Tveir af hverjum þremur á móti því að einkavæða RÚV Atli Ísleifsson skrifar 4. ágúst 2017 10:20 RÚV rauf útsendingu á Melodifestivalen til að sýna auglýsingar, en það mátti ríkisfjölmiðillinn ekki að mati Fjölmiðlanefndar. Vísir/GVA Tveir af hverjum þremur eru andvígir því að einkavæða Ríkisútvarpið, en rösklega 16 prósent Íslendinga eru því hlynnt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fjölmiðla á Íslandi. Í tilkynningu frá Maskínu segir að hærra hlutfall þeirra sem eru yngri en 25 ára er hlynnt því að einkavæða Ríkisútvarpið, eða meira en fimmtungur. „Afstaða til þessa er mjög mismunandi eftir því hvaða flokk fólk kýs. Þannig vill rúmlega 32% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn einkavæða Ríkisútvarpið, en einungis um 5% þeirra sem myndu kjósa Vinstrihreyfinguna Grænt framboð og Samfylkinguna.“ Einnig segir að um 23 prósent Íslendinga séu ánægð með fjölmiðla á Íslandi en rösklega fimmtungur er óánægður. „Konur eru ánægðar með fjölmiðla á Íslandi en karlar og íbúar Austurlands eru ánægðari en íbúar annarra landshluta. Kjósendur Pirata eru óánægðastir með fjölmiðla á Íslandi en kjósendur Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs eru ánægðastir. Tæplega 47% Íslendinga finnst fjölmiðlar á Íslandi háðir hagsmunaaðilum en á bilinu 12% til 13% finnst þeir óháðir. Rúmlega 17% finnst það mjög mismunandi eftir fjölmiðlum hvort þeir eru háðir eða óháðir. Yngsta folkinu finnst í meira mæli að það sé mismunandi eftir fjölmiðlum hvort þeir eru háðir eða óháðir en annars er lítill munur eftir bakgrunni fólks í þessari spurningu,“ segir í tilkynningunni. Svarendur voru 1.596 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Könnunin fór fram dagana 12. til 17. júlí 2017. Nánar má lesa um niðurstöður könnunarinnar í skjalinu að neðan. Fjölmiðlar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Tveir af hverjum þremur eru andvígir því að einkavæða Ríkisútvarpið, en rösklega 16 prósent Íslendinga eru því hlynnt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fjölmiðla á Íslandi. Í tilkynningu frá Maskínu segir að hærra hlutfall þeirra sem eru yngri en 25 ára er hlynnt því að einkavæða Ríkisútvarpið, eða meira en fimmtungur. „Afstaða til þessa er mjög mismunandi eftir því hvaða flokk fólk kýs. Þannig vill rúmlega 32% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn einkavæða Ríkisútvarpið, en einungis um 5% þeirra sem myndu kjósa Vinstrihreyfinguna Grænt framboð og Samfylkinguna.“ Einnig segir að um 23 prósent Íslendinga séu ánægð með fjölmiðla á Íslandi en rösklega fimmtungur er óánægður. „Konur eru ánægðar með fjölmiðla á Íslandi en karlar og íbúar Austurlands eru ánægðari en íbúar annarra landshluta. Kjósendur Pirata eru óánægðastir með fjölmiðla á Íslandi en kjósendur Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs eru ánægðastir. Tæplega 47% Íslendinga finnst fjölmiðlar á Íslandi háðir hagsmunaaðilum en á bilinu 12% til 13% finnst þeir óháðir. Rúmlega 17% finnst það mjög mismunandi eftir fjölmiðlum hvort þeir eru háðir eða óháðir. Yngsta folkinu finnst í meira mæli að það sé mismunandi eftir fjölmiðlum hvort þeir eru háðir eða óháðir en annars er lítill munur eftir bakgrunni fólks í þessari spurningu,“ segir í tilkynningunni. Svarendur voru 1.596 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Könnunin fór fram dagana 12. til 17. júlí 2017. Nánar má lesa um niðurstöður könnunarinnar í skjalinu að neðan.
Fjölmiðlar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira