Vilja koma í veg fyrir að stórhýsi verði byggt í fornum kirkjugarði Reykvíkinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2017 21:21 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi. Vísir/Anton Brink Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina vilja að áform um framkvæmdir á Víkurgarðsreitnum í miðborg Reykjavíkur verði endurskoðuð í ljósi fornleifafunda á svæðinu. Tillaga þess efnis var flutt á borgarráðsfundi í morgun en var frestað að ósk meirihlutans. Í tillögunni, sem Kjartan Magnússon borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins flutti á fundi borgarráðs, segir að komið hafi í ljós að byggingarreitur fyrirhugaðs stórhýsis á svæðinu nái inn í hinn forna Víkurgarð. Kjartan segir markmið tillögunnar vera að „koma í veg fyrir að stórhýsi verði byggt í Víkurgarði, hinum forna kirkjugarði Reykvíkinga.“ „Lagt er til að í ljósi fornleifafunda við Landsímahúsið verði áform um framkvæmdir á reitnum endurskoðuð. Horfið verði frá því að reisa fyrirhugað stórhýsi í hinum forna Víkurgarði, elsta kirkjugarði Reykjavíkur, enda hefur nú komið í ljós að byggingarreiturinn nær inn í kirkjugarðinn. Þess í stað verði leitast við að forðast menningarlegt tjón, jafnvel stórslys, með því að vernda hinn forna kirkjugarð og þær fornleifar sem þar er að finna,” segir í tillögunni.Vilja gera „nafla Reykjavíkur“ hátt undir höfði Á reitnum vilja flutningsmenn tillögunnar jafnframt koma fyrir„minningarmörkum“ sem geri almenningi kleift að skynja hina miklu helgi og sögu sem staðurinn, réttnefndur „nafli Reykjavíkur,“ geymi. „Í garðinum verði jafnframt sett upp minningarmörk um hina framliðnu ásamt söguskilti og með því verði almenningi gefinn kostur á að skynja við útivist í garðinum hina miklu helgi og sögu sem þessi staður, réttnefndur nafli Reykjavíkur, geymir. Leitast verði við að gera nauðsynlegar breytingar í þessu skyni í samráði og sátt við þann aðila, sem hyggur á uppbyggingu á reitnum samkvæmt núgildandi skipulagi.“Óráðlegt að samþykkja breytingar vegna merkrar niðurstöðu í uppgreftriFornleifauppgröftur í Víkurgarði hófst fyrir nokkru síðan vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Kirkjugarðurinn hefur einnig gengið undir nafninu Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. Þá hafa framkvæmdirnar á svæðinu verið umdeildar en deiliskipulag á reitnum var samþykkt árið 2013 eftir mikið þref. Í tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina segir að mjög hafi verið gengið á land Víkurkirkjugarðs með byggingum Landsímans. Þá segir einnig að vísbendingar hafi komið fram um að von sé á merkri niðurstöðu í tengslum við fornleifarannsóknir á svæðinu og því þyki „óráðlegt að samþykkja breytingar á deiliskipulagi á svæðinu áður en heildarniðurstöður yfirstandandi fornleifarannsóknar liggja fyrir.“ Fornminjar Skipulag Tengdar fréttir Fyrstu myndir af fyrirhuguðu hóteli við Austurvöll Áætlað er að umdeilt hótel á svokölluðum Landsímareit opni eftir tvö ár. Alþingi hefur fallið frá kæru gegn Reykjavíkurborg vegna deiliskipulags á svæðinu. 9. febrúar 2016 21:00 Beinin segja mikla sögu Uppgröftur í elsta kirkjugarði Reykvíkinga gefur góða mynd af heilsufarssögu borgarbúa yfir um átthundruð ára tímabil. Vitneskjan getur nýst okkur til framtíðar, segir fornleifafræðingur. 31. mars 2016 19:30 Sátt náðist um Landsímareitinn Deiliskipulag á Landsímareitnum við Austurvöll var samþykkt í Skipulagsráði í gær. Allir greiddu atkvæði með því nema fulltrúi Vinstri grænna. 13. júlí 2013 08:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina vilja að áform um framkvæmdir á Víkurgarðsreitnum í miðborg Reykjavíkur verði endurskoðuð í ljósi fornleifafunda á svæðinu. Tillaga þess efnis var flutt á borgarráðsfundi í morgun en var frestað að ósk meirihlutans. Í tillögunni, sem Kjartan Magnússon borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins flutti á fundi borgarráðs, segir að komið hafi í ljós að byggingarreitur fyrirhugaðs stórhýsis á svæðinu nái inn í hinn forna Víkurgarð. Kjartan segir markmið tillögunnar vera að „koma í veg fyrir að stórhýsi verði byggt í Víkurgarði, hinum forna kirkjugarði Reykvíkinga.“ „Lagt er til að í ljósi fornleifafunda við Landsímahúsið verði áform um framkvæmdir á reitnum endurskoðuð. Horfið verði frá því að reisa fyrirhugað stórhýsi í hinum forna Víkurgarði, elsta kirkjugarði Reykjavíkur, enda hefur nú komið í ljós að byggingarreiturinn nær inn í kirkjugarðinn. Þess í stað verði leitast við að forðast menningarlegt tjón, jafnvel stórslys, með því að vernda hinn forna kirkjugarð og þær fornleifar sem þar er að finna,” segir í tillögunni.Vilja gera „nafla Reykjavíkur“ hátt undir höfði Á reitnum vilja flutningsmenn tillögunnar jafnframt koma fyrir„minningarmörkum“ sem geri almenningi kleift að skynja hina miklu helgi og sögu sem staðurinn, réttnefndur „nafli Reykjavíkur,“ geymi. „Í garðinum verði jafnframt sett upp minningarmörk um hina framliðnu ásamt söguskilti og með því verði almenningi gefinn kostur á að skynja við útivist í garðinum hina miklu helgi og sögu sem þessi staður, réttnefndur nafli Reykjavíkur, geymir. Leitast verði við að gera nauðsynlegar breytingar í þessu skyni í samráði og sátt við þann aðila, sem hyggur á uppbyggingu á reitnum samkvæmt núgildandi skipulagi.“Óráðlegt að samþykkja breytingar vegna merkrar niðurstöðu í uppgreftriFornleifauppgröftur í Víkurgarði hófst fyrir nokkru síðan vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Kirkjugarðurinn hefur einnig gengið undir nafninu Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. Þá hafa framkvæmdirnar á svæðinu verið umdeildar en deiliskipulag á reitnum var samþykkt árið 2013 eftir mikið þref. Í tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina segir að mjög hafi verið gengið á land Víkurkirkjugarðs með byggingum Landsímans. Þá segir einnig að vísbendingar hafi komið fram um að von sé á merkri niðurstöðu í tengslum við fornleifarannsóknir á svæðinu og því þyki „óráðlegt að samþykkja breytingar á deiliskipulagi á svæðinu áður en heildarniðurstöður yfirstandandi fornleifarannsóknar liggja fyrir.“
Fornminjar Skipulag Tengdar fréttir Fyrstu myndir af fyrirhuguðu hóteli við Austurvöll Áætlað er að umdeilt hótel á svokölluðum Landsímareit opni eftir tvö ár. Alþingi hefur fallið frá kæru gegn Reykjavíkurborg vegna deiliskipulags á svæðinu. 9. febrúar 2016 21:00 Beinin segja mikla sögu Uppgröftur í elsta kirkjugarði Reykvíkinga gefur góða mynd af heilsufarssögu borgarbúa yfir um átthundruð ára tímabil. Vitneskjan getur nýst okkur til framtíðar, segir fornleifafræðingur. 31. mars 2016 19:30 Sátt náðist um Landsímareitinn Deiliskipulag á Landsímareitnum við Austurvöll var samþykkt í Skipulagsráði í gær. Allir greiddu atkvæði með því nema fulltrúi Vinstri grænna. 13. júlí 2013 08:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Fyrstu myndir af fyrirhuguðu hóteli við Austurvöll Áætlað er að umdeilt hótel á svokölluðum Landsímareit opni eftir tvö ár. Alþingi hefur fallið frá kæru gegn Reykjavíkurborg vegna deiliskipulags á svæðinu. 9. febrúar 2016 21:00
Beinin segja mikla sögu Uppgröftur í elsta kirkjugarði Reykvíkinga gefur góða mynd af heilsufarssögu borgarbúa yfir um átthundruð ára tímabil. Vitneskjan getur nýst okkur til framtíðar, segir fornleifafræðingur. 31. mars 2016 19:30
Sátt náðist um Landsímareitinn Deiliskipulag á Landsímareitnum við Austurvöll var samþykkt í Skipulagsráði í gær. Allir greiddu atkvæði með því nema fulltrúi Vinstri grænna. 13. júlí 2013 08:30