Hollendingar ekki í vandræðum með Englendinga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. ágúst 2017 20:30 Hollendingar fagna sigrinum í kvöld. Vísir/AFP Hollendingar eru komnir í úrslitaleik EM kvenna á heimavelli eftir sannfærandi 3-0 sigur á Englandi í kvöld. Holland mætir Danmörku í úrslitaleiknum á sunnudag. Fyrr í dag höfðu Danir betur gegn Austurríki í hinni undanúrslitaviðureigninni en úrlsitin réðust þar í vítaspyrnukeppni, þar sem Danmörk skoraði þrívegis en Austurríki ekkert. Hollendingar lentu ekki í teljandi vandræðum með Englendinga í dag en fyrsta markið skoraði Vivianne Miedema eftir góða fyrirgjöf og undirbúning Jackie Groenen. Englendingar gerðu sig svo seka um slæm mistök þegar Danielle van de Donk skoraði annað mark Hollands, á 62. mínútu. Fara Williams skallaði boltann aftur fyrir eigin varnarlínu en beint fyrir fætur van de Donk sem þakkaði fyrir sig og skoraði auðveldlega. Síðasta markið var svo sjálfsmark Millie Bright á lokaandartökum leiksins er hún fékk boltann í sig eftir skot Lieke Martens. Hollendingar náðu að halda öflugu liði Englands niðri í leiknum í kvöld og þær ensku komust aldrei almennilega á skrið. Heimamenn áttu því sigurinn og sætið í úrslitaleiknum skilið. EM 2017 í Hollandi
Hollendingar eru komnir í úrslitaleik EM kvenna á heimavelli eftir sannfærandi 3-0 sigur á Englandi í kvöld. Holland mætir Danmörku í úrslitaleiknum á sunnudag. Fyrr í dag höfðu Danir betur gegn Austurríki í hinni undanúrslitaviðureigninni en úrlsitin réðust þar í vítaspyrnukeppni, þar sem Danmörk skoraði þrívegis en Austurríki ekkert. Hollendingar lentu ekki í teljandi vandræðum með Englendinga í dag en fyrsta markið skoraði Vivianne Miedema eftir góða fyrirgjöf og undirbúning Jackie Groenen. Englendingar gerðu sig svo seka um slæm mistök þegar Danielle van de Donk skoraði annað mark Hollands, á 62. mínútu. Fara Williams skallaði boltann aftur fyrir eigin varnarlínu en beint fyrir fætur van de Donk sem þakkaði fyrir sig og skoraði auðveldlega. Síðasta markið var svo sjálfsmark Millie Bright á lokaandartökum leiksins er hún fékk boltann í sig eftir skot Lieke Martens. Hollendingar náðu að halda öflugu liði Englands niðri í leiknum í kvöld og þær ensku komust aldrei almennilega á skrið. Heimamenn áttu því sigurinn og sætið í úrslitaleiknum skilið.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti