Frjálsum ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands lýkur 2019 Atli Ísleifsson skrifar 31. júlí 2017 12:41 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP Frjálsu flæði fólks frá aðildarríkjunum Evrópusambandsins til Bretlands lýkur í mars 2019, á sama tíma og Bretland gengur úr sambandinu. Frá þessu greindi talsmaður Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þá segir talsmaðurinn að breska ríkisstjórnin hafi þegar lagt fram tillögu um hvernig ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands skuli háttað eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu. Talsmaðurinn segir að frekari upplýsingar um tilhögun innflytjendamála eftir Brexit, verði kynntar síðar. Ekki væri rétt að vera með vangaveltur um slíkt á þessu stigi máls, eða þá að ýja að því að fyrirkomulagið verði með svipuðum hætti og það sé nú. Meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með útgöngu landsins úr sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 23. júní á síðasta ári. May sendi framkvæmdastjórn ESB svo bréf þann 29. mars síðastliðinn þar sem hún virkjaði 50. grein Lissabon-sáttmálans fyrir hönd breskra stjórnvalda. Hófst þá tveggja ára samningaferli milli ESB og Bretlands sem lýkur með formlegri úrsögn landsins. Er því búist við að Bretland gangi formlega úr ESB þann 29. mars 2019. Brexit Tengdar fréttir Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00 Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Frjálsu flæði fólks frá aðildarríkjunum Evrópusambandsins til Bretlands lýkur í mars 2019, á sama tíma og Bretland gengur úr sambandinu. Frá þessu greindi talsmaður Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þá segir talsmaðurinn að breska ríkisstjórnin hafi þegar lagt fram tillögu um hvernig ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands skuli háttað eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu. Talsmaðurinn segir að frekari upplýsingar um tilhögun innflytjendamála eftir Brexit, verði kynntar síðar. Ekki væri rétt að vera með vangaveltur um slíkt á þessu stigi máls, eða þá að ýja að því að fyrirkomulagið verði með svipuðum hætti og það sé nú. Meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með útgöngu landsins úr sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 23. júní á síðasta ári. May sendi framkvæmdastjórn ESB svo bréf þann 29. mars síðastliðinn þar sem hún virkjaði 50. grein Lissabon-sáttmálans fyrir hönd breskra stjórnvalda. Hófst þá tveggja ára samningaferli milli ESB og Bretlands sem lýkur með formlegri úrsögn landsins. Er því búist við að Bretland gangi formlega úr ESB þann 29. mars 2019.
Brexit Tengdar fréttir Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00 Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00
Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00