Þóroddur hættir að dæma í haust: Fleiri símaklefar en dómarar á norðurlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. ágúst 2017 13:30 Ekkert svona, Pablo, gæti Þóroddur hér verið að segja. Vísir/Andri Marinó Þóroddur Hjaltalín hefur ákveðið að hætta störfum sem knattspyrnudómari þegar tímabilinu í Pepsi-deild karla lýkur í haust. Þetta sagði hann í samtali við íþróttadeild skömmu eftir að hann hafði dæmt viðureign Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli á föstudag. Þóroddur stóð sig vel í leiknum og lét það ekki á sig fá að þarna voru saman komnir margir af stærstu knattspyrnustjörnum heimsins. „Þetta er auðvitað allt öðruvísi en samt bara fótbolti, ellefu á móti ellefu,“ sagði brosmildur Þóroddur skömmu eftir að hann hafði flautað til leiksloka á Laugardalsvelli. „Maður sér verkefnið bara þannig.“ Þóroddur hélt upp á 40 ára afmælið sitt á föstudag og því var þetta góð afmælisgjöf fyrir hann að dæma leik hjá stórliðum úr ensku úrvalsdeildinni. Hann sagðist einnig bera ábyrgð á góða veðrinu sem var á leikdag. „Ég kem nú yfirleitt með hana með mér að norðan,“ sagði hann í léttum dúr.Þóroddur hefur verið alþjóðadómari í átta ár og gæti haldið áfram í fimm ár í viðbót og heilan áratug hér á landi. En hann hefur ákveðið að segja skilið við dómgæsluna þegar tímabilinu lýkur í haust. „Þetta er komið gott. Ég er búinn að dæma í efstu deild í tíu ár og allt í allt starfandi fyrir KSÍ í átján ár. Þegar ég byrjaði þá var ég bara með konu og nú hafa bæst fjögur börn við. Ég er líka kominn í nýtt starf á Akureyri sem er afar krefjandi. Það er því komið að því að sinna öðrum málum,“ segir hann. Þóroddur tekur undir að dómgæslan hafi breyst mikið á síðustu árum, rétt eins og knattspyrnan sjálf hér á landi. „Þetta er orðin hálfgerð atvinnumennska hjá dómurum. Það er allt árið undir og gríðarleg vinna sem við þurfum að leggja á okkur til að geta verið í þessu. Hún er miklu meira en nokkur gæti ímyndað sér og gríðarlegar kröfur á okkur.“ Það kvarnar því enn úr hópi reynslumikilla dómara sem Ísland á en Þóroddur hefur eins og margir áhyggjur af endurnýjun í stétt knattspyrnudómara á Íslandi.„Gríðarlegar áhyggjur. Til dæmis eru færri knattspyrnudómarar á norðurlandi en símaklefar eins og staðan er núna. Það verður bara að lagast, það er svo einfalt.“ Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira
Þóroddur Hjaltalín hefur ákveðið að hætta störfum sem knattspyrnudómari þegar tímabilinu í Pepsi-deild karla lýkur í haust. Þetta sagði hann í samtali við íþróttadeild skömmu eftir að hann hafði dæmt viðureign Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli á föstudag. Þóroddur stóð sig vel í leiknum og lét það ekki á sig fá að þarna voru saman komnir margir af stærstu knattspyrnustjörnum heimsins. „Þetta er auðvitað allt öðruvísi en samt bara fótbolti, ellefu á móti ellefu,“ sagði brosmildur Þóroddur skömmu eftir að hann hafði flautað til leiksloka á Laugardalsvelli. „Maður sér verkefnið bara þannig.“ Þóroddur hélt upp á 40 ára afmælið sitt á föstudag og því var þetta góð afmælisgjöf fyrir hann að dæma leik hjá stórliðum úr ensku úrvalsdeildinni. Hann sagðist einnig bera ábyrgð á góða veðrinu sem var á leikdag. „Ég kem nú yfirleitt með hana með mér að norðan,“ sagði hann í léttum dúr.Þóroddur hefur verið alþjóðadómari í átta ár og gæti haldið áfram í fimm ár í viðbót og heilan áratug hér á landi. En hann hefur ákveðið að segja skilið við dómgæsluna þegar tímabilinu lýkur í haust. „Þetta er komið gott. Ég er búinn að dæma í efstu deild í tíu ár og allt í allt starfandi fyrir KSÍ í átján ár. Þegar ég byrjaði þá var ég bara með konu og nú hafa bæst fjögur börn við. Ég er líka kominn í nýtt starf á Akureyri sem er afar krefjandi. Það er því komið að því að sinna öðrum málum,“ segir hann. Þóroddur tekur undir að dómgæslan hafi breyst mikið á síðustu árum, rétt eins og knattspyrnan sjálf hér á landi. „Þetta er orðin hálfgerð atvinnumennska hjá dómurum. Það er allt árið undir og gríðarleg vinna sem við þurfum að leggja á okkur til að geta verið í þessu. Hún er miklu meira en nokkur gæti ímyndað sér og gríðarlegar kröfur á okkur.“ Það kvarnar því enn úr hópi reynslumikilla dómara sem Ísland á en Þóroddur hefur eins og margir áhyggjur af endurnýjun í stétt knattspyrnudómara á Íslandi.„Gríðarlegar áhyggjur. Til dæmis eru færri knattspyrnudómarar á norðurlandi en símaklefar eins og staðan er núna. Það verður bara að lagast, það er svo einfalt.“ Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira