Jon Jones með magnaða endurkomu Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. júlí 2017 07:06 Vísir/Getty UFC 214 fór fram í nótt þar sem erkifjendurnir Jon Jones og Daniel Cormier mættust í aðalbardaga kvöldsins. Jon Jones átti frábæra frammistöðu þegar hann sigraði Cormier og endurheimti beltið. Eftir 15 mánaða fjarveru frá búrinu mætti Jon Jones tilbúinn til leiks. Jones var ekkert ryðgaður eins og Cormier hafði eflaust reiknað með. Bardaginn var jafn og spennandi og höfðu báðir unnið sitt hvora lotuna þegar í þriðju lotuna var komið. Þegar þriðja lota var um það bil hálfnuð náði Jones hásparki sem smellhitti í höfuð Cormier. Cormier bakkaði og var vankaður en Jones sparkaði Cormier niður og kláraði hann með höggum í gólfinu. Þetta var frábær frammistaða hjá Jones og endurheimti hann titilinn sem hann var sviptur í apríl 2015. Slæm hegðun Jon Jones kostaði hann titilinn á sínum tíma en í nótt virtist það vera gleymt og grafið. Frammistaðan gegn Cormier minnti aðdáendur á hvers vegna hann er talinn vera einn besti bardagamaður allra tíma.Tyron Woodley varði veltivigtartitil sinn þegar hann sigraði Demian Maia eftir dómaraákvörðun. Maia reyndi 24 fellur á Woodley en meistarinn varðist þeim öllum. Áhorfendur í Honda Center höllinni í Anaheim bauluðu á þá Woodley og Maia en bardaginn þótti ekki skemmtilegur.Cris ‘Cyborg’ Justino sigraði Tonya Evinger sannfærandi og er hún nú fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC. Cyborg var ekki í miklum vandræðum með Evinger og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Evinger sýndi mikla hörku og stóð þung högg Cyborg af sér lengi vel. Hún ógnaði þó Cyborg lítið sem ekkert en Cyborg kláraði hana með höggum í 3. lotu. Þó bardagi Woodley og Maia hafi ekki verið sá besti var bardagakvöldið frábær skemmtun og stóð undir væntingum. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Svarnir óvinir mætast loksins í nótt Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill. 29. júlí 2017 22:45 Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira
UFC 214 fór fram í nótt þar sem erkifjendurnir Jon Jones og Daniel Cormier mættust í aðalbardaga kvöldsins. Jon Jones átti frábæra frammistöðu þegar hann sigraði Cormier og endurheimti beltið. Eftir 15 mánaða fjarveru frá búrinu mætti Jon Jones tilbúinn til leiks. Jones var ekkert ryðgaður eins og Cormier hafði eflaust reiknað með. Bardaginn var jafn og spennandi og höfðu báðir unnið sitt hvora lotuna þegar í þriðju lotuna var komið. Þegar þriðja lota var um það bil hálfnuð náði Jones hásparki sem smellhitti í höfuð Cormier. Cormier bakkaði og var vankaður en Jones sparkaði Cormier niður og kláraði hann með höggum í gólfinu. Þetta var frábær frammistaða hjá Jones og endurheimti hann titilinn sem hann var sviptur í apríl 2015. Slæm hegðun Jon Jones kostaði hann titilinn á sínum tíma en í nótt virtist það vera gleymt og grafið. Frammistaðan gegn Cormier minnti aðdáendur á hvers vegna hann er talinn vera einn besti bardagamaður allra tíma.Tyron Woodley varði veltivigtartitil sinn þegar hann sigraði Demian Maia eftir dómaraákvörðun. Maia reyndi 24 fellur á Woodley en meistarinn varðist þeim öllum. Áhorfendur í Honda Center höllinni í Anaheim bauluðu á þá Woodley og Maia en bardaginn þótti ekki skemmtilegur.Cris ‘Cyborg’ Justino sigraði Tonya Evinger sannfærandi og er hún nú fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC. Cyborg var ekki í miklum vandræðum með Evinger og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Evinger sýndi mikla hörku og stóð þung högg Cyborg af sér lengi vel. Hún ógnaði þó Cyborg lítið sem ekkert en Cyborg kláraði hana með höggum í 3. lotu. Þó bardagi Woodley og Maia hafi ekki verið sá besti var bardagakvöldið frábær skemmtun og stóð undir væntingum. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Svarnir óvinir mætast loksins í nótt Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill. 29. júlí 2017 22:45 Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira
Svarnir óvinir mætast loksins í nótt Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill. 29. júlí 2017 22:45
Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00