Sænsku stelpurnar skutu Rússana aftur niður á jörðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2017 17:45 Lotta Schelin fagnar marki sínu. Vísir/Getty Svíar fögnuðu sínum fyrsta sigri á EM kvenna í fótbolta í kvöld þegar sænska liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á Rússum í fyrri leik dagsins í B-riðli. Svíar gerðu markalaust jafntefli við Evrópumeistara Þýskalands í fyrsta leiknum sínum en stigu nú stórt skref að því að komast upp úr riðlinum og í átta liða úrslitin. Rússneska liðið gat tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum með sigri eftir 2-1 sigur á Ítölum í fyrsta leik en nú biður liðsins erfiður leikur á móti Þýskalandi í lokaumferðinni. Markadrottningin og fyrirliðinn Lotta Schelin skoraði fyrra markið á 22. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu Magdalena Eriksson. Þetta var 87. markið hennar fyrir sænska landsliðið. Markið lá í loftinu en mörkin urðu samt ekki fleiri fyrir hálfleik. Stina Blackstenius bætti síðan við öðru marki á 51. mínútu en hún er 21 árs og tólf árum yngri en Lotta Schelin. EM 2017 í Hollandi
Svíar fögnuðu sínum fyrsta sigri á EM kvenna í fótbolta í kvöld þegar sænska liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á Rússum í fyrri leik dagsins í B-riðli. Svíar gerðu markalaust jafntefli við Evrópumeistara Þýskalands í fyrsta leiknum sínum en stigu nú stórt skref að því að komast upp úr riðlinum og í átta liða úrslitin. Rússneska liðið gat tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum með sigri eftir 2-1 sigur á Ítölum í fyrsta leik en nú biður liðsins erfiður leikur á móti Þýskalandi í lokaumferðinni. Markadrottningin og fyrirliðinn Lotta Schelin skoraði fyrra markið á 22. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu Magdalena Eriksson. Þetta var 87. markið hennar fyrir sænska landsliðið. Markið lá í loftinu en mörkin urðu samt ekki fleiri fyrir hálfleik. Stina Blackstenius bætti síðan við öðru marki á 51. mínútu en hún er 21 árs og tólf árum yngri en Lotta Schelin.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti