Fyrsta æfingin var í Ásgarði í Garðabæ en strákarnir eru nú reynslunni ríkari enda á leiðinni á sitt annað Evrópumót í röð.
Kanadamaðurinn Craig Pedersen er búinn að velja 23 manna æfingahóp en aðeins tólf þeirra verða með í lokahópnum í Helsinki þar sem Ísland mætir Grikklandi, Póllandi, Slóveníu, Finnlandi og Frakklandi.
Íslenska liðið mun spila æfingaleiki við Belgíu hér á landi í næstu viku en eins taka þátt í æfingamótum erlendis fram að Evrópukeppni.
Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á æfingunni í Ásgarði í kvöld og tók þessar skemmtilegu myndir hér fyrir neðan.







