Sara syngur um „Tiny Dancer“ og talar um crossfit ferilinn sinn | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 13:32 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram síða Söru/sarasigmunds Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður heldur betur í sviðsljósinu næstu daga þegar heimsleikarnir í Crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki. Keppnin hefst á morgun og stendur næstu fjóra daga. Sara er ein af stærstu stjörnum crossfit heimsins og ein af sigurstranglegustu keppendunum í ár. Eftir að hafa endað í þriðja sæti undanfarin tvö ár er suðurnesjastelpan staðráðinn að verða sú hraustasta í heimi í ár. Allt er þegar þrennt er segja sumir og okkar kona trúir á það. Íslenska crossfit-stjarnan virðist líka vera í góðum gír og létt í lundu ef marka má færslu inn twitter-síðu The CrossFit Games en þar sést Sara syngja með lagi Elton John um Tiny Dancer en þetta lag samdi Elton John árið 1971.Follow or unfollow @SaraSigmundsdot after this?https://t.co/3XHy8EBAHGpic.twitter.com/bY4JUNPiiL — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 2, 2017 Athyglin hefur sannarlega verið mikil á Söru í aðdraganda heimsleikana í ár enda ein stærsta crossfit-stjarna heimsins í dag. Julie Foucher er crossfit-stjarna sem er með hlaðvarpsþátt á netinu sem helgaður Crossfit. Foucher fékk Söru í heimsókn til sín á dögunum þar sem Sara fór yfir crossfit ferilinn sinn. Sara segir meðal annars frá því að hún er yngst af fimm systkinum og hvernig hún uppgötvaði Crossfit sautján ára gömul. Hún talar einnig um hvaða áhrif crossfit-stjörnur eins og Anníe Mist Þórisdóttir höfðu á hana og þá fer Sara líka yfir það hvernig dæmigerður dagur er hjá henni. Sara nefnir líka þau þrjú atriði sem hafa jákvæðustu áhrifin á hennar heilsu og hvað hún álítur að sé heilsusamlegt líf. Það má hlusta á brot af þættinum hér fyrir neðan en nálgast hann allan með því að smella hér.Just a few days until the @CrossFitGames! Don't miss Ep 64 of #PursuingHealth live today with @SaraSigmundsdothttps://t.co/ZrscLwKwrFpic.twitter.com/48ZsLhjlaB — Julie Foucher (@Julie_Foucher) July 25, 2017 CrossFit Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður heldur betur í sviðsljósinu næstu daga þegar heimsleikarnir í Crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki. Keppnin hefst á morgun og stendur næstu fjóra daga. Sara er ein af stærstu stjörnum crossfit heimsins og ein af sigurstranglegustu keppendunum í ár. Eftir að hafa endað í þriðja sæti undanfarin tvö ár er suðurnesjastelpan staðráðinn að verða sú hraustasta í heimi í ár. Allt er þegar þrennt er segja sumir og okkar kona trúir á það. Íslenska crossfit-stjarnan virðist líka vera í góðum gír og létt í lundu ef marka má færslu inn twitter-síðu The CrossFit Games en þar sést Sara syngja með lagi Elton John um Tiny Dancer en þetta lag samdi Elton John árið 1971.Follow or unfollow @SaraSigmundsdot after this?https://t.co/3XHy8EBAHGpic.twitter.com/bY4JUNPiiL — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 2, 2017 Athyglin hefur sannarlega verið mikil á Söru í aðdraganda heimsleikana í ár enda ein stærsta crossfit-stjarna heimsins í dag. Julie Foucher er crossfit-stjarna sem er með hlaðvarpsþátt á netinu sem helgaður Crossfit. Foucher fékk Söru í heimsókn til sín á dögunum þar sem Sara fór yfir crossfit ferilinn sinn. Sara segir meðal annars frá því að hún er yngst af fimm systkinum og hvernig hún uppgötvaði Crossfit sautján ára gömul. Hún talar einnig um hvaða áhrif crossfit-stjörnur eins og Anníe Mist Þórisdóttir höfðu á hana og þá fer Sara líka yfir það hvernig dæmigerður dagur er hjá henni. Sara nefnir líka þau þrjú atriði sem hafa jákvæðustu áhrifin á hennar heilsu og hvað hún álítur að sé heilsusamlegt líf. Það má hlusta á brot af þættinum hér fyrir neðan en nálgast hann allan með því að smella hér.Just a few days until the @CrossFitGames! Don't miss Ep 64 of #PursuingHealth live today with @SaraSigmundsdothttps://t.co/ZrscLwKwrFpic.twitter.com/48ZsLhjlaB — Julie Foucher (@Julie_Foucher) July 25, 2017
CrossFit Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira