Þjóðhátíð í Eyjum: Búast við svari ráðherra á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2017 20:43 Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. Skipstjóri ferjunnar treystir henni fullkomlega til þess að fara þessa leið. Vestmannaeyjabær sendi á föstudag inn stjórnsýslukæru til samgönguráðuneytisins vegna ákvörðunar Samgöngustofu um að veita ferjunni Akranesi ekki undanþágu til að sigla milli lands og Eyja á Þjóðhátíð. Ferjan er notuð í áætlunarsiglinar milli Reykjavíkur og Akranes og skilgreina yfirvöld hafsvæðið þar í C flokki. Hafsvæðið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er skilgreint það sama samkvæmt reglugerð. Ýtrustu kröfur eru gerðar til skipa í flokki A og vægustu til flokks D og samkvæmt þágildandi reglum máttu einungis skip í flokki B sigla milli lands og Eyja. Vegagerðin lagði til að skip í flokki C megi sigla umrædda leið á tímabilinu 1. maí til 30. september ár hvert. Þessi breyting var staðfest á síðasta ári. Samgöngustofa telur þó mikinn mun á þessum sjóleiðum þrátt fyrir að þær séu í sama flokki. „Það er ótrúlegt að hlusta á fulltrúa Samgöngustofu tala um það að alþjóðlega flokkun á hafsvæðum eins og það sé eitthvert minniháttar mál og það sem ráði séu einhverjar meintar sjónmælingar þeirra á hvernig öldufarið er,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Stjórnsýslukæran var tekin fyrir hjá Samgönguráðuneytinu í dag en í reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum kemur fram að Samgönguráðherra er heimilt, að fengnum tillögum Siglingastofnunar Íslands, nú Samgöngustofu, að samþykkja ákvæði um að undanþiggja skip í tengslum við innanlandssiglingar að því tilskildu að ekki sé dregið úr öryggi. Í reglugerðinni er ekki ljóst hvort ráðherra beri að fara eftir tillögum Samgöngustofu en ráðuneytið vann að gagnöflun í málinu í dag. Búist er við því að ráðherra taki ákvörðun um málið á morgun en þá eru einungis fjórir dagar í Þjóðhátíð. Forstjóri Samgöngustofu segir ákvörðunina endanlega. „Hvers virði er þá stjórnsýslukæran okkur? Getur verið að málum sé stillt upp þannig að ráðherra fái ekkert um þetta sagt og að stofnunin ráði?“ spyr Elliði. Skipstjóri Akraness segir ákvörðun Samgöngustofu óskiljanlega. „Þetta er sama hafsvæði og við erum búnir að vera að sigla hérna á milli Reykjavíkur og Akraness og það gengur mjög vel. Það er ákveðið „limit“ á veðri og öldum sem við höfum og þegar það er komið upp í það þá bara fellum við niður ferðir,“ segir Steinar Magnússon, skipstjóri Akraness.Treystirðu þessu skipi til að sigla milli lands og eyja? „Já það geri ég alveg fullkomlega.“ Tengdar fréttir Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30 Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. Skipstjóri ferjunnar treystir henni fullkomlega til þess að fara þessa leið. Vestmannaeyjabær sendi á föstudag inn stjórnsýslukæru til samgönguráðuneytisins vegna ákvörðunar Samgöngustofu um að veita ferjunni Akranesi ekki undanþágu til að sigla milli lands og Eyja á Þjóðhátíð. Ferjan er notuð í áætlunarsiglinar milli Reykjavíkur og Akranes og skilgreina yfirvöld hafsvæðið þar í C flokki. Hafsvæðið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er skilgreint það sama samkvæmt reglugerð. Ýtrustu kröfur eru gerðar til skipa í flokki A og vægustu til flokks D og samkvæmt þágildandi reglum máttu einungis skip í flokki B sigla milli lands og Eyja. Vegagerðin lagði til að skip í flokki C megi sigla umrædda leið á tímabilinu 1. maí til 30. september ár hvert. Þessi breyting var staðfest á síðasta ári. Samgöngustofa telur þó mikinn mun á þessum sjóleiðum þrátt fyrir að þær séu í sama flokki. „Það er ótrúlegt að hlusta á fulltrúa Samgöngustofu tala um það að alþjóðlega flokkun á hafsvæðum eins og það sé eitthvert minniháttar mál og það sem ráði séu einhverjar meintar sjónmælingar þeirra á hvernig öldufarið er,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Stjórnsýslukæran var tekin fyrir hjá Samgönguráðuneytinu í dag en í reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum kemur fram að Samgönguráðherra er heimilt, að fengnum tillögum Siglingastofnunar Íslands, nú Samgöngustofu, að samþykkja ákvæði um að undanþiggja skip í tengslum við innanlandssiglingar að því tilskildu að ekki sé dregið úr öryggi. Í reglugerðinni er ekki ljóst hvort ráðherra beri að fara eftir tillögum Samgöngustofu en ráðuneytið vann að gagnöflun í málinu í dag. Búist er við því að ráðherra taki ákvörðun um málið á morgun en þá eru einungis fjórir dagar í Þjóðhátíð. Forstjóri Samgöngustofu segir ákvörðunina endanlega. „Hvers virði er þá stjórnsýslukæran okkur? Getur verið að málum sé stillt upp þannig að ráðherra fái ekkert um þetta sagt og að stofnunin ráði?“ spyr Elliði. Skipstjóri Akraness segir ákvörðun Samgöngustofu óskiljanlega. „Þetta er sama hafsvæði og við erum búnir að vera að sigla hérna á milli Reykjavíkur og Akraness og það gengur mjög vel. Það er ákveðið „limit“ á veðri og öldum sem við höfum og þegar það er komið upp í það þá bara fellum við niður ferðir,“ segir Steinar Magnússon, skipstjóri Akraness.Treystirðu þessu skipi til að sigla milli lands og eyja? „Já það geri ég alveg fullkomlega.“
Tengdar fréttir Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30 Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30
Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30