Sport

Lítill áhugi á Gunnari og Ponzinibbio í Bandaríkjunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar og Ponzinibbio.
Gunnar og Ponzinibbio. mynd/mjölnir.is/sóllilja baltasarsdóttir
Bandaríkjamenn fjölmenntu ekki fyrir framan sjónvarpstækin til þess að horfa á bardagakvöldið í Glasgow.

Kvöldið var um miðjan dag í Bandaríkjunum og að meðaltali horfðu 402 þúsund áhorfendur á bardagana.

Síðast þegar bardagakvöld í Evrópu var um miðjan dag í Bandaríkjunum var þann 28. maí er Alexander Gustafsson og Glover Teixeira börðust. Þá var meðaláhorfið 496 þúsund áhorfendur.

Bæði Gustafsson og Teixeira eru þekktir en andstæðingur Gunnars, Santiago Ponzinibbio, var lítt þekktur fyrir bardagann.

Bardagi Gustafsson og Teixeira stóð líka yfir í fimm lotur og því fjölgaði áhorfendum mikið í aðalbardaganum. Náði mest 665 þúsund. Ponzinibbio kláraði Gunnar á 82 sekúndum og því gafst ekki tækifæri til þess að fjölga áhorfendum þar. Mest horfðu 496 þúsund í einu.

Áhorf á UFC á þessu ári hefur ekki staðið undir væntingum og bardagakvöldið í byrjun mánðarins olli vonbrigðum enda fór mest púður UFC þá í að kynna bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar í 45 daga veikindafrí

UFC hefur sent Gunnar Nelson í 45 daga veikindafrí eftir að hann var rotaður á bardagakvöldinu í Glasgow um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×