Mamma Ólafíu verðlaunaði hana með pizzu eftir að dóttirin tryggði sig inn á opna breska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2017 18:10 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér sæti á opna breska meistaramótinu í dag með því að ná þrettánda sæti á opna breska meistaramótinu. Ólafía Þórunn gaf allt sitt í lokahringinn og var mjög þreytt þegar Vísir heyrði í henni í kvöld „Ég er smá eins og sprungin blaðra núna. Ég er búin að gefa allt í þetta. Ég þarf að átta mig á þessu á morgun held ég,“ sagði Ólafía Þórunn. Hún vissi af möguleikanum á því að komast inn á opna breska en reyndi ekki að láta það hafa áhrif á sig. „Spennan var ekki meiri fyrir mig en samt allir í kringum mig töluðu eins og þetta væri komið. Það er svolítið óþægilegt því ég vil ekki segja að þetta sé komið fyrr en það er komið. Ég þarf að einbeita mér áfram og þurfti því að loka á það. Ég var ekki að hugsa um þetta heldur bara að reyna að spila eins vel og ég gat,“ sagði Ólafía Þórunn. Hún verður áfram í Skotlandi því opna breska mótið hefst á austurströndinni í næstu viku. „Ég er að fara í tveggja tíma rútuferð þar sem ég ætla að keyra á milli áfangastaða. Svo fer ég bara að sofa og hvíla mig. Mamma var að koma með pizzu fyrir mig þannig að þannig fagna ég,“ sagði Ólafía Þórunn en móðir hennar, Elísabet M. Erlendsdóttir, var með henni úti. Það verður lengra viðtal við Ólafíu í Fréttablaðinu á morgun. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn verður með á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. 30. júlí 2017 16:38 Enn möguleiki fyrir Ólafíu að komast á opna breska Ólafía þarf að spila vel á lokadegi opna skoska meistaramótsins til að komast á opna breska. 30. júlí 2017 11:04 Ólafía í 13. sæti á opna skoska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk keppni í dag á opna skoska meistaramótinu sem fór fram í Dundonald í Skotlandi. Ólafía endaði hringina fjóra samtals á einu höggi yfir pari. 30. júlí 2017 16:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér sæti á opna breska meistaramótinu í dag með því að ná þrettánda sæti á opna breska meistaramótinu. Ólafía Þórunn gaf allt sitt í lokahringinn og var mjög þreytt þegar Vísir heyrði í henni í kvöld „Ég er smá eins og sprungin blaðra núna. Ég er búin að gefa allt í þetta. Ég þarf að átta mig á þessu á morgun held ég,“ sagði Ólafía Þórunn. Hún vissi af möguleikanum á því að komast inn á opna breska en reyndi ekki að láta það hafa áhrif á sig. „Spennan var ekki meiri fyrir mig en samt allir í kringum mig töluðu eins og þetta væri komið. Það er svolítið óþægilegt því ég vil ekki segja að þetta sé komið fyrr en það er komið. Ég þarf að einbeita mér áfram og þurfti því að loka á það. Ég var ekki að hugsa um þetta heldur bara að reyna að spila eins vel og ég gat,“ sagði Ólafía Þórunn. Hún verður áfram í Skotlandi því opna breska mótið hefst á austurströndinni í næstu viku. „Ég er að fara í tveggja tíma rútuferð þar sem ég ætla að keyra á milli áfangastaða. Svo fer ég bara að sofa og hvíla mig. Mamma var að koma með pizzu fyrir mig þannig að þannig fagna ég,“ sagði Ólafía Þórunn en móðir hennar, Elísabet M. Erlendsdóttir, var með henni úti. Það verður lengra viðtal við Ólafíu í Fréttablaðinu á morgun.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn verður með á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. 30. júlí 2017 16:38 Enn möguleiki fyrir Ólafíu að komast á opna breska Ólafía þarf að spila vel á lokadegi opna skoska meistaramótsins til að komast á opna breska. 30. júlí 2017 11:04 Ólafía í 13. sæti á opna skoska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk keppni í dag á opna skoska meistaramótinu sem fór fram í Dundonald í Skotlandi. Ólafía endaði hringina fjóra samtals á einu höggi yfir pari. 30. júlí 2017 16:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn verður með á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. 30. júlí 2017 16:38
Enn möguleiki fyrir Ólafíu að komast á opna breska Ólafía þarf að spila vel á lokadegi opna skoska meistaramótsins til að komast á opna breska. 30. júlí 2017 11:04
Ólafía í 13. sæti á opna skoska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk keppni í dag á opna skoska meistaramótinu sem fór fram í Dundonald í Skotlandi. Ólafía endaði hringina fjóra samtals á einu höggi yfir pari. 30. júlí 2017 16:00