Áberandi minna af kannabisefnum og meira af hvítum efnum á Þjóðhátíð Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. ágúst 2017 13:36 Líf og fjör var í Dalnum í gærkvöldi en á fimmta tug fíkniefnamála hafa komið á borð lögreglu í Vestmannaeyjum um helgina. Vísir/Óskar P. Þó nokkur mál komu inn á borð lögreglu í Eyjum í nótt og gistu fimm fangageymslur. Þá segir yfirlögregluþjónn í Eyjum hvít efni áberandi í fíkniefnamálum sem lögregla hefur afskipti af en minna hefur verið um kannabisefni á þessari sögulega fjölmennu Þjóðhátíð. Mörg þúsund manns tóku þátt í Brekkusöngnum í gær. „Reyndar eru hér fimm í fangageymslu en það er vegna ölvunarástands og menn sem höfðu verið til vandræða. Engin alvarleg mál hafa komið upp,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum en nokkur mál komu til kasta lögreglu á staðnum í nótt.Athyglisverð þróun í fíkniefnamálum Á fimmta tug fíkniefnamála hafa komið upp í Eyjum frá því á fimmtudag en eftir nóttina segir Jóhannes að allt hafi gengið vel. „Það er náttúrulega ýmsu sem þurfti að sinna en engin alvarleg mál. Á hátíðinni hafa komið upp á fimmta tug fíkniefnamála en eftir nóttina er ekki hægt að segja neitt annað en að það hafi gengið vel miðað við þann gríðarlega fjölda sem var í gærkvöldi,“ segir Jóhannes í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar, en um þrettán fíkniefnamál bættust við frá því í gær. Umfang málanna segir Jóhannes af svipuðum toga og fyrri ár. Í samtali við Vísi segir Jóhannes að alvarlegustu málin hafi verið kynferðisbrotið, sem tilkynnt var um skömmu eftir miðnætti á föstudag, og þá var gerð ein líkamsárás. Aðspurður hvort fleiri kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu um helgina ítrekar Jóhannes þá stefnu lögreglu í Eyjum að segja aðeins frá þegar rannsóknarhagsmunir hafa verið tryggðir, ef um sé að ræða fleiri mál. Stærstu fíkniefnamálin segir Jóhannes hafa varðað hvít efni, amfetamín og kókaín, sem ætluð voru til sölu. Þá segir hann í samtali við Vísi athyglisverða þróun hafa orðið í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð. „Það er samt áberandi hvað er mun minna af kannabisefnum og miklu meira af hvítum efnum. Það vekur athygli, þessi hvítu efni.“Vel gekk hjá lögreglu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt, að sögn Jóhannesar Ólafssonar yfirlögregluþjóns.Vísir/Óskar P.Fólk kemur sér heim í rólegheitum á fjölsóttri Þjóðhátíð Jóhannes segir að Þjóðhátíð í ár sé með fjölmennari Þjóðhátíðum ef ekki sú fjölmennasta. „Ég held það sé hægt að segja það. Þetta var svo ofboðslegur fjöldi í Brekkunni. Það kæmi mér ekki á óvart ef þarna hefðu verið allt að sextán þúsund manns,“ en strax eftir Brekkusöng tók fjöldi fólks að búa sig til heimferðar. „Það gekk nú bara ótrúlega vel og í morgun þegar ég fór niður á bryggju, það kom mér á óvart, að þetta er í fyrsta sinn sem ég sé bara enga á bryggjunni. Menn eru annað hvort ekki vaknaðir eða hafa verið svona lengi að. Yfirleitt er biðröð þarna niður frá í ferjurnar,“ segir Jóhannes sem á þó von á erilsömum degi hjá lögreglu í dag. „Hann verður náttúrulega erilsamur eins og mánudagarnir eru alltaf. Það eru ýmsir sem þarf að aðstoða og leita til okkar með ýmis vandamál. Það er bara vaninn á mánudegi eftir Þjóðhátíð en í kvöld vona ég að flestir hafi komist heilir til síns heima,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þó nokkur mál komu inn á borð lögreglu í Eyjum í nótt og gistu fimm fangageymslur. Þá segir yfirlögregluþjónn í Eyjum hvít efni áberandi í fíkniefnamálum sem lögregla hefur afskipti af en minna hefur verið um kannabisefni á þessari sögulega fjölmennu Þjóðhátíð. Mörg þúsund manns tóku þátt í Brekkusöngnum í gær. „Reyndar eru hér fimm í fangageymslu en það er vegna ölvunarástands og menn sem höfðu verið til vandræða. Engin alvarleg mál hafa komið upp,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum en nokkur mál komu til kasta lögreglu á staðnum í nótt.Athyglisverð þróun í fíkniefnamálum Á fimmta tug fíkniefnamála hafa komið upp í Eyjum frá því á fimmtudag en eftir nóttina segir Jóhannes að allt hafi gengið vel. „Það er náttúrulega ýmsu sem þurfti að sinna en engin alvarleg mál. Á hátíðinni hafa komið upp á fimmta tug fíkniefnamála en eftir nóttina er ekki hægt að segja neitt annað en að það hafi gengið vel miðað við þann gríðarlega fjölda sem var í gærkvöldi,“ segir Jóhannes í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar, en um þrettán fíkniefnamál bættust við frá því í gær. Umfang málanna segir Jóhannes af svipuðum toga og fyrri ár. Í samtali við Vísi segir Jóhannes að alvarlegustu málin hafi verið kynferðisbrotið, sem tilkynnt var um skömmu eftir miðnætti á föstudag, og þá var gerð ein líkamsárás. Aðspurður hvort fleiri kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu um helgina ítrekar Jóhannes þá stefnu lögreglu í Eyjum að segja aðeins frá þegar rannsóknarhagsmunir hafa verið tryggðir, ef um sé að ræða fleiri mál. Stærstu fíkniefnamálin segir Jóhannes hafa varðað hvít efni, amfetamín og kókaín, sem ætluð voru til sölu. Þá segir hann í samtali við Vísi athyglisverða þróun hafa orðið í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð. „Það er samt áberandi hvað er mun minna af kannabisefnum og miklu meira af hvítum efnum. Það vekur athygli, þessi hvítu efni.“Vel gekk hjá lögreglu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt, að sögn Jóhannesar Ólafssonar yfirlögregluþjóns.Vísir/Óskar P.Fólk kemur sér heim í rólegheitum á fjölsóttri Þjóðhátíð Jóhannes segir að Þjóðhátíð í ár sé með fjölmennari Þjóðhátíðum ef ekki sú fjölmennasta. „Ég held það sé hægt að segja það. Þetta var svo ofboðslegur fjöldi í Brekkunni. Það kæmi mér ekki á óvart ef þarna hefðu verið allt að sextán þúsund manns,“ en strax eftir Brekkusöng tók fjöldi fólks að búa sig til heimferðar. „Það gekk nú bara ótrúlega vel og í morgun þegar ég fór niður á bryggju, það kom mér á óvart, að þetta er í fyrsta sinn sem ég sé bara enga á bryggjunni. Menn eru annað hvort ekki vaknaðir eða hafa verið svona lengi að. Yfirleitt er biðröð þarna niður frá í ferjurnar,“ segir Jóhannes sem á þó von á erilsömum degi hjá lögreglu í dag. „Hann verður náttúrulega erilsamur eins og mánudagarnir eru alltaf. Það eru ýmsir sem þarf að aðstoða og leita til okkar með ýmis vandamál. Það er bara vaninn á mánudegi eftir Þjóðhátíð en í kvöld vona ég að flestir hafi komist heilir til síns heima,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira