Kristján vann Einvígið á Nesinu í annað sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2017 17:38 Kristján með sigurlaunin. vísir/andri marinó Kristján Þór Einarsson vann Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, sem fór fram á Nesvellinum í dag. Þetta er í annað sinn sem Kristján vinnur Einvígið á Nesinu en hann afrekaði það einnig árið 2014. Ellefu kylfingar tóku þátt að þessu sinni. Venju samkvæmt var leikinn níu holu höggleikur í morgun. Þar lék Björgvin Sigurbergsson best, eða á tveimur höggum undir pari vallarins. Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þangað til tveir börðumst um sigurinn á 9. holu. Kristján og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson stóðu síðastir eftir og hafði sá fyrrnefndi betur á endanum. Að móti loknu var svo verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir þátttökuna. Mótið var að venju góðgerðarmót og afhenti Auður Þórarinsdóttir frá DHL á Íslandi Guðjóni Jóhannssyni frá Vinaliðaliðaverkefninu eina milljón króna en verkefnið leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum.Lokastaðan í Einvíginu á Nesinu 2017: 1. Kristján Þór Einarsson, GM 2. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS 3. Birgir Björn Magnússon, GK 4. Björgvin Sigurbergsson, GK 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 6. Björgvin Þorsteinsson, GA 7. Ingvar Andri Magnússon, GR 8. Úlfar Jónsson, GKG 9. Oddur Óli Jónasson, NK 10. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 11. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Kristján Þór Einarsson vann Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, sem fór fram á Nesvellinum í dag. Þetta er í annað sinn sem Kristján vinnur Einvígið á Nesinu en hann afrekaði það einnig árið 2014. Ellefu kylfingar tóku þátt að þessu sinni. Venju samkvæmt var leikinn níu holu höggleikur í morgun. Þar lék Björgvin Sigurbergsson best, eða á tveimur höggum undir pari vallarins. Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þangað til tveir börðumst um sigurinn á 9. holu. Kristján og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson stóðu síðastir eftir og hafði sá fyrrnefndi betur á endanum. Að móti loknu var svo verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir þátttökuna. Mótið var að venju góðgerðarmót og afhenti Auður Þórarinsdóttir frá DHL á Íslandi Guðjóni Jóhannssyni frá Vinaliðaliðaverkefninu eina milljón króna en verkefnið leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum.Lokastaðan í Einvíginu á Nesinu 2017: 1. Kristján Þór Einarsson, GM 2. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS 3. Birgir Björn Magnússon, GK 4. Björgvin Sigurbergsson, GK 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 6. Björgvin Þorsteinsson, GA 7. Ingvar Andri Magnússon, GR 8. Úlfar Jónsson, GKG 9. Oddur Óli Jónasson, NK 10. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 11. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira