Moldrík af börnum og klúbbum Landspítalinn kynnir 31. júlí 2017 11:15 Sigríður er svo hæstánægð í starfi að hún hefur aldrei hugleitt annan feril. Mannauðsramminn: Sigríður Sveinsdóttir er háls-, nef- og eyrnalæknir, sem starfar á B3-göngudeild skurðlækninga hjá Landspítala í Fossvogi, en einnig á skurðstofu og legudeild A4 á sama stað. Sigríður hefur unnið hjá Landspítala samfellt í tæplega áratug. "Fólk hefur kannski aðra mynd af sjúkrahúsum, en starfsandinn hérna er virkilega léttur og skemmtilegur og flesta daga er mjög gaman í vinnunni þótt innan um séu auðvitað fjölmörg erfið augnablik," segir Sigríður. Hún er svo hæstánægð í starfi að hún hefur aldrei hugleitt annan feril. "En ef ég hefði snefil af hæfileikum, þá myndi ég gerast rithöfundur í hjáverkum. Mínar bestu gæðastundir eru einmitt með góða bók í sófanum heima." Sigríður ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík með viðdvöl í Svíþjóð og Hafnarfirði. Bjó síðan árum saman í Vesturbæ, en núna í Norðurmýri við Klambratún, sem er miðlæg staðsetning og hentar fjölskyldunni einstaklega vel. Sigríður er í sambúð og moldrík af börnum, með fimm krakka hóp á aldrinum 12 til 20 ára. Hún er mikil félagsvera og tilheyrir óvenju mörgum klúbbum."Í stafrófsröð eru þeir kenndir við badminton, bækur, knapa, rauðvín, sauma, sálarsystur, tennis og Vesturbæjarkonur. Allt saman virkir klúbbar, frekar stolt af því. Svo hef ég hrikalega gaman af fjölbreyttri hreyfingu með góðu fólki," segir Sigríður en viðurkennir þó að hún sé frekar léleg í íþróttum. "Ég stunda engu að síður ræktina, hlaup, badminton, tennis, jóga, skíði og fjallgöngur eftir áhuga og hentisemi hverju sinni. Ef að ég ætti að nefna einn áfangastað úr gönguferðalagi, sem væri eftirminnilegri en aðrir, þá hef ég aldrei upplifað áhrifameiri stund í íslenskri náttúru en að standa á toppi Hvannadalshnjúks í glampandi sólskini með útsýni til allra átta." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér.Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Mannauðsramminn: Sigríður Sveinsdóttir er háls-, nef- og eyrnalæknir, sem starfar á B3-göngudeild skurðlækninga hjá Landspítala í Fossvogi, en einnig á skurðstofu og legudeild A4 á sama stað. Sigríður hefur unnið hjá Landspítala samfellt í tæplega áratug. "Fólk hefur kannski aðra mynd af sjúkrahúsum, en starfsandinn hérna er virkilega léttur og skemmtilegur og flesta daga er mjög gaman í vinnunni þótt innan um séu auðvitað fjölmörg erfið augnablik," segir Sigríður. Hún er svo hæstánægð í starfi að hún hefur aldrei hugleitt annan feril. "En ef ég hefði snefil af hæfileikum, þá myndi ég gerast rithöfundur í hjáverkum. Mínar bestu gæðastundir eru einmitt með góða bók í sófanum heima." Sigríður ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík með viðdvöl í Svíþjóð og Hafnarfirði. Bjó síðan árum saman í Vesturbæ, en núna í Norðurmýri við Klambratún, sem er miðlæg staðsetning og hentar fjölskyldunni einstaklega vel. Sigríður er í sambúð og moldrík af börnum, með fimm krakka hóp á aldrinum 12 til 20 ára. Hún er mikil félagsvera og tilheyrir óvenju mörgum klúbbum."Í stafrófsröð eru þeir kenndir við badminton, bækur, knapa, rauðvín, sauma, sálarsystur, tennis og Vesturbæjarkonur. Allt saman virkir klúbbar, frekar stolt af því. Svo hef ég hrikalega gaman af fjölbreyttri hreyfingu með góðu fólki," segir Sigríður en viðurkennir þó að hún sé frekar léleg í íþróttum. "Ég stunda engu að síður ræktina, hlaup, badminton, tennis, jóga, skíði og fjallgöngur eftir áhuga og hentisemi hverju sinni. Ef að ég ætti að nefna einn áfangastað úr gönguferðalagi, sem væri eftirminnilegri en aðrir, þá hef ég aldrei upplifað áhrifameiri stund í íslenskri náttúru en að standa á toppi Hvannadalshnjúks í glampandi sólskini með útsýni til allra átta." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér.Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira