Verður E-Class All-Terrain 4X4 að veruleika? Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2017 11:00 Mercedes Benz E-Class All-Terrain 4X4 er vígalegur á velli. Hjá Mercedes Benz kemur til greina að smíða hreint magnaða torfæruútgáfu E-Class bílsins með drifrás ættaða úr G-Class herjeppanum. Mercedes Benz hefur þegar smíðað tilraunaeintak af slíkum bíl og var það verkfræðingurinn Jürgen Eberle hjá Mercedes Benz sem fór fyrir því verkefni með fulltingi 24 annarra starfsmanna. Var þessi smíði í upphafi einkonar gæluverkefni en nú er svo komið að vel kemur til greina að fjöldaframleiða bílinn. Eins og á myndinni af bílnum má sjá þá er hann æði hár frá vegi og þar sem drifbúnaðurinn er tekinn uppí grindina þá er enginn öxull að þvælast fyrir ef farið er í vænar torfærur. Eberle segir að hægur vandi sé að framleiða þennan bíl og engin tæknileg vandamál í veginum. Öll tækni til þess sé til staðar hjá Mercedes Benz. Þar sem svo mörg jákvæð ummæli bíllinn hefur fengið bæði innan Mercedes Benz og utan fyrirtækisins þá á bara eftir að sannfæra helstu yfirmenn um ágæti þess að fjöldaframleiða þessa óvenjulegu gerð E-Class. Reyndar er Eberle mjög jákvæður á að grænt ljós fáist á framleiðslu hans. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent
Hjá Mercedes Benz kemur til greina að smíða hreint magnaða torfæruútgáfu E-Class bílsins með drifrás ættaða úr G-Class herjeppanum. Mercedes Benz hefur þegar smíðað tilraunaeintak af slíkum bíl og var það verkfræðingurinn Jürgen Eberle hjá Mercedes Benz sem fór fyrir því verkefni með fulltingi 24 annarra starfsmanna. Var þessi smíði í upphafi einkonar gæluverkefni en nú er svo komið að vel kemur til greina að fjöldaframleiða bílinn. Eins og á myndinni af bílnum má sjá þá er hann æði hár frá vegi og þar sem drifbúnaðurinn er tekinn uppí grindina þá er enginn öxull að þvælast fyrir ef farið er í vænar torfærur. Eberle segir að hægur vandi sé að framleiða þennan bíl og engin tæknileg vandamál í veginum. Öll tækni til þess sé til staðar hjá Mercedes Benz. Þar sem svo mörg jákvæð ummæli bíllinn hefur fengið bæði innan Mercedes Benz og utan fyrirtækisins þá á bara eftir að sannfæra helstu yfirmenn um ágæti þess að fjöldaframleiða þessa óvenjulegu gerð E-Class. Reyndar er Eberle mjög jákvæður á að grænt ljós fáist á framleiðslu hans.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent