109 sm stórlax úr Hofsá Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2017 10:36 Guðlaugur með stórlaxinn úr Hofsá sem mældist 109 sm Draumur hvers veiðimanns hlýtur að vera að setja í og landa alvöru stórlaxi en það ná ekki allir að fá þennan draum fylltan á sínum veiðiferli. Svo eru það hinir sem ná að setja í draumalaxinn og sumir jafnvel gott betur en það. Guðlaugur P. Frímannsson er veiðimaður og matreiðslumaður fram í fingurgóma og var í gær einn af þeim sem setur í alvöru lax á alla mælikvarða. Hann setti í og landaði 109 sm lax í Skógarhvammshyl í Hofsá á fluguna Skugga sem er afbrigði af hinni þekktu flugu Sunray Shadow. Viðureignin tók um 45 mínútur og að henni lokinni var laxinn vigtaður og mældur. Það hafa nokkrir laxar yfir 100 sm veiðst í sumar og hafa stórlaxatölur undanfarinna ára farið hækkandi hvað fjölda laxa varðar í flestum ánum. Sleppiskylda hefur verið við lýði í flestum ám landsins á löxum yfir 70 sm og er það álit sérfræðinga að þessir stóru laxar geti af sér afkvæmi sem hafi sömu hvöt að taka tvö ár í sjó og komi því til baka sem tveggja ára lax. Það hlýtur því að vera hvetjandi fyrir alla veiðimenn að sleppa laxi yfir 70 sm til að eiga séns á stórlaxi seinna meir. Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Prýðileg opnun í Laxá í Dölum Veiði
Draumur hvers veiðimanns hlýtur að vera að setja í og landa alvöru stórlaxi en það ná ekki allir að fá þennan draum fylltan á sínum veiðiferli. Svo eru það hinir sem ná að setja í draumalaxinn og sumir jafnvel gott betur en það. Guðlaugur P. Frímannsson er veiðimaður og matreiðslumaður fram í fingurgóma og var í gær einn af þeim sem setur í alvöru lax á alla mælikvarða. Hann setti í og landaði 109 sm lax í Skógarhvammshyl í Hofsá á fluguna Skugga sem er afbrigði af hinni þekktu flugu Sunray Shadow. Viðureignin tók um 45 mínútur og að henni lokinni var laxinn vigtaður og mældur. Það hafa nokkrir laxar yfir 100 sm veiðst í sumar og hafa stórlaxatölur undanfarinna ára farið hækkandi hvað fjölda laxa varðar í flestum ánum. Sleppiskylda hefur verið við lýði í flestum ám landsins á löxum yfir 70 sm og er það álit sérfræðinga að þessir stóru laxar geti af sér afkvæmi sem hafi sömu hvöt að taka tvö ár í sjó og komi því til baka sem tveggja ára lax. Það hlýtur því að vera hvetjandi fyrir alla veiðimenn að sleppa laxi yfir 70 sm til að eiga séns á stórlaxi seinna meir.
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Prýðileg opnun í Laxá í Dölum Veiði