanns. Dómarinn lét leikinn halda áfram við lítinn fögnuð bláklæddra en rauðar og hvítar gátu andað léttar. Það sem Ísland hefði þegið vítið sem liðið telur sig eiga inni, og á inni. „Áfram Ísland“ hljómaði stúkanna á milli. Áhorfendur voru ekki búnir að gefast upp og gáfu í ef eitthvað var. Sara Björk meiddist á hné en beit á jaxlinn. Fanndís Friðriksdóttir var komin með blóð á tennurnar eftir markið í fyrri hálfleik og lét vaða utan teigs eftir flottan einleik þegar fimmtán mínútur voru eftir. Þreytumerki voru á skotinu sem fór rétt framhjá. Gáfust stelpurnar okkar upp? Nei, svo sannarlega ekki. Reynsluboltinn Hólmfríður Magnúsdóttir var send inn á þegar tíu mínútur lifðu leiks og Dickenmann braut gróflega á henni um leið. Íslenskir stuðningsmenn vildu seinna gult á fyrirliðann og markaskorarann, sem fór með sólann í kvið Dagnýjar eftir sex mínútur, en fengu ekki.Íslensku stuðningsmennirnir taka víkingaklappið.vísir/gettyBjargað á marklínu Þær ellefu mínútur sem rússneski dómarinn bætti við dugðu ekki baráttuglöðum íslenskum stelpum til að jafna metin. Sviss átti skot í slána áður en Ísland fékk sitt seinasta færi á sjöundu mínútu viðbótartíma. Hornspyrna Fanndísar féll fyrir fætur Hallberu á teignum. Skagamærin náði ekki að leggja boltann vel fyrir sig og átti lélegt skot í varnarmann. Boltinn hrökk til Öglu Maríu sem hitti boltann sömuleiðis illa. Minnstu munaði þó að Sara Björk næði að stýra boltanum í netið en Sviss bjargaði á línu.Hólmfríður Magnúsdóttir sár og svekkt í leikslok.vísir/gettyÍslensk tár í leikslok Vonbrigðin voru mikil þegar sú rússneska flautaði til leiksloka. Freyr leit í grasið og leikmenn Íslands gátu ekki leynt vonbrigðum sínum. Sif Atladóttir hneig í jörðina og ljóst að tár voru í augum margra íslenskra leikmann. Ekki vantaði baráttugleðina og viljann frekar en í leiknum gegn Frökkum. Uppskeran var hins vegar sú sama, engin. Núll stig og staðan afar slæm fyrir lokaleikinn í riðlinum. Framundan er viðureign Austurríkis og Frakklands sem má alls ekki enda með jafntefli. Þá eru okkar stelpur úr leik. Franskur sigur á Austurríki í kvöld og svo Sviss er eina líflína Íslands sem verður þá að leggja Austurríki að velli í lokaleiknum, líklega með tveggja marka mun. Ekki er hægt að ljúka umfjöllun um leikinn á Tjarnarhæðinni án þess að minnast á stuðninginn sem stelpurnar fengu úr stúkunni. Hann byrjaði vel fyrir leik og eftir leik stóð hver einasti Íslendingur úr sæti sínu og klappaði stelpunum lof í lofa. Áður en kom að víkingaklappinu. Allar saman, í blíðu og stríðu. Svisslendingar eru betri en Ísland í fótbolta, Frakkar sömuleiðis. Samt munaði grátlega litlu að Ísland fengi stig út úr leikjunum tveimur og væri fyrir vikið í góðri stöðu fyrir lokaleik gegn Austurríki. En svo er alls ekki.Uppfært:Jafntefli í viðureign Austurríkis og Frakklands þýðir að Ísland á ekki lengur möguleika að komast upp úr riðli sínum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti