Dönsku stelpurnar unnu í vítakeppni og komust í úrslitaleik EM í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2017 18:45 Danir fagna sigri. Vísir/Getty Danska kvennalandsliðið í fótbolta er komið í úrslitaleikinn á Evrópumót kvenna í fótbolta í fyrsta sinn í sögunni eftir 3-0 sigur á Austurríki í vítakeppni í fyrri undanúrslitaleiknum á EM í Hollandi. Danir höfðu fimm sinnum áður komist í undanúrslitaleik á EM en tapað í öll skiptin. Nú var hinsvegar komið að þeim að komast alla leið í stærsta leikinn. Markvörðurinn Stina Lykke Petersen var hetja danska landsliðsins því hún varði tvö víti frá austurrísku stelpunum í vítakeppninni. Austurríska liðið klikkaði á öllum fjórum vítum sínum í leiknum, einu víti í venjulegum leiktíma og svo öllum þremur vítum sínum í vítakeppninni. Danska liðið var mun betri aðilinn í leiknum og átti skilið að vinna þótt þeim gengi ekkert að brjóta niður varnarmúr Austurríkismanna. Leikurinn hefði samt getað þróast allt öðruvísi fyrir danska liðið. Austurríska liðið fékk nefnilega upplagt tækifæri strax á 13. mínútu leiksins þegar dæmt var víti á varnarmann Dana fyrir verja boltann með hendi. Sarah Puntigam fór á punktinn en taugarnar brugðust henni og hún skaut hátt yfir markið. Austurríska liðið spilaði sinn skipulagða bolta eins og fyrr í keppninni og gáfu ekki mörg færi á sér. Dönsku stelpurnar voru þó mun betri í leiknum og jafnfram mun líklegri til að skora sigurmarkið, bæði í venjulegum leiktíma sem og í framlengingunni. Austurríska vörnin hélt hinsvegar hreinu alveg eins og í síðustu leikjum. Staðan var því enn markalaus eftir 120 mínútur og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Danir skoruðu úr tveimur fyrstu vítum sínum en fyrsta víti Austurríkis fór yfir og Stina Lykke Petersen varði víti númer tvö. Manuela Zinsberger, markvörður Austurríkis, varði víti frá Dönum en Petersen neitaði að láta skora hjá sér úr víti og varði aftur. Það var síðan Simone Boye Sørensen sem tryggði danska liðinu sæti í úrslitaleiknum þegar hún skoraði úr fjórðu spyrna Dana og þar með var óþarfi fyrir austurrísku stelpurnar að taka tvær síðustu vítaspyrnur sínar.Vítaspyrnukeppnin:Danmörk - Austurríki 3-0 1-0 Nadia Nadim, Danmörku - mark - Laura Feiersinger, Austurríki - skaut yfir markið 2-0 Pernille Harder, Danmörku - mark - Viktoria Pinther, Austurríki - varið (Stina Lykke Petersen) - Sofie Junge Pedersen, Danmörku - varið (Manuela Zinsberger) - Verena Aschauer, Austurríki - varið (Stina Lykke Petersen) 3-0 Simone Boye Sørensen, Danmörku - mark EM 2017 í Hollandi
Danska kvennalandsliðið í fótbolta er komið í úrslitaleikinn á Evrópumót kvenna í fótbolta í fyrsta sinn í sögunni eftir 3-0 sigur á Austurríki í vítakeppni í fyrri undanúrslitaleiknum á EM í Hollandi. Danir höfðu fimm sinnum áður komist í undanúrslitaleik á EM en tapað í öll skiptin. Nú var hinsvegar komið að þeim að komast alla leið í stærsta leikinn. Markvörðurinn Stina Lykke Petersen var hetja danska landsliðsins því hún varði tvö víti frá austurrísku stelpunum í vítakeppninni. Austurríska liðið klikkaði á öllum fjórum vítum sínum í leiknum, einu víti í venjulegum leiktíma og svo öllum þremur vítum sínum í vítakeppninni. Danska liðið var mun betri aðilinn í leiknum og átti skilið að vinna þótt þeim gengi ekkert að brjóta niður varnarmúr Austurríkismanna. Leikurinn hefði samt getað þróast allt öðruvísi fyrir danska liðið. Austurríska liðið fékk nefnilega upplagt tækifæri strax á 13. mínútu leiksins þegar dæmt var víti á varnarmann Dana fyrir verja boltann með hendi. Sarah Puntigam fór á punktinn en taugarnar brugðust henni og hún skaut hátt yfir markið. Austurríska liðið spilaði sinn skipulagða bolta eins og fyrr í keppninni og gáfu ekki mörg færi á sér. Dönsku stelpurnar voru þó mun betri í leiknum og jafnfram mun líklegri til að skora sigurmarkið, bæði í venjulegum leiktíma sem og í framlengingunni. Austurríska vörnin hélt hinsvegar hreinu alveg eins og í síðustu leikjum. Staðan var því enn markalaus eftir 120 mínútur og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Danir skoruðu úr tveimur fyrstu vítum sínum en fyrsta víti Austurríkis fór yfir og Stina Lykke Petersen varði víti númer tvö. Manuela Zinsberger, markvörður Austurríkis, varði víti frá Dönum en Petersen neitaði að láta skora hjá sér úr víti og varði aftur. Það var síðan Simone Boye Sørensen sem tryggði danska liðinu sæti í úrslitaleiknum þegar hún skoraði úr fjórðu spyrna Dana og þar með var óþarfi fyrir austurrísku stelpurnar að taka tvær síðustu vítaspyrnur sínar.Vítaspyrnukeppnin:Danmörk - Austurríki 3-0 1-0 Nadia Nadim, Danmörku - mark - Laura Feiersinger, Austurríki - skaut yfir markið 2-0 Pernille Harder, Danmörku - mark - Viktoria Pinther, Austurríki - varið (Stina Lykke Petersen) - Sofie Junge Pedersen, Danmörku - varið (Manuela Zinsberger) - Verena Aschauer, Austurríki - varið (Stina Lykke Petersen) 3-0 Simone Boye Sørensen, Danmörku - mark
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti