Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Sæunn Gísladóttir skrifar 5. ágúst 2017 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill veita auka frídag. vísir/stefán „Þetta er að mínu mati dapurleg þróun. Álag á verslunarmenn er mjög mikið. Þetta eru langir vinnudagar. Grunnhugmyndin upprunalega árið 1894 var frídagur verslunarmanna. Mér hefur alltaf fundist sárt að horfa upp á það hve margir eru að vinna á þessum degi sem ættu að vera í fríi,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Á mánudaginn rennur upp frídagur verslunarmanna og er þessi helgi stærsta ferðahelgi ársins. Sökum anna hjá verslunum eru margir verslunarmenn við störf um helgina og á mánudag. Ragnar vill reyna að finna einhverjar lausnir svo verslunarfólk fái eitthvert frí og einhverja hvíld gegn vinnu á þessum degi. Hann segist ætla að reyna að koma með hugmyndir í þá áttina fyrir næstu kjarasamninga. „Miðað við breyttar aðstæður á smásölumarkaði og kröfuna um að komast í búð öllum stundum velti ég fyrir mér hvort hægt sé að finna leiðir til að fólk ávinni sér auka frídag fyrir vinnu á þessum degi. Að það fái einhvers konar frí á móti,“ segir Ragnar. „Mér finnst vera skylda okkar hjá VR að leita allra leiða til að fara aftur í grunninn og reyna að koma með einhverjar hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga til þess fyrst og fremst að tryggja að fólk fái frí sitt, annaðhvort mánudaginn eftir eða sem viðbót við aðra orlofsdaga. Fleiri hugmyndir eru vel þegnar af því að við erum að þróast í þá átt að smásöluverslun er að breytast alveg gríðarlega og við þurfum auðvitað líka að þróa okkur. Það eru hlutir sem hafa verið einhverjar hefðir fyrir en eru barn síns tíma þegar lengra sækir. Þessi frídagur hefur þróast mjög mikið. Þróast í að verða stærsta ferðahátíð ársins með tilheyrandi hátíðahöldum,“ segir Ragnar. Aðrir formenn hafa þreifað fyrir sér með svona hugmyndum og vill Ragnar Þór halda þeim á lofti. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira
„Þetta er að mínu mati dapurleg þróun. Álag á verslunarmenn er mjög mikið. Þetta eru langir vinnudagar. Grunnhugmyndin upprunalega árið 1894 var frídagur verslunarmanna. Mér hefur alltaf fundist sárt að horfa upp á það hve margir eru að vinna á þessum degi sem ættu að vera í fríi,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Á mánudaginn rennur upp frídagur verslunarmanna og er þessi helgi stærsta ferðahelgi ársins. Sökum anna hjá verslunum eru margir verslunarmenn við störf um helgina og á mánudag. Ragnar vill reyna að finna einhverjar lausnir svo verslunarfólk fái eitthvert frí og einhverja hvíld gegn vinnu á þessum degi. Hann segist ætla að reyna að koma með hugmyndir í þá áttina fyrir næstu kjarasamninga. „Miðað við breyttar aðstæður á smásölumarkaði og kröfuna um að komast í búð öllum stundum velti ég fyrir mér hvort hægt sé að finna leiðir til að fólk ávinni sér auka frídag fyrir vinnu á þessum degi. Að það fái einhvers konar frí á móti,“ segir Ragnar. „Mér finnst vera skylda okkar hjá VR að leita allra leiða til að fara aftur í grunninn og reyna að koma með einhverjar hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga til þess fyrst og fremst að tryggja að fólk fái frí sitt, annaðhvort mánudaginn eftir eða sem viðbót við aðra orlofsdaga. Fleiri hugmyndir eru vel þegnar af því að við erum að þróast í þá átt að smásöluverslun er að breytast alveg gríðarlega og við þurfum auðvitað líka að þróa okkur. Það eru hlutir sem hafa verið einhverjar hefðir fyrir en eru barn síns tíma þegar lengra sækir. Þessi frídagur hefur þróast mjög mikið. Þróast í að verða stærsta ferðahátíð ársins með tilheyrandi hátíðahöldum,“ segir Ragnar. Aðrir formenn hafa þreifað fyrir sér með svona hugmyndum og vill Ragnar Þór halda þeim á lofti.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira