Ólafía Þórunn: Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2017 08:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sýndi mjög mikinn andlegan styrk við erfiðar aðstæður í Skotlandi og tryggði sér sæti á sínu öðru risamóti. Vísir/Getty Júlímánuður hefur verið flottur hjá íslenska atvinnukylfingnum Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á öllum þremur LPGA-mótunum sínum og náði sínum besta árangri á bandarísku mótaröðinni þegar hún tryggði sér þrettánda sætið á opna skoska í gær. Þrettánda sætið var ekki aðeins besti árangur hennar á LPGA heldur fleytti það henni einnig inn á opna breska risamótið sem verður um verslunarmannahelgina. „Ég toppa greinilega alltaf í júlí,“ sagði Ólafía Þórunn hlæjandi um þá staðreynd hversu vel henni gekk í þessum mánuði í ár, en í júlí í fyrra vann hún Íslandsmótið á metskori. „Þetta var mjög erfiður dagur og ég veit ekki hvað er ekki búið að vera í gangi. Það var allt á eftir áætlun síðan í morgun og alls konar áskoranir. Ég er mjög ánægð að hafa höndlað þetta allt svona vel,“ sagði Ólafía Þórunn. Ólafía lenti í ýmsu mótlæti á mótinu í Skotlandi en það var aðdáunarvert hversu vel henni gekk að koma til baka eftir áföllin. Gott dæmi um það er að hún fylgdi þreföldum skolla á fyrsta hring eftir með tveimur fuglum á síðustu fimm holunum.Vísir/GettyMá ekki verða reið „Ég verð bara að vera þolinmóð og ekki vera reið, sérstaklega þar sem að það getur bara allt gerst í svona vindi. Stundum gerast fáránlegustu hlutir og ég var mjög sterk í að vinna mig út úr því þessa vikuna,“ sagði Ólafía Þórunn. Þrjú efstu sætin á opna skoska skiluðu þátttökurétti á opna breska en þá erum við að tala um þá kylfinga sem voru ekki þegar búnir að tryggja sig inn. „Þetta er bara geggjað og mjög stór áfangi,“ sagði Ólafía Þórunn sem keppti fyrst Íslendinga á risamóti í júní þegar hún tók þátt í PGA-meistaramótinu í Illinois. „Umgjörðin í kringum þessi mót er miklu stærri, það eru fleiri áhorfendur og þar af leiðandi meiri truflanir. Svo þarf líka að halda væntingunum niðri og verða ekki of spennt,“ sagði Ólafía Þórunn sem var að klára sitt fimmtánda LPGA-mót um helgina. „Ég er klárlega búin að læra mikið á þessum mótum sem ég er búin með. Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs þökk sé reynslunni,“ sagði Ólafía Þórunn. Veðrið var erfitt.Vísir/GettyEkta íslenskar aðstæður „Það var ískalt stundum og svo kom allt í einu sól og þá var maður að fara úr öllu. Það var mjög tilviljunarkennt veður en oftast var nú kalt, rigning og vindur. Þetta var ekta íslenskt en aðeins meiri vindur kannski því hann var mjög sterkur,“ sagði Ólafía Þórunn. „Spennan var ekki meiri fyrir mig en samt töluðu allir í kringum mig eins og þetta væri komið. Það er svolítið óþægilegt því ég vil ekki segja að þetta sé komið fyrr en það er komið. Ég þarf að einbeita mér áfram og þurfti því að loka á það. Ég var ekki að hugsa um þetta heldur bara að reyna að spila eins vel og ég gat,“ sagði Ólafía Þórunn. „Í dag fannst mér ég ekki spila vel. Ef ég spila einn yfir pari þegar ég er ekki að spila vel þá er ég mjög ánægð. Það er ekki verra en það. Þetta var mjög stöðugt í dag þó að ég hafi verið einn yfir. Ég missti eiginlega öll parfærin mín. Ef ég hefði bara sett helminginn af þeim í þá hefði ég spilað undir pari. Það féll ekkert af þeim niður,“ sagði Ólafía Þórunn.Svo fer ég bara að sofa Hún náð tvisvar að svara skolla með fugli og var því fljót að bæta fyrir mistökin. „Það er barátta í manni,“ sagði Ólafía Þórunn kát en þreytt. Næst á dagskrá var að koma sér yfir á hina strönd Skotlands: „Svo fer ég bara að sofa og hvíla mig,“ sagði Ólafía Þórunn að lokum. Golf Tengdar fréttir Ólafía: Því verri sem aðstæðurnar eru því betra fyrir mig Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kampa kát í samtali við fjölmiðla eftir að ljóst var að hún tryggði sér sæti á einu af risamótum ársins í kvennaflokki, opna breska. 30. júlí 2017 18:28 Ólafía Þórunn verður með á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. 30. júlí 2017 16:38 Ólafía: Spilaði mjög vel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efsti Evrópubúinn á Opna skoska meistaramótinu í golfi. 28. júlí 2017 19:03 Mamma Ólafíu verðlaunaði hana með pizzu eftir að dóttirin tryggði sig inn á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér sæti á opna breska meistaramótinu í dag með því að ná þrettánda sæti á opna breska meistaramótinu. 30. júlí 2017 18:10 Ólafía í 13. sæti á opna skoska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk keppni í dag á opna skoska meistaramótinu sem fór fram í Dundonald í Skotlandi. Ólafía endaði hringina fjóra samtals á einu höggi yfir pari. 30. júlí 2017 16:00 Ólafía spilaði þriðja hringinn á einu höggi yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þriðja hringinn sinn á einu höggi yfir pari, á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fór fram í North Ayrshire í Skotlandi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. 29. júlí 2017 17:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Júlímánuður hefur verið flottur hjá íslenska atvinnukylfingnum Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á öllum þremur LPGA-mótunum sínum og náði sínum besta árangri á bandarísku mótaröðinni þegar hún tryggði sér þrettánda sætið á opna skoska í gær. Þrettánda sætið var ekki aðeins besti árangur hennar á LPGA heldur fleytti það henni einnig inn á opna breska risamótið sem verður um verslunarmannahelgina. „Ég toppa greinilega alltaf í júlí,“ sagði Ólafía Þórunn hlæjandi um þá staðreynd hversu vel henni gekk í þessum mánuði í ár, en í júlí í fyrra vann hún Íslandsmótið á metskori. „Þetta var mjög erfiður dagur og ég veit ekki hvað er ekki búið að vera í gangi. Það var allt á eftir áætlun síðan í morgun og alls konar áskoranir. Ég er mjög ánægð að hafa höndlað þetta allt svona vel,“ sagði Ólafía Þórunn. Ólafía lenti í ýmsu mótlæti á mótinu í Skotlandi en það var aðdáunarvert hversu vel henni gekk að koma til baka eftir áföllin. Gott dæmi um það er að hún fylgdi þreföldum skolla á fyrsta hring eftir með tveimur fuglum á síðustu fimm holunum.Vísir/GettyMá ekki verða reið „Ég verð bara að vera þolinmóð og ekki vera reið, sérstaklega þar sem að það getur bara allt gerst í svona vindi. Stundum gerast fáránlegustu hlutir og ég var mjög sterk í að vinna mig út úr því þessa vikuna,“ sagði Ólafía Þórunn. Þrjú efstu sætin á opna skoska skiluðu þátttökurétti á opna breska en þá erum við að tala um þá kylfinga sem voru ekki þegar búnir að tryggja sig inn. „Þetta er bara geggjað og mjög stór áfangi,“ sagði Ólafía Þórunn sem keppti fyrst Íslendinga á risamóti í júní þegar hún tók þátt í PGA-meistaramótinu í Illinois. „Umgjörðin í kringum þessi mót er miklu stærri, það eru fleiri áhorfendur og þar af leiðandi meiri truflanir. Svo þarf líka að halda væntingunum niðri og verða ekki of spennt,“ sagði Ólafía Þórunn sem var að klára sitt fimmtánda LPGA-mót um helgina. „Ég er klárlega búin að læra mikið á þessum mótum sem ég er búin með. Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs þökk sé reynslunni,“ sagði Ólafía Þórunn. Veðrið var erfitt.Vísir/GettyEkta íslenskar aðstæður „Það var ískalt stundum og svo kom allt í einu sól og þá var maður að fara úr öllu. Það var mjög tilviljunarkennt veður en oftast var nú kalt, rigning og vindur. Þetta var ekta íslenskt en aðeins meiri vindur kannski því hann var mjög sterkur,“ sagði Ólafía Þórunn. „Spennan var ekki meiri fyrir mig en samt töluðu allir í kringum mig eins og þetta væri komið. Það er svolítið óþægilegt því ég vil ekki segja að þetta sé komið fyrr en það er komið. Ég þarf að einbeita mér áfram og þurfti því að loka á það. Ég var ekki að hugsa um þetta heldur bara að reyna að spila eins vel og ég gat,“ sagði Ólafía Þórunn. „Í dag fannst mér ég ekki spila vel. Ef ég spila einn yfir pari þegar ég er ekki að spila vel þá er ég mjög ánægð. Það er ekki verra en það. Þetta var mjög stöðugt í dag þó að ég hafi verið einn yfir. Ég missti eiginlega öll parfærin mín. Ef ég hefði bara sett helminginn af þeim í þá hefði ég spilað undir pari. Það féll ekkert af þeim niður,“ sagði Ólafía Þórunn.Svo fer ég bara að sofa Hún náð tvisvar að svara skolla með fugli og var því fljót að bæta fyrir mistökin. „Það er barátta í manni,“ sagði Ólafía Þórunn kát en þreytt. Næst á dagskrá var að koma sér yfir á hina strönd Skotlands: „Svo fer ég bara að sofa og hvíla mig,“ sagði Ólafía Þórunn að lokum.
Golf Tengdar fréttir Ólafía: Því verri sem aðstæðurnar eru því betra fyrir mig Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kampa kát í samtali við fjölmiðla eftir að ljóst var að hún tryggði sér sæti á einu af risamótum ársins í kvennaflokki, opna breska. 30. júlí 2017 18:28 Ólafía Þórunn verður með á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. 30. júlí 2017 16:38 Ólafía: Spilaði mjög vel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efsti Evrópubúinn á Opna skoska meistaramótinu í golfi. 28. júlí 2017 19:03 Mamma Ólafíu verðlaunaði hana með pizzu eftir að dóttirin tryggði sig inn á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér sæti á opna breska meistaramótinu í dag með því að ná þrettánda sæti á opna breska meistaramótinu. 30. júlí 2017 18:10 Ólafía í 13. sæti á opna skoska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk keppni í dag á opna skoska meistaramótinu sem fór fram í Dundonald í Skotlandi. Ólafía endaði hringina fjóra samtals á einu höggi yfir pari. 30. júlí 2017 16:00 Ólafía spilaði þriðja hringinn á einu höggi yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þriðja hringinn sinn á einu höggi yfir pari, á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fór fram í North Ayrshire í Skotlandi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. 29. júlí 2017 17:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía: Því verri sem aðstæðurnar eru því betra fyrir mig Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kampa kát í samtali við fjölmiðla eftir að ljóst var að hún tryggði sér sæti á einu af risamótum ársins í kvennaflokki, opna breska. 30. júlí 2017 18:28
Ólafía Þórunn verður með á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. 30. júlí 2017 16:38
Ólafía: Spilaði mjög vel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efsti Evrópubúinn á Opna skoska meistaramótinu í golfi. 28. júlí 2017 19:03
Mamma Ólafíu verðlaunaði hana með pizzu eftir að dóttirin tryggði sig inn á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér sæti á opna breska meistaramótinu í dag með því að ná þrettánda sæti á opna breska meistaramótinu. 30. júlí 2017 18:10
Ólafía í 13. sæti á opna skoska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk keppni í dag á opna skoska meistaramótinu sem fór fram í Dundonald í Skotlandi. Ólafía endaði hringina fjóra samtals á einu höggi yfir pari. 30. júlí 2017 16:00
Ólafía spilaði þriðja hringinn á einu höggi yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þriðja hringinn sinn á einu höggi yfir pari, á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fór fram í North Ayrshire í Skotlandi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. 29. júlí 2017 17:15