Willum um aðstæðurnar í kvöld: Ekki boðlegt Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. ágúst 2017 22:15 Flórídaskaginn stóð ekki undir nafni að mati Willums í kvöld. vísir/andri marinó „Við förum héðan hundsvekktir sérstaklega þegar litið er til þess að hann flautar af okkur mark undir lokin þar sem erfitt var að sjá eitthvað brot,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, að leikslokum í kvöld. Aðstæðurnar á Akranesi voru erfiðar og gekk KR-ingum illa að fóta sig. „Það verður að segjast að þetta var varla boðlegt, ég verð að hrósa leikmönnum beggja liða fyrir það að reyna þetta. Þetta snerist ekkert um að spila boltanum, frekar að fara eins stutta leið og mögulegt var og það var miður fyrir fótboltann að spila við þessar aðstæður,“ sagði Willum og bætti við: „Það er erfitt að ætlast til þess að honum sé frestað, við búum á Íslandi og hér er allra veðra von. Þetta var ekta september veður og maður gerir betri kröfur til veðursins í ágúst, sérstaklega eftir gott veður undanfarna daga,“ sagði Willum léttur.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR 1-1 | Óskar bjargaði stigi fyrir KR | Sjáðu mörkin KR-ingar lentu í miklum vandræðum með að brjóta niður agað lið ÍA. „Það var ekki að hjálpa að það voru pollar á nokkrum stöðum á vellinum sem menn reyndu að forðast. Þeir voru að stoppa leikinn og menn leituðu frekar í að fara í langa bolta eins og bæði mörkin koma.“ Willum sagði það erfitt að gera kröfur um betri spilamennsku við þessar aðstæður. „Þetta er fótboltinn við svona aðstæður, kröftugur, mikið um návígi og baráttu um seinni boltann en okkur gekk vel að loka á þá fyrir utan nokkur færi í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekki skapa sér neitt í fyrri hálfleik.“ Willum furðaði sig á dómgæslunni undir lokin þegar mark var dæmt af KR. „Ég sá ekki betur en að við höfum skorað löglegt mark, markmaðurinn var frá mínu sjónarhorni aldrei með hendurnar á boltanum og ég held að dómarinn hafi því miður gert mistök þar,“ sagði Willum að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
„Við förum héðan hundsvekktir sérstaklega þegar litið er til þess að hann flautar af okkur mark undir lokin þar sem erfitt var að sjá eitthvað brot,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, að leikslokum í kvöld. Aðstæðurnar á Akranesi voru erfiðar og gekk KR-ingum illa að fóta sig. „Það verður að segjast að þetta var varla boðlegt, ég verð að hrósa leikmönnum beggja liða fyrir það að reyna þetta. Þetta snerist ekkert um að spila boltanum, frekar að fara eins stutta leið og mögulegt var og það var miður fyrir fótboltann að spila við þessar aðstæður,“ sagði Willum og bætti við: „Það er erfitt að ætlast til þess að honum sé frestað, við búum á Íslandi og hér er allra veðra von. Þetta var ekta september veður og maður gerir betri kröfur til veðursins í ágúst, sérstaklega eftir gott veður undanfarna daga,“ sagði Willum léttur.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR 1-1 | Óskar bjargaði stigi fyrir KR | Sjáðu mörkin KR-ingar lentu í miklum vandræðum með að brjóta niður agað lið ÍA. „Það var ekki að hjálpa að það voru pollar á nokkrum stöðum á vellinum sem menn reyndu að forðast. Þeir voru að stoppa leikinn og menn leituðu frekar í að fara í langa bolta eins og bæði mörkin koma.“ Willum sagði það erfitt að gera kröfur um betri spilamennsku við þessar aðstæður. „Þetta er fótboltinn við svona aðstæður, kröftugur, mikið um návígi og baráttu um seinni boltann en okkur gekk vel að loka á þá fyrir utan nokkur færi í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekki skapa sér neitt í fyrri hálfleik.“ Willum furðaði sig á dómgæslunni undir lokin þegar mark var dæmt af KR. „Ég sá ekki betur en að við höfum skorað löglegt mark, markmaðurinn var frá mínu sjónarhorni aldrei með hendurnar á boltanum og ég held að dómarinn hafi því miður gert mistök þar,“ sagði Willum að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira